Fylgjast náið með njósnahneykslinu í Danmörku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2020 10:08 Ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurður Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fylgjast með framvindu málsins auk utanríkisráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld fylgast náið með framvindu njósnahneykslis sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu, eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, aðgang að ljósleiðurum. Gerði þetta NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, óskaði eftir svörum frá forsætis- utanríkis- og samgönguráðuneytinu vegna málsins. Spurði hann hvernig ráðuuneytin hefðu brugðist við málinu. Sameiginlegt svar frá ráðuneytunum þremur barst í gær þar sem fram kemur að íslensk stjórnvöld fylgist náið með framvindu málsins, sem víða hafi vakið áhyggjur. „Hérlendis veldur það sérstökum áhyggjum í ljósi þess að allt tal- og gagnasamband við útlönd fer um þrjá sæstrengi, DANICE, FARICE-1 og Greenland Connect, sem liggja um danska, grænlenska og færeyska lögsögu. Einn sæstrengjanna liggur til Danmerkur og um hann fer stór hluti gagnamagns frá Íslandi til meginlandsins. Mikilvægt er að tryggt sé að fjarskiptaflutningur frá Íslandi til erlendra lendingarstöðva, á landleiðum og á afhendingarstöðum þjónustu erlendis, sé öruggur og að upplýsingaöryggis sé gætt í hvívetna,“ segir í svarinu. Leitað eftir skýringum frá Bandaríkjunum Þá er rakið hvernig íslenska stjórnkerfi hafi brugðist við með því að halda fundi með erlendum embættismönnum og kalla eftir upplýsingum. Utanríkisráðherra hafi tekið máli upp á fundi með utanríkisráðherra Danmerkur, ráðuneytisstjóri útanríkisráðuneytisins hafi rætt við sendiherra Danmerkur auk þess sem að hann hafi tekið málið upp við fulltrúa bandarískra stjórnvalda og upplýst hann um að ráðuneytið leiti skýringa á þessu. „Forsætisráðuneytið hefur beitt sér fyrir sérstöku samráði forsætisráðuneytisins, ritara þjóðaröryggisráðs, ríkislögreglustjóra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins vegna málsins og framvindu þess með tilliti til íslenskra þjóðaröryggishagsmuna. Þá verður þjóðaröryggisráði gerð grein fyrir málinu,“ segir ennfremur. Utanríkismál Bandaríkin Danmörk Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Gerði þetta NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, óskaði eftir svörum frá forsætis- utanríkis- og samgönguráðuneytinu vegna málsins. Spurði hann hvernig ráðuuneytin hefðu brugðist við málinu. Sameiginlegt svar frá ráðuneytunum þremur barst í gær þar sem fram kemur að íslensk stjórnvöld fylgist náið með framvindu málsins, sem víða hafi vakið áhyggjur. „Hérlendis veldur það sérstökum áhyggjum í ljósi þess að allt tal- og gagnasamband við útlönd fer um þrjá sæstrengi, DANICE, FARICE-1 og Greenland Connect, sem liggja um danska, grænlenska og færeyska lögsögu. Einn sæstrengjanna liggur til Danmerkur og um hann fer stór hluti gagnamagns frá Íslandi til meginlandsins. Mikilvægt er að tryggt sé að fjarskiptaflutningur frá Íslandi til erlendra lendingarstöðva, á landleiðum og á afhendingarstöðum þjónustu erlendis, sé öruggur og að upplýsingaöryggis sé gætt í hvívetna,“ segir í svarinu. Leitað eftir skýringum frá Bandaríkjunum Þá er rakið hvernig íslenska stjórnkerfi hafi brugðist við með því að halda fundi með erlendum embættismönnum og kalla eftir upplýsingum. Utanríkisráðherra hafi tekið máli upp á fundi með utanríkisráðherra Danmerkur, ráðuneytisstjóri útanríkisráðuneytisins hafi rætt við sendiherra Danmerkur auk þess sem að hann hafi tekið málið upp við fulltrúa bandarískra stjórnvalda og upplýst hann um að ráðuneytið leiti skýringa á þessu. „Forsætisráðuneytið hefur beitt sér fyrir sérstöku samráði forsætisráðuneytisins, ritara þjóðaröryggisráðs, ríkislögreglustjóra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins vegna málsins og framvindu þess með tilliti til íslenskra þjóðaröryggishagsmuna. Þá verður þjóðaröryggisráði gerð grein fyrir málinu,“ segir ennfremur.
Utanríkismál Bandaríkin Danmörk Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira