Einfaldlega slys og enginn að fikta með gas Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. mars 2020 10:55 Aron Kristján fékk spýtu úr kojunni fyrir ofan sig á milli augnanna. Hann er þakklátur fyrir að spýtan fór ekki í annað augað. „Þetta er það furðulegasta og óþægilegasta sem ég hef upplifað,“ segir Aron Kristján Sigurjónsson 26 ára Hafnfirðingur. Óhætt er að segja að Aron Kristján, Sóley kærasta hans og fjórir vinir hafi sloppið með skrekkinn þegar þau vöknuðu við sprengingu í sumarbústað nærri Blönduósi á laugardagsmorgun. Hann segir sexmenningana afar þakkláta öllum viðbragðsaðilum og finnst rétt að taka fram, til að hafa smá hemil á netverjum í grínham, að þau hafi ekki verið að sniffa gas. Vöknuðu á slaginu 11:03 Aron lýsir því í samtali við Vísi að um ósköp venjulega sumarbústaðaferð hafi verið að ræða. Þau hafi mætt á svæðið laust fyrir miðnætti á föstudag, mokað sér leið inn í húsið í gegnum snjóinn og komið sér fyrir. Allt fór á hliðina í svefnrýminu. Vatnslaust var í húsinu, að líkindum vegna frosinna lagna, en rafmagnið virkaði. „Við settumst við stofuborðið, spiluðum spil, drukkum bjór og hlógum. Sem var einmitt ástæða ferðarinnar, að þétta hópinn og hafa gaman.“ Þau hafi setið fram á nótt í góðum gír og svo farið að sofa. Öll vöknuðu svo á slaginu þrjár mínútur yfir ellefu en ekki útaf samstilltum vekjaraklukkum. Spýta í andlitið „Við vöknum við sprengingu sem olli því að sumarbústaðurinn fór vægast sagt í tætlur,“ segir Aron Kristján. Myndirnar tala sínu máli en tæknideild lögreglu hefur tjáð Aroni Kristjáni að um gassprengingu hafi verið að ræða. „Ég vakna ekki við lætin heldur að þung spýta springur í andlitið á mér, eflaust frá kojunni sem var fyrir ofan tvíbreiða rúmið þar sem við Sóley sváfum. Þá þegar er mig hálfpartinn enn að dreyma og af einhverjum ástæðum var ég viss um að það væri trukkur að keyra inn í bústaðinn. Flótlega tek ég eftir að úr enninu mínu spýtist mikið blóð. Ég næ að nota sængina mína til að reyna að stöðva blæðinguna. Við Sóley hrópuðum handahófskennd orð af hræðslu og ótta til að tryggja fyrir hvoru öðru að við værum enn með meðvitund. Á sama tíma hrynja yfir okkur spýtur bæði úr veggjum og lofti og festumst við þar undir.“ Spýtur brotnuðu og dreifðust víða um sumarbústaðinn. Þetta hafi gerst á örfáum sekúndum en tíminn liðið afar hægt. „Sprengingin átti sér stað í skúrnum hliðina á herberginu sem við gistum í og því voru veggir á hlið og herbergið í raun alveg á hvolfi.“ Þakklátur fyrir hvernig vinirnir stóðu saman „Viðbragðsaðilar voru komnir áður en við náðum að skella á og fóru með okkur á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ég er með stórt gat og stóran skurð á enninu. Neðri framtönn brotin. Tognaður víða um líkamann og marinn sömuleiðis. Ég er þakklátur fyrir það hvernig við vinirnir unnum saman og hjálpuðum hvoru öðru,“ segir Aron Kristján. Hann segir í færslu á Facebook þakklátur viðbragðsaðilum og öllu því starfsfólki sem kom að málinu. „Þið náðuð að róa okkur með svo faglegum vinnubrögðum við erfiðar aðstæður. Síðan þykir okkur gott að tala opinskátt um þetta því áfallið mun verða erfiðasta sárið til að gróa og það hjálpar að útskýra hvað gerðist,“ segir Aron Kristján. Þau munu fá áfallahjálp frá Rauða krossinum í dag. Voru ekki að sniffa gas Þá bendir hann fólki á að aðgátina góðu. „Þó við skiljum að fólk grínist með þetta. Við vorum ekki að „gasa“ eða hvað sem það kallast og við komum ekki nálægt neinu grilli eða gasi. Þetta var slys og ekkert okkar gerði neitt til að valda því. Það erfiðasta við þetta allt saman er að það er ómögulegt að tengja þetta við raunveruleikann og ná hugarró. Gassprengingar eru okkur enn fjarstæðukenndar þrátt fyrir að við urðum fyrir slíkri.“ Bústaðurinn er afar mikið skemmdur eftir sprenginguna. Hann telji þau vinina hafa sloppið merkilega vel. Einn fór líklega úr og í axlarlið í hamaganginum, kærasta hans er með rispur út um allan líkama og tognuð og marin. Þá er hann sjálfur ekki höfuðkúpubrotinn þótt sést hafi í hana útaf gati sem hann fékk í hausinn. Aron er þakklátur fyrir að spýtan sem small á milli augna hans fór í hvorugt augað. Þá segist hann sömuleiðis þakklátur fyrir að gaskúturinn, sem líklega sé af grilli í bústaðnum, hafi sprungið en ekki lekið inn í rýmið þar sem allir voru sofandi. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Sjúkraflutningar Slökkvilið Húnavatnshreppur Tengdar fréttir Ungt fólk flutt á slysadeild eftir sprengingu í sumarbústað Sex ungmenni voru flutt á slysadeild eftir að sprenging var í sumarbústað í Langadal í morgun. 14. mars 2020 13:34 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
„Þetta er það furðulegasta og óþægilegasta sem ég hef upplifað,“ segir Aron Kristján Sigurjónsson 26 ára Hafnfirðingur. Óhætt er að segja að Aron Kristján, Sóley kærasta hans og fjórir vinir hafi sloppið með skrekkinn þegar þau vöknuðu við sprengingu í sumarbústað nærri Blönduósi á laugardagsmorgun. Hann segir sexmenningana afar þakkláta öllum viðbragðsaðilum og finnst rétt að taka fram, til að hafa smá hemil á netverjum í grínham, að þau hafi ekki verið að sniffa gas. Vöknuðu á slaginu 11:03 Aron lýsir því í samtali við Vísi að um ósköp venjulega sumarbústaðaferð hafi verið að ræða. Þau hafi mætt á svæðið laust fyrir miðnætti á föstudag, mokað sér leið inn í húsið í gegnum snjóinn og komið sér fyrir. Allt fór á hliðina í svefnrýminu. Vatnslaust var í húsinu, að líkindum vegna frosinna lagna, en rafmagnið virkaði. „Við settumst við stofuborðið, spiluðum spil, drukkum bjór og hlógum. Sem var einmitt ástæða ferðarinnar, að þétta hópinn og hafa gaman.“ Þau hafi setið fram á nótt í góðum gír og svo farið að sofa. Öll vöknuðu svo á slaginu þrjár mínútur yfir ellefu en ekki útaf samstilltum vekjaraklukkum. Spýta í andlitið „Við vöknum við sprengingu sem olli því að sumarbústaðurinn fór vægast sagt í tætlur,“ segir Aron Kristján. Myndirnar tala sínu máli en tæknideild lögreglu hefur tjáð Aroni Kristjáni að um gassprengingu hafi verið að ræða. „Ég vakna ekki við lætin heldur að þung spýta springur í andlitið á mér, eflaust frá kojunni sem var fyrir ofan tvíbreiða rúmið þar sem við Sóley sváfum. Þá þegar er mig hálfpartinn enn að dreyma og af einhverjum ástæðum var ég viss um að það væri trukkur að keyra inn í bústaðinn. Flótlega tek ég eftir að úr enninu mínu spýtist mikið blóð. Ég næ að nota sængina mína til að reyna að stöðva blæðinguna. Við Sóley hrópuðum handahófskennd orð af hræðslu og ótta til að tryggja fyrir hvoru öðru að við værum enn með meðvitund. Á sama tíma hrynja yfir okkur spýtur bæði úr veggjum og lofti og festumst við þar undir.“ Spýtur brotnuðu og dreifðust víða um sumarbústaðinn. Þetta hafi gerst á örfáum sekúndum en tíminn liðið afar hægt. „Sprengingin átti sér stað í skúrnum hliðina á herberginu sem við gistum í og því voru veggir á hlið og herbergið í raun alveg á hvolfi.“ Þakklátur fyrir hvernig vinirnir stóðu saman „Viðbragðsaðilar voru komnir áður en við náðum að skella á og fóru með okkur á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ég er með stórt gat og stóran skurð á enninu. Neðri framtönn brotin. Tognaður víða um líkamann og marinn sömuleiðis. Ég er þakklátur fyrir það hvernig við vinirnir unnum saman og hjálpuðum hvoru öðru,“ segir Aron Kristján. Hann segir í færslu á Facebook þakklátur viðbragðsaðilum og öllu því starfsfólki sem kom að málinu. „Þið náðuð að róa okkur með svo faglegum vinnubrögðum við erfiðar aðstæður. Síðan þykir okkur gott að tala opinskátt um þetta því áfallið mun verða erfiðasta sárið til að gróa og það hjálpar að útskýra hvað gerðist,“ segir Aron Kristján. Þau munu fá áfallahjálp frá Rauða krossinum í dag. Voru ekki að sniffa gas Þá bendir hann fólki á að aðgátina góðu. „Þó við skiljum að fólk grínist með þetta. Við vorum ekki að „gasa“ eða hvað sem það kallast og við komum ekki nálægt neinu grilli eða gasi. Þetta var slys og ekkert okkar gerði neitt til að valda því. Það erfiðasta við þetta allt saman er að það er ómögulegt að tengja þetta við raunveruleikann og ná hugarró. Gassprengingar eru okkur enn fjarstæðukenndar þrátt fyrir að við urðum fyrir slíkri.“ Bústaðurinn er afar mikið skemmdur eftir sprenginguna. Hann telji þau vinina hafa sloppið merkilega vel. Einn fór líklega úr og í axlarlið í hamaganginum, kærasta hans er með rispur út um allan líkama og tognuð og marin. Þá er hann sjálfur ekki höfuðkúpubrotinn þótt sést hafi í hana útaf gati sem hann fékk í hausinn. Aron er þakklátur fyrir að spýtan sem small á milli augna hans fór í hvorugt augað. Þá segist hann sömuleiðis þakklátur fyrir að gaskúturinn, sem líklega sé af grilli í bústaðnum, hafi sprungið en ekki lekið inn í rýmið þar sem allir voru sofandi. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.
Sjúkraflutningar Slökkvilið Húnavatnshreppur Tengdar fréttir Ungt fólk flutt á slysadeild eftir sprengingu í sumarbústað Sex ungmenni voru flutt á slysadeild eftir að sprenging var í sumarbústað í Langadal í morgun. 14. mars 2020 13:34 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Ungt fólk flutt á slysadeild eftir sprengingu í sumarbústað Sex ungmenni voru flutt á slysadeild eftir að sprenging var í sumarbústað í Langadal í morgun. 14. mars 2020 13:34