Nýsmituð tengjast vinahópum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 14:20 Alma Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Þau sem hafa verið að greinast með kórónuveiruna síðustu daga tengjast vinahópum, að sögn landlæknis. Vísbendingar eru um að faraldurinn sé á uppleið. Vel má vera að þegar búið er að bólusetja mestu áhættuhópa verði hægt að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Sjö greindust innanlands með kórónuveiruna í gær, fimm voru í sóttkví. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að vísbendingar væru um að faraldurinn sé í vexti. Allir verði að halda áfram að passa upp á persónulegar sóttvarnir og halda sig sem mest heima. „Þeir sem eru að greinast tengjast vinahópum og það hefur gengið vel að rekja flest smit. Það er spurning hvort faraldurinn er á uppleið og rétt að minna á að það þarf lítið til að afturkippur komi í faraldurinn en tölur næstu daga munu taka af vafa um það,“ sagði Alma. Hún benti á að hlutfall jákvæðra sýna hefði verið 0,4 prósent fyrir nokkrum dögum en verið 0,9 prósent í gær. Innt eftir því hvort raunhæft væri að halda íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum áfram næstu mánuði, í ljósi þess að talsvert er enn í land varðandi bólusetningu, sagði Alma að enn væri mikil óvissa í þeim efnum. „En auðvitað verður reynt að létta hömlum í takti við framþróun bólusetninga. Og það er ekki tímabært að segja það á þessari stundu en það má vel vera að þegar búið er að bólusetja þá sem eru í stærstu áhættuhópunum, aldraða og þá sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma, að þá verði eitthvað hægt að slaka á. En nákvæmlega í hvernig skrefum eða tímasetningu þess er ekki tímabært að ræða en það hefur auðvitað verið leiðarljós allan faraldurinn að hafa ekki meira íþyngjandi aðgerðir en þörf er á,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32 Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32 Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Sjö greindust innanlands með kórónuveiruna í gær, fimm voru í sóttkví. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að vísbendingar væru um að faraldurinn sé í vexti. Allir verði að halda áfram að passa upp á persónulegar sóttvarnir og halda sig sem mest heima. „Þeir sem eru að greinast tengjast vinahópum og það hefur gengið vel að rekja flest smit. Það er spurning hvort faraldurinn er á uppleið og rétt að minna á að það þarf lítið til að afturkippur komi í faraldurinn en tölur næstu daga munu taka af vafa um það,“ sagði Alma. Hún benti á að hlutfall jákvæðra sýna hefði verið 0,4 prósent fyrir nokkrum dögum en verið 0,9 prósent í gær. Innt eftir því hvort raunhæft væri að halda íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum áfram næstu mánuði, í ljósi þess að talsvert er enn í land varðandi bólusetningu, sagði Alma að enn væri mikil óvissa í þeim efnum. „En auðvitað verður reynt að létta hömlum í takti við framþróun bólusetninga. Og það er ekki tímabært að segja það á þessari stundu en það má vel vera að þegar búið er að bólusetja þá sem eru í stærstu áhættuhópunum, aldraða og þá sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma, að þá verði eitthvað hægt að slaka á. En nákvæmlega í hvernig skrefum eða tímasetningu þess er ekki tímabært að ræða en það hefur auðvitað verið leiðarljós allan faraldurinn að hafa ekki meira íþyngjandi aðgerðir en þörf er á,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32 Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32 Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
„Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni. 21. desember 2020 13:32
Telja hagsmunum Íslands betur borgið með 445 milljónunum í ESB Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. desember 2020 10:53