Máli Guðmundar Spartakusar vísað frá MDE Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2020 07:27 Guðmundur Spartakus í Landsrétti þegar mál hans gegn Atla Má Gylfasyni, blaðamanni, var tekið fyrir. Vísir/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn íslenska ríkinu og hafnað að taka málið til efnislegrar meðferðar. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins en Guðmundur Spartakus kærði íslenska ríkið til MDE í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni, fjölmiðlamanni og þáverandi dagskrárstjóra Hringbrautar. Krafði Guðmundur Sigmund um tvær milljónir króna í bætur vegna meintra meiðyrða í umfjöllun Hringbrautar árið 2016. Í umfjölluninni sagði meðal annars að Guðmundur væri valdamikill fíkniefnasali í Suður-Ameríku og að hann væri höfuðpaur eiturlyfjahrings. Byggði umfjöllun Hringbrautar á fréttaflutningi RÚV um sama mál. Var byggt á því í dómi Hæstaréttar að Hringbraut hefði ekki haft neina ástæðu til að efast um að RÚV og annar fréttamiðill í Paragvæ hefðu gætt réttra viðmiða varðandi vandaða fréttamennsku við gerð frétta sinna. Engin efni væru því til þess að verða við kröfum Guðmundar Spartakusar. Kæra Guðmundar Spartakusar til MDE byggði á því að brotið hefði verið á rétti hans til friðhelgi einkalífs. Í ákvörðun MDE er vísað til þess að allar fullyrðingar sem komu fram í umfjöllun Hringbrautar hafi byggt á staðreyndum, fyrir utan eina þeirra sem teldist gildisdómur. Þá hefði verið vísað til heimilda á fullnægjandi hátt. Gildisdómur um að Guðmundur Spartakus væri sagður hættulegur hefði einnig verið studdur nægilegum heimildum að mati MDE til að teljast innan eðlilegra marka. Guðmundur Spartakus gerði sátt við RÚV vegna fyrrnefndra frétta miðilsins um hann og greiddi RÚV honum 2,5 milljónir króna vegna málsins. Dómsmál Fjölmiðlar Mannréttindadómstóll Evrópu Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins en Guðmundur Spartakus kærði íslenska ríkið til MDE í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni, fjölmiðlamanni og þáverandi dagskrárstjóra Hringbrautar. Krafði Guðmundur Sigmund um tvær milljónir króna í bætur vegna meintra meiðyrða í umfjöllun Hringbrautar árið 2016. Í umfjölluninni sagði meðal annars að Guðmundur væri valdamikill fíkniefnasali í Suður-Ameríku og að hann væri höfuðpaur eiturlyfjahrings. Byggði umfjöllun Hringbrautar á fréttaflutningi RÚV um sama mál. Var byggt á því í dómi Hæstaréttar að Hringbraut hefði ekki haft neina ástæðu til að efast um að RÚV og annar fréttamiðill í Paragvæ hefðu gætt réttra viðmiða varðandi vandaða fréttamennsku við gerð frétta sinna. Engin efni væru því til þess að verða við kröfum Guðmundar Spartakusar. Kæra Guðmundar Spartakusar til MDE byggði á því að brotið hefði verið á rétti hans til friðhelgi einkalífs. Í ákvörðun MDE er vísað til þess að allar fullyrðingar sem komu fram í umfjöllun Hringbrautar hafi byggt á staðreyndum, fyrir utan eina þeirra sem teldist gildisdómur. Þá hefði verið vísað til heimilda á fullnægjandi hátt. Gildisdómur um að Guðmundur Spartakus væri sagður hættulegur hefði einnig verið studdur nægilegum heimildum að mati MDE til að teljast innan eðlilegra marka. Guðmundur Spartakus gerði sátt við RÚV vegna fyrrnefndra frétta miðilsins um hann og greiddi RÚV honum 2,5 milljónir króna vegna málsins.
Dómsmál Fjölmiðlar Mannréttindadómstóll Evrópu Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira