Gefa einstæðum mæðrum og heimilislausum gjafabréf í tuga tali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2020 11:53 Frá afhendingu gjafabréfa sem mörg hver fara til þeirra sem minna mega sín. Læknar af lyflækningasviði Landspítalans gáfu áttatíu gjafabréf sín í skóbúð til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Fleiri deildar söfnuðu gjafabréfum, sem eru jólagjöf til starfsmanna, saman og gáfu til góðgerðarmála, svo sem Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Starfsfólk á bráðamóttöku í Fossvogi og sérnámslæknar í geðlækningum gáfu sín gjafabréf til heimilislausra í Reykjavík. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf Landspítalans til starfsmanna sinna í Skechers-búðinni. Þar kosta öll skópör meira en sjö þúsund krónur og fyrir vikið vakti jólagjöfin nokkra athygli. Sumir starfsmenn Landspítalans gagnrýndu jólagjöfina og fljótlega heyrðust raddir að starfsmenn ætluðu að gefa gjafir sínar áfram til þeirra sem minna mega sín. Ragnar Freyr Ingvarsson, sem hefur starfað á Covid-deild Landspítalans, greindi frá því að læknar af lyflækningasviði, ásamt mörgum fleirum, hefðu safnað jólagjöfunum saman og fært Mæðrastyrksnefnd. Inneignarnóturnar hefðu verið samanlagt áttatíu. Læknar af lyflækningasviði, ásamt mörgum fleirum, söfnuðu jólagjöfum LSH saman og færðu mæðrastyrksnefnd. Samtals fóru...Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Tuesday, December 22, 2020 Þá munu læknar á gjörgæslu hafa fært Hjálparstofnun Kirkjunnar gjafabréfin með það fyrir augum að þau yrðu gefin áfram, tvö saman, svo fólk gæti keypt sér skópar fyrir peninginn án þess að greiða með gjafabréfinu. Í gær færði svo hópur starfsfólks bráðamóttöku í Fossvogi og hópur sérnámslækna í geðlækningum á Landspítala Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar sín gjafabréf. Fyrr í dag kom hópur starfsfólks bráðamóttöku í Fossvogi og hópur sérnámslækna í geðlækningum á Landspítala færandi...Posted by Velferðarsvið Reykjavíkurborgar on Tuesday, December 22, 2020 „VoR-teymið sinnir aðstoð við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Teymið mun í framhaldinu dreifa gjöfunum til gesta í neyðarskýlum og til íbúa sem búa í Húsnæði fyrst íbúðum.“ Starfsmenn Landspítala eru um sex þúsund. Jól Landspítalinn Hjálparstarf Tengdar fréttir Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna. 14. desember 2020 09:02 Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40 Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Starfsfólk á bráðamóttöku í Fossvogi og sérnámslæknar í geðlækningum gáfu sín gjafabréf til heimilislausra í Reykjavík. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf Landspítalans til starfsmanna sinna í Skechers-búðinni. Þar kosta öll skópör meira en sjö þúsund krónur og fyrir vikið vakti jólagjöfin nokkra athygli. Sumir starfsmenn Landspítalans gagnrýndu jólagjöfina og fljótlega heyrðust raddir að starfsmenn ætluðu að gefa gjafir sínar áfram til þeirra sem minna mega sín. Ragnar Freyr Ingvarsson, sem hefur starfað á Covid-deild Landspítalans, greindi frá því að læknar af lyflækningasviði, ásamt mörgum fleirum, hefðu safnað jólagjöfunum saman og fært Mæðrastyrksnefnd. Inneignarnóturnar hefðu verið samanlagt áttatíu. Læknar af lyflækningasviði, ásamt mörgum fleirum, söfnuðu jólagjöfum LSH saman og færðu mæðrastyrksnefnd. Samtals fóru...Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Tuesday, December 22, 2020 Þá munu læknar á gjörgæslu hafa fært Hjálparstofnun Kirkjunnar gjafabréfin með það fyrir augum að þau yrðu gefin áfram, tvö saman, svo fólk gæti keypt sér skópar fyrir peninginn án þess að greiða með gjafabréfinu. Í gær færði svo hópur starfsfólks bráðamóttöku í Fossvogi og hópur sérnámslækna í geðlækningum á Landspítala Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar sín gjafabréf. Fyrr í dag kom hópur starfsfólks bráðamóttöku í Fossvogi og hópur sérnámslækna í geðlækningum á Landspítala færandi...Posted by Velferðarsvið Reykjavíkurborgar on Tuesday, December 22, 2020 „VoR-teymið sinnir aðstoð við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Teymið mun í framhaldinu dreifa gjöfunum til gesta í neyðarskýlum og til íbúa sem búa í Húsnæði fyrst íbúðum.“ Starfsmenn Landspítala eru um sex þúsund.
Jól Landspítalinn Hjálparstarf Tengdar fréttir Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna. 14. desember 2020 09:02 Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40 Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna. 14. desember 2020 09:02
Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40
Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00