Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. desember 2020 11:37 Þórólfur telur ekki rétt að umleitanir við bóluefnaframleiðandann Pfizer hafi verið hugmynd Kára. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. „Ég sendi Pfizer skeyti 15. desember þar sem að ég viðraði þá hugmynd að Ísland yrði rannsóknarsetur fyrir fasa fjögur rannsókn. Þar sem við myndum bólusetja nánast alla þjóðina og afla nauðsynlegra upplýsinga,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Hér væru innviðir mjög sterkir og góðir og við gætum í raun og veru aflað allra þeirra upplýsinga sem hægt væri. Þeir hafa tekið þetta til skoðunar,“ segir hann. Hann telur ekki rétt að þetta hafi verið hugmynd Kára. Kári sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hafi átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. „Þannig að það er ekki rétt sem kemur fram í viðtölum við Kára að þetta sé hugmynd forstjóra fyrirtækisins. Ég held að það verði að skrifast á mig,“ segir Þórólfur. Hugmyndin er enn til skoðunar hjá Pfizer. Þórólfur segir hins vegar að Kári hafi verið duglegur við að beita sínum áhrifum við að fá bóluefni til landsins. „Kári hefur hins vegar verið mjög duglegur við að beita sínum áhrifum við að fá bóluefni hingað til lands. En ég held að það sé rétt að halda þessum staðreyndum til haga,“ segir Þórólfur. „Ég er ekki viss að þetta eigi allt heima í fjölmiðlum“ Hann segir að eins og staðan er núna séu engar umræður um slíkt rannsóknarsetur í gangi við aðra bóluefnaframleiðendur. „Nei, ekki eins og staðan er núna varðandi þetta. en það gæti alveg komið til greina þegar önnur bóluefni eru búin að fá markaðsleyfi,“ segir Þórólfur. Tíu þúsund skammtar koma hingað til lands 28. desember næstkomandi en fram til marsmánaðar munu berast alls fimmtíu þúsund bóluefnaskammtar hingað til lands. Finnst þér óþægilegt að hann sé að grípa svona inn í? „Nei alls ekki. Hann er náttúrulega mjög fylginn sér og duglegur en ég hefði kosið að þetta væri ekki svona í fjölmiðlunum. Ég held það væri fínt að þetta kæmi fram þegar við erum með eitthvað í hendi varðandi þessar umleitanir,“ segir Þórólfur. „Ég er ekki viss að þetta eigi allt heima í fjölmiðlum fyrr en maður getur sagt frá einhverju sem er handfast. Þess vegna hef ég ekki verið að koma með mína aðkomu og mitt bréf til Pfizer fram í fjölmiðlum en ég sé mig tilneyddan til að gera það núna í ljósi þessara frétta sem eru í gangi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44 Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14 Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ég sendi Pfizer skeyti 15. desember þar sem að ég viðraði þá hugmynd að Ísland yrði rannsóknarsetur fyrir fasa fjögur rannsókn. Þar sem við myndum bólusetja nánast alla þjóðina og afla nauðsynlegra upplýsinga,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Hér væru innviðir mjög sterkir og góðir og við gætum í raun og veru aflað allra þeirra upplýsinga sem hægt væri. Þeir hafa tekið þetta til skoðunar,“ segir hann. Hann telur ekki rétt að þetta hafi verið hugmynd Kára. Kári sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hafi átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. „Þannig að það er ekki rétt sem kemur fram í viðtölum við Kára að þetta sé hugmynd forstjóra fyrirtækisins. Ég held að það verði að skrifast á mig,“ segir Þórólfur. Hugmyndin er enn til skoðunar hjá Pfizer. Þórólfur segir hins vegar að Kári hafi verið duglegur við að beita sínum áhrifum við að fá bóluefni til landsins. „Kári hefur hins vegar verið mjög duglegur við að beita sínum áhrifum við að fá bóluefni hingað til lands. En ég held að það sé rétt að halda þessum staðreyndum til haga,“ segir Þórólfur. „Ég er ekki viss að þetta eigi allt heima í fjölmiðlum“ Hann segir að eins og staðan er núna séu engar umræður um slíkt rannsóknarsetur í gangi við aðra bóluefnaframleiðendur. „Nei, ekki eins og staðan er núna varðandi þetta. en það gæti alveg komið til greina þegar önnur bóluefni eru búin að fá markaðsleyfi,“ segir Þórólfur. Tíu þúsund skammtar koma hingað til lands 28. desember næstkomandi en fram til marsmánaðar munu berast alls fimmtíu þúsund bóluefnaskammtar hingað til lands. Finnst þér óþægilegt að hann sé að grípa svona inn í? „Nei alls ekki. Hann er náttúrulega mjög fylginn sér og duglegur en ég hefði kosið að þetta væri ekki svona í fjölmiðlunum. Ég held það væri fínt að þetta kæmi fram þegar við erum með eitthvað í hendi varðandi þessar umleitanir,“ segir Þórólfur. „Ég er ekki viss að þetta eigi allt heima í fjölmiðlum fyrr en maður getur sagt frá einhverju sem er handfast. Þess vegna hef ég ekki verið að koma með mína aðkomu og mitt bréf til Pfizer fram í fjölmiðlum en ég sé mig tilneyddan til að gera það núna í ljósi þessara frétta sem eru í gangi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44 Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14 Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44
Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14
Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59