Kórónuveiruvaktin: Samkomubann og ferðabann bíta Ritstjórn skrifar 18. mars 2020 07:30 Verslunar- og veitingamenn eru strax farnir að finna fyrir samdrætti vegna samkomubannsins og ekki síður ferðabannsins. Það var til dæmis tómlegt um að litast í Kringlunni fyrr í vikunni. Vísir/vilhelm Í dag er þriðji dagur samkomubannsins sem tilkynnt var um síðastliðinn föstudag en banninu, sem varir í fjórar vikur, er ætlað að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Bannið er nú þegar farið að hafa mikil áhrif, ekki aðeins á skólastarf í landinu þar sem þjónusta skóla á öllum skólastigum er mikið skert, heldur einnig á verslun og þjónustu. Kaupmenn finna þannig fyrir því að færri koma í búðirnar og veitingamenn finna einnig fyrir samdrætti. Þá er það ekki aðeins samkomubannið sem hefur áhrif heldur einnig ferðabann sem nú er í gildi bæði í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins. Bannið þýðir að ferðamönnum hér á landi fer hratt fækkandi en ferðaþjónustan er stærsta útflutningsgrein landsins. Þannig var til dæmis greint frá því í morgun að fimm af sjö hótelum hótelkeðjunnar Center-hótel verði lokað. Smitum vegna kórónuveirunnar fer síðan áfram fjölgandi. Aldrei hafa fleiri greinst með veiruna heldur en í gær eða alls 43. 247 staðfest smit eru hér á landi og tæplega 2.300 manns eru í sóttkví. Vísir mun auðvitað flytja nýjustu fréttir af útbreiðslu veirunnar og áhrifunum sem hún hefur á íslenskt samfélag og úti í heimi. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni fyrir neðan.
Í dag er þriðji dagur samkomubannsins sem tilkynnt var um síðastliðinn föstudag en banninu, sem varir í fjórar vikur, er ætlað að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Bannið er nú þegar farið að hafa mikil áhrif, ekki aðeins á skólastarf í landinu þar sem þjónusta skóla á öllum skólastigum er mikið skert, heldur einnig á verslun og þjónustu. Kaupmenn finna þannig fyrir því að færri koma í búðirnar og veitingamenn finna einnig fyrir samdrætti. Þá er það ekki aðeins samkomubannið sem hefur áhrif heldur einnig ferðabann sem nú er í gildi bæði í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins. Bannið þýðir að ferðamönnum hér á landi fer hratt fækkandi en ferðaþjónustan er stærsta útflutningsgrein landsins. Þannig var til dæmis greint frá því í morgun að fimm af sjö hótelum hótelkeðjunnar Center-hótel verði lokað. Smitum vegna kórónuveirunnar fer síðan áfram fjölgandi. Aldrei hafa fleiri greinst með veiruna heldur en í gær eða alls 43. 247 staðfest smit eru hér á landi og tæplega 2.300 manns eru í sóttkví. Vísir mun auðvitað flytja nýjustu fréttir af útbreiðslu veirunnar og áhrifunum sem hún hefur á íslenskt samfélag og úti í heimi. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira