Er tími fjarvinnu runninn upp? Kristín I. Hálfdánardóttir skrifar 18. apríl 2020 14:00 Undanfarnar vikur hafa landsmenn uppgötvað ýmislegt merkilegt. Nú vita allir hvað Teams og Zoom er og flestir hafa lofsamað tímasparnaðinn sem fólginn er í því að þurfa hvorki að ferðast á né af fundum. Þar að auki lýkur fundum mun fyrr – við segjum það sem segja þarf og höldum svo áfram að vinna. Margir stjórnendur hafa tekið eftir því að fjarfundir gera fólki erfiðara að grípa fram í án þess að það sé augljóst. Þar af leiðandi eru fundirnir skilvirkari og stjórnendur fá meira út úr starfsmönnum sínum. Margir hafa nefnilega tekið eftir því að innhverfir starfsmenn blómstra á fjarfundum og tala öruggari heiman frá sér. Getur einmitt verið að tækifærið í Covid-krísunni sé að við gerum alvöru úr því að fjölga stöðugildum í fjarvinnu? Nú vitum við að þetta er hægt og við vitum líka að við getum náð frábærum árangri með því að vinna fjarri höfuðstöðvum (sérstaklega ef við erum ekki með börnin okkar á handleggnum og heimaskóla í gangi). Hugtakið fjarvinna kom fram á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum og hefur þróast og breyst í takt við tækniframfarir síðustu fjóra áratugi. Hugmyndin virðist ekki hafa fest rætur á Íslandi fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar og nú er lag að hrinda henni í framkvæmd. Undirrituð skrifaði síðasta vor lokaritgerð í viðskiptafræði um fjarvinnu á Íslandi. Litið var á fræðilega umræðu, fyrirliggjandi skýrslur, rannsóknir og umræðu í fjölmiðlum. Á sama tíma leitaðist höfundur við að svara spurningum um þróun hugtaksins og stöðu þess hér á Íslandi. Niðurstöðurnar voru skýrar. Í fyrsta lagi getur fjarvinna verið gagnleg leið fyrir stjórnendur til að gefa starfsmönnum betra jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Í öðru lagi geta fjarvinnustörf stuðlað að jákvæðri byggðaþróun og gefið háskólamenntuðu fólki möguleika á að gegna draumastarfinu sínu hvar á landinu sem það kýs að búa. Í þriðja lagi gefur fjarvinna fyrirtækjum tækifæri til að ráða það sérhæfða starfsfólk sem það vantar óháð búsetu. Síðast en ekki síst vilja öll fyrirtæki spara húsnæðiskostnað. Þannig hagnast allir á því að fjarvinna sé í boði í fyrirtækjum hvort sem um ræðir höfuðborgarsvæðið eða á landsbyggðinni. Ritgerðin leiddi í ljós ákveðna stöðnun bæði í umræðu og framkvæmd þessara mála hér á Íslandi. Hugmyndin hefur ekki að verulegu marki drifið frá kenningum og kosningaloforðum yfir í framkvæmd. Vitaskuld vinna fjölmargir landsmenn heima á hverjum degi án þess að það sé mælt. Stjórnvöld vilja stuðla að jákvæðri byggðaþróun og hafa oftar en einu sinni haft fjarvinnustörf sem verkefnismarkmið í byggðaáætlunum. Þrátt fyrir það vantar eftirfylgni og sérstaklega framkvæmd. Margt bendir því til þess að fjarvinna sé munaðarlaust fyrirbæri hér á landi en nú er tækifæri til aðgerða. Hversu mörg störf á landsbyggðinni verður hægt að búa til eftir heimsfaraldurinn, nú þegar við vitum að þetta er hægt? Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Byggðamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa landsmenn uppgötvað ýmislegt merkilegt. Nú vita allir hvað Teams og Zoom er og flestir hafa lofsamað tímasparnaðinn sem fólginn er í því að þurfa hvorki að ferðast á né af fundum. Þar að auki lýkur fundum mun fyrr – við segjum það sem segja þarf og höldum svo áfram að vinna. Margir stjórnendur hafa tekið eftir því að fjarfundir gera fólki erfiðara að grípa fram í án þess að það sé augljóst. Þar af leiðandi eru fundirnir skilvirkari og stjórnendur fá meira út úr starfsmönnum sínum. Margir hafa nefnilega tekið eftir því að innhverfir starfsmenn blómstra á fjarfundum og tala öruggari heiman frá sér. Getur einmitt verið að tækifærið í Covid-krísunni sé að við gerum alvöru úr því að fjölga stöðugildum í fjarvinnu? Nú vitum við að þetta er hægt og við vitum líka að við getum náð frábærum árangri með því að vinna fjarri höfuðstöðvum (sérstaklega ef við erum ekki með börnin okkar á handleggnum og heimaskóla í gangi). Hugtakið fjarvinna kom fram á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum og hefur þróast og breyst í takt við tækniframfarir síðustu fjóra áratugi. Hugmyndin virðist ekki hafa fest rætur á Íslandi fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar og nú er lag að hrinda henni í framkvæmd. Undirrituð skrifaði síðasta vor lokaritgerð í viðskiptafræði um fjarvinnu á Íslandi. Litið var á fræðilega umræðu, fyrirliggjandi skýrslur, rannsóknir og umræðu í fjölmiðlum. Á sama tíma leitaðist höfundur við að svara spurningum um þróun hugtaksins og stöðu þess hér á Íslandi. Niðurstöðurnar voru skýrar. Í fyrsta lagi getur fjarvinna verið gagnleg leið fyrir stjórnendur til að gefa starfsmönnum betra jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Í öðru lagi geta fjarvinnustörf stuðlað að jákvæðri byggðaþróun og gefið háskólamenntuðu fólki möguleika á að gegna draumastarfinu sínu hvar á landinu sem það kýs að búa. Í þriðja lagi gefur fjarvinna fyrirtækjum tækifæri til að ráða það sérhæfða starfsfólk sem það vantar óháð búsetu. Síðast en ekki síst vilja öll fyrirtæki spara húsnæðiskostnað. Þannig hagnast allir á því að fjarvinna sé í boði í fyrirtækjum hvort sem um ræðir höfuðborgarsvæðið eða á landsbyggðinni. Ritgerðin leiddi í ljós ákveðna stöðnun bæði í umræðu og framkvæmd þessara mála hér á Íslandi. Hugmyndin hefur ekki að verulegu marki drifið frá kenningum og kosningaloforðum yfir í framkvæmd. Vitaskuld vinna fjölmargir landsmenn heima á hverjum degi án þess að það sé mælt. Stjórnvöld vilja stuðla að jákvæðri byggðaþróun og hafa oftar en einu sinni haft fjarvinnustörf sem verkefnismarkmið í byggðaáætlunum. Þrátt fyrir það vantar eftirfylgni og sérstaklega framkvæmd. Margt bendir því til þess að fjarvinna sé munaðarlaust fyrirbæri hér á landi en nú er tækifæri til aðgerða. Hversu mörg störf á landsbyggðinni verður hægt að búa til eftir heimsfaraldurinn, nú þegar við vitum að þetta er hægt? Höfundur er viðskiptafræðingur.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun