Jafnrétti ekki náð fyrr en vanhæfar konur ná sama frama og vanhæfir karlmenn Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2020 11:31 Björg Magnúsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. vísir/vilhelm Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Björg segir að það séu gerðar meiri og öðruvísi kröfur á konur í fjölmiðlum. „Það er enginn að fara segja mér það að það séu hundrað prósent jöfn tækifæri og jafn auðvelt fyrir konur að skara fram úr eins og það er fyrir karlana,“ segir Björg og heldur áfram. „Við fáum öðruvísi athugasemdir og oft er það eitthvað útlitstengt og hvað við séum með háar og skrækar pirrandi raddir. Ég er að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna Bandaríkjunum núna í nóvember og það meikar ekkert sens að það hafi enginn kona verið forseti, enginn kona verið varaforseti Bandaríkjanna.“ Björg bendir samt sem áður á að hér á Íslandi séum við nokkuð framarlega í þessum málefnum. „Þú sérð samt færri konur eldast í íslenskum fjölmiðlum eins og karlana. Maður sér oft fyrirkomulag í þáttum, sem ég hef alveg lent í, að það er ein ung og hress kona og svo eldri gáfaður maður sem er kannski á aðeins hærri launum. Ef þú gerir ekki neitt í þessu og pælir ekkert í þessu þá raða karlar sér bæði allsstaðar í framlínunni og eru miklu fleiri viðmælendur heldur en kvenviðmælendur. Ég hef ekki upplifað það að mér sé haldið niðri eða ekki hlustað á mig því ég er kona en ég er líka ógeðslega dugleg að láta í mér heyra og hef alveg lært það með árunum. Það er stundum sagt að fullu jafnrétti verður ekki náð fyrr en vanhæfar konur eru jafn mikið í framlínu og vanhæfir karlar. Við eigum ansi langt í land hvað það varðar.“ Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrir á úrslitakvöldi Eurovision, um skilnað sem hún gekk í gegnum á síðasta ári um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira. Einkalífið Jafnréttismál Tengdar fréttir Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32 Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sjá meira
Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Björg segir að það séu gerðar meiri og öðruvísi kröfur á konur í fjölmiðlum. „Það er enginn að fara segja mér það að það séu hundrað prósent jöfn tækifæri og jafn auðvelt fyrir konur að skara fram úr eins og það er fyrir karlana,“ segir Björg og heldur áfram. „Við fáum öðruvísi athugasemdir og oft er það eitthvað útlitstengt og hvað við séum með háar og skrækar pirrandi raddir. Ég er að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna Bandaríkjunum núna í nóvember og það meikar ekkert sens að það hafi enginn kona verið forseti, enginn kona verið varaforseti Bandaríkjanna.“ Björg bendir samt sem áður á að hér á Íslandi séum við nokkuð framarlega í þessum málefnum. „Þú sérð samt færri konur eldast í íslenskum fjölmiðlum eins og karlana. Maður sér oft fyrirkomulag í þáttum, sem ég hef alveg lent í, að það er ein ung og hress kona og svo eldri gáfaður maður sem er kannski á aðeins hærri launum. Ef þú gerir ekki neitt í þessu og pælir ekkert í þessu þá raða karlar sér bæði allsstaðar í framlínunni og eru miklu fleiri viðmælendur heldur en kvenviðmælendur. Ég hef ekki upplifað það að mér sé haldið niðri eða ekki hlustað á mig því ég er kona en ég er líka ógeðslega dugleg að láta í mér heyra og hef alveg lært það með árunum. Það er stundum sagt að fullu jafnrétti verður ekki náð fyrr en vanhæfar konur eru jafn mikið í framlínu og vanhæfir karlar. Við eigum ansi langt í land hvað það varðar.“ Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrir á úrslitakvöldi Eurovision, um skilnað sem hún gekk í gegnum á síðasta ári um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira.
Einkalífið Jafnréttismál Tengdar fréttir Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32 Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sjá meira
Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32
Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15