KR skuldar langmest af íþróttafélögunum í Reykjavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 11:00 KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta undanfarin sex ár. Skýrslan hefur áhyggjur af skuldsöfnuna körfuboltadeilda Reykjavíkurborgar. Vísir/Bára Skýrsla Reykjavíkurborgar um íþróttamál í Reykjavík sýnir að íþróttafélög innan höfuðborgarinnar skulda mikinn pening og hún hefur sérstakar áhyggjur af rekstri körfuboltadeildanna í borginni. Fréttablaðið segir í dag frá niðurstöðunum úr þessari skýrslu sem ber nafnið, Stefnumótun í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030, en hún dregur upp dökka mynd af skuldastöðu félaga innan borgarinnar. KR skuldar mest af íþróttafélögunum í Reykjavík en árið 2018 skuldaði félagið tvö hundruð milljónir. Skuldastaða félaga er mjög mismunandi en heildarskuldirnar hafa aukist um 7,2 milljarða króna á tímabilinu 2014-2018. Fylkismenn hafa verið duglegastir að greiða niður skuldir og Fjölnir rauf 100 milljón króna markið árið 2018. KR, Fjölnir og Fylkir skulda mest af félögunum en KR-ingar eru næstum því hundrað milljónum hærri skuldir en hin tvö. Í skýrslunni kemur einnig fram að heildarlaunakostnaður íþróttafélaganna í Reykjavík hefur vaxið gríðarlega síðan árið 2014, eða um helming. Valsmenn eru þar í algjörum sérflokki en Hlíðarendafélagið er komið yfir 350 milljón króna múrinn. Önnur félög komast varla með tærnar þar sem Valsmenn hafa hælana eins og segir í frétt Benedikts Bóas Hinrikssonar í Fréttablaðinu. Skýrslan sýnir að á flestum árum eru deildir með nokkuð jákvæða útkomu. Knattspyrnudeildir borgarinnar voru þannig með 117 milljón króna jákvæða niðurstöðu en áhyggjurnar snúa sérstaklega af rekstri körfuboltadeildanna. „Þá sést einnig að rekstur körfuboltadeilda hefur greinilega þyngst allra síðustu ár,“ segir orðrétt í skýrslunni. Körfuknattleiksdeildir borgarinnar skiluðu 12,4 milljónum í mínus en handboltinn græðir á tá og fingri. Árið 2016 var sú tala 51 milljón, ári eftir um 20 milljónir og árið 2018 skiluðu handboltadeildir borgarinnar 37 milljónum í hagnað. Það má lesa alla fréttina í Fréttablaðinu með því að smella hér. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Reykjavík KR Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Sjá meira
Skýrsla Reykjavíkurborgar um íþróttamál í Reykjavík sýnir að íþróttafélög innan höfuðborgarinnar skulda mikinn pening og hún hefur sérstakar áhyggjur af rekstri körfuboltadeildanna í borginni. Fréttablaðið segir í dag frá niðurstöðunum úr þessari skýrslu sem ber nafnið, Stefnumótun í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030, en hún dregur upp dökka mynd af skuldastöðu félaga innan borgarinnar. KR skuldar mest af íþróttafélögunum í Reykjavík en árið 2018 skuldaði félagið tvö hundruð milljónir. Skuldastaða félaga er mjög mismunandi en heildarskuldirnar hafa aukist um 7,2 milljarða króna á tímabilinu 2014-2018. Fylkismenn hafa verið duglegastir að greiða niður skuldir og Fjölnir rauf 100 milljón króna markið árið 2018. KR, Fjölnir og Fylkir skulda mest af félögunum en KR-ingar eru næstum því hundrað milljónum hærri skuldir en hin tvö. Í skýrslunni kemur einnig fram að heildarlaunakostnaður íþróttafélaganna í Reykjavík hefur vaxið gríðarlega síðan árið 2014, eða um helming. Valsmenn eru þar í algjörum sérflokki en Hlíðarendafélagið er komið yfir 350 milljón króna múrinn. Önnur félög komast varla með tærnar þar sem Valsmenn hafa hælana eins og segir í frétt Benedikts Bóas Hinrikssonar í Fréttablaðinu. Skýrslan sýnir að á flestum árum eru deildir með nokkuð jákvæða útkomu. Knattspyrnudeildir borgarinnar voru þannig með 117 milljón króna jákvæða niðurstöðu en áhyggjurnar snúa sérstaklega af rekstri körfuboltadeildanna. „Þá sést einnig að rekstur körfuboltadeilda hefur greinilega þyngst allra síðustu ár,“ segir orðrétt í skýrslunni. Körfuknattleiksdeildir borgarinnar skiluðu 12,4 milljónum í mínus en handboltinn græðir á tá og fingri. Árið 2016 var sú tala 51 milljón, ári eftir um 20 milljónir og árið 2018 skiluðu handboltadeildir borgarinnar 37 milljónum í hagnað. Það má lesa alla fréttina í Fréttablaðinu með því að smella hér.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Reykjavík KR Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Sjá meira