Gefum sem flestum tækifæri til að hjóla í sumar Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 27. mars 2020 07:00 Hjólasöfnun Barnaheilla hefst mánudaginn 30. mars og er þetta er í níunda sinn sem söfnunin fer fram. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í samfélaginu teljum við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi mikilvægt að hugsa fram á vorið og vonast til þess að sem flest börn og ungmenni muni hjóla um á eigin hjólum í sumar, heilbrigð og hamingjusöm. Markmiðið með hjólasöfnuninni er að gefa börnum og ungmennum sem búa við erfiðar félagslegar eða fjárhagslegar aðstæður kost á að eignast hjól og taka þar með þátt í samfélagi annarra barna því hjólamenning er töluvert ríkjandi hér á landi, meðal annars með hjólreiðaferðum í skólum og tómstundum. Með því að eiga hjól gefst börnum einnig tækifæri til að styrkja líkamlega færni sína, samhæfingar hreyfinga þroskast auk þess sem úthaldið eykst. Sjálfbærnin er einnig að leiðarljósi í hjólasöfnuninni því almenningur er hvattur til að gefa hjól í söfnunina sem ekki eru í notkun í stað þess að þeim sé fargað. Hjólreiðar fækka svo vonandi bílferðum og því um minni útblástur að ræða auk þess sem börnin eru í nánd við náttúruna. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur m.a. fram að ekki megi mismuna börnum á neinn hátt (2. gr.) og börn eiga rétt til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum (31. grein). Hjólasöfnun Barnaheilla er því ein leið af mörgum sem samtökin beita sér til að tryggja jafnan rétt allra barna. Hjólasöfnunin fer þannig fram að í samstarfi við Sorpu eru settir söfnunargámar á öllum sex móttökustöðum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til að gefa hjól sem ekki eru í notkun í söfnunina og láta þannig gott af sér leiða. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæðið sem við höfum til afnota hverju sinni. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskan og höfum við fengið dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2000 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Skoðanagreinin var uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að hjólasöfnunin hæfist í dag. Hún hefst á mánudaginn. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hjólasöfnun Barnaheilla hefst mánudaginn 30. mars og er þetta er í níunda sinn sem söfnunin fer fram. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í samfélaginu teljum við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi mikilvægt að hugsa fram á vorið og vonast til þess að sem flest börn og ungmenni muni hjóla um á eigin hjólum í sumar, heilbrigð og hamingjusöm. Markmiðið með hjólasöfnuninni er að gefa börnum og ungmennum sem búa við erfiðar félagslegar eða fjárhagslegar aðstæður kost á að eignast hjól og taka þar með þátt í samfélagi annarra barna því hjólamenning er töluvert ríkjandi hér á landi, meðal annars með hjólreiðaferðum í skólum og tómstundum. Með því að eiga hjól gefst börnum einnig tækifæri til að styrkja líkamlega færni sína, samhæfingar hreyfinga þroskast auk þess sem úthaldið eykst. Sjálfbærnin er einnig að leiðarljósi í hjólasöfnuninni því almenningur er hvattur til að gefa hjól í söfnunina sem ekki eru í notkun í stað þess að þeim sé fargað. Hjólreiðar fækka svo vonandi bílferðum og því um minni útblástur að ræða auk þess sem börnin eru í nánd við náttúruna. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur m.a. fram að ekki megi mismuna börnum á neinn hátt (2. gr.) og börn eiga rétt til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum (31. grein). Hjólasöfnun Barnaheilla er því ein leið af mörgum sem samtökin beita sér til að tryggja jafnan rétt allra barna. Hjólasöfnunin fer þannig fram að í samstarfi við Sorpu eru settir söfnunargámar á öllum sex móttökustöðum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til að gefa hjól sem ekki eru í notkun í söfnunina og láta þannig gott af sér leiða. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæðið sem við höfum til afnota hverju sinni. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskan og höfum við fengið dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2000 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Skoðanagreinin var uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að hjólasöfnunin hæfist í dag. Hún hefst á mánudaginn. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun