Nýjar rútínur mikilvægar fjölskyldum í félagsforðun Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 18:19 Hafliði segir lykilinn að breyttum aðstæðum fjölskyldna og para felast í að mynda nýjar venjur. Vísir/Getty Samkomubannið og félagsforðun getur haft slæm áhrif á fjölskyldulífið og sambönd. Mikilvægt er fyrir pör í bandræðum að bíða ekki með að leita sér hjálpar og að mynda nýjar venjur. Hafliði Kristinsson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi, var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, og ræddi hann um spennu og önnur vandræði á heimilum. Þar halda margir sig þessa dagana og þessi aukna samvera og nærvera getur leitt til vandræða. Hafliði segist þó enn ekki viss um að hin neikvæðu áhrif séu komin í ljós að fullu en hann hefur heyrt margar góðar og jákvæðar sögur. Þær snúi jafnvel að nýjum tækifærum sem myndist við þessar aðstæður. „Lykillinn er að það þarf að búa til nýja rútínu og hún verður mjög mikilvæg í þessu. Þetta er kannski svolítið eins og sumarfrí, án þess að vera í sumarfríi,“ sagði Hafliði. Nefni hann hjón sem hann ræddi nýverið við. Þau vinna bæði heima og það hefði tekið smá tíma fyrir krakkana að átta sig á að þau hefðu ekki sama aðgang að þeim og þegar þau væru heima við venjulegar aðstæður. Það þyrfti að mynda nýjar venjur varðandi það. Foreldrar eru einnig komnir að einhverju leyti í hlutverk kennara, sem getur valdið frekari spennu í fjölskyldum. Hafliði segir að þetta álag geti þrýst á viðkvæma punkta í samböndum og það geti leitt til vandræða. Fyrir viðkomandi er best að leita sér hjálpar hið snarasta. Hann setti það í samhengi við það að vera lasinn eða kviknað væri í heima hjá manni. „Því fyrr sem þú hringir á hjálp eða leitar hjálpar, því meiri líkur eru á því að það sé hægt að laga þetta,“ sagði Hafliði. „Ekki bíða svo lengi að það verði of mikið brunnið og ekki hægt að bjargar hlutunum.“ Hlusta má frekar á Hafliða hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Samkomubannið og félagsforðun getur haft slæm áhrif á fjölskyldulífið og sambönd. Mikilvægt er fyrir pör í bandræðum að bíða ekki með að leita sér hjálpar og að mynda nýjar venjur. Hafliði Kristinsson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi, var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, og ræddi hann um spennu og önnur vandræði á heimilum. Þar halda margir sig þessa dagana og þessi aukna samvera og nærvera getur leitt til vandræða. Hafliði segist þó enn ekki viss um að hin neikvæðu áhrif séu komin í ljós að fullu en hann hefur heyrt margar góðar og jákvæðar sögur. Þær snúi jafnvel að nýjum tækifærum sem myndist við þessar aðstæður. „Lykillinn er að það þarf að búa til nýja rútínu og hún verður mjög mikilvæg í þessu. Þetta er kannski svolítið eins og sumarfrí, án þess að vera í sumarfríi,“ sagði Hafliði. Nefni hann hjón sem hann ræddi nýverið við. Þau vinna bæði heima og það hefði tekið smá tíma fyrir krakkana að átta sig á að þau hefðu ekki sama aðgang að þeim og þegar þau væru heima við venjulegar aðstæður. Það þyrfti að mynda nýjar venjur varðandi það. Foreldrar eru einnig komnir að einhverju leyti í hlutverk kennara, sem getur valdið frekari spennu í fjölskyldum. Hafliði segir að þetta álag geti þrýst á viðkvæma punkta í samböndum og það geti leitt til vandræða. Fyrir viðkomandi er best að leita sér hjálpar hið snarasta. Hann setti það í samhengi við það að vera lasinn eða kviknað væri í heima hjá manni. „Því fyrr sem þú hringir á hjálp eða leitar hjálpar, því meiri líkur eru á því að það sé hægt að laga þetta,“ sagði Hafliði. „Ekki bíða svo lengi að það verði of mikið brunnið og ekki hægt að bjargar hlutunum.“ Hlusta má frekar á Hafliða hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira