Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2020 19:15 Þórdís Erla Björnsdóttir hefur verði heima með langveikan son sinn í tvær vikur. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Móðir langveiks barns segir skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem séu í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum Embættis landlæknis séu ekki tryggð laun. Félagsmálaráðherra segir ljóst að hópar verði fyrir skertri þjónustu. Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Þórdís Erla Björnsdóttir er móðir langveiks drengs og hefur hún haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. „Þetta er ekkert sem maður velur sér. Almannavarnir hafa talað mjög skýrt um að það sé ábyrgðarlaust og það er ábyrgðarlaust að hlýða ekki fyrirmælum almannavarna,“ sagði Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví, en þó samkvæmt beinum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda. Laun í slíkri sóttkví eru ekki tryggð. „Það er alveg ljóst að það eru því miður í okkar samfélagi, þrátt fyrir að allir leggi sig fram og allir geri sitt besta þá verður því miður hópur sem verður fyrir skertri þjónustu og við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að grípa þessa hópa eftir bestu getu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Nú fær fólk sem fór til útlanda tryggð laun í sóttkví, finnst þér það skjóta skökku við að þið sem eruð í þessari stöðu fáið ekki tryggð laun? „Já mér finnst að við hefðum átt að falla undir þessi nýju lög. Það fólk fellur þarna undir en við föllum ekki undir og við erum að vernda börnin okkar. Þannig jú það skýtur skökku við,“ sagði Þórdís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Móðir langveiks barns segir skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem séu í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum Embættis landlæknis séu ekki tryggð laun. Félagsmálaráðherra segir ljóst að hópar verði fyrir skertri þjónustu. Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Þórdís Erla Björnsdóttir er móðir langveiks drengs og hefur hún haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. „Þetta er ekkert sem maður velur sér. Almannavarnir hafa talað mjög skýrt um að það sé ábyrgðarlaust og það er ábyrgðarlaust að hlýða ekki fyrirmælum almannavarna,“ sagði Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví, en þó samkvæmt beinum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda. Laun í slíkri sóttkví eru ekki tryggð. „Það er alveg ljóst að það eru því miður í okkar samfélagi, þrátt fyrir að allir leggi sig fram og allir geri sitt besta þá verður því miður hópur sem verður fyrir skertri þjónustu og við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að grípa þessa hópa eftir bestu getu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Nú fær fólk sem fór til útlanda tryggð laun í sóttkví, finnst þér það skjóta skökku við að þið sem eruð í þessari stöðu fáið ekki tryggð laun? „Já mér finnst að við hefðum átt að falla undir þessi nýju lög. Það fólk fellur þarna undir en við föllum ekki undir og við erum að vernda börnin okkar. Þannig jú það skýtur skökku við,“ sagði Þórdís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50