Mannlaus miðbær ber merki samkomubannsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 21:05 Miðbærinn er svo gott sem mannlaus um þessar mundir. Vísir/Vihelm Frá því að samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 var sett á hér á landi hefur samfélagið allt tekið miklum breytingum, á stuttum tíma. Samkomubannið var sett á um miðjan mars og miðaðist þá við samkomur fleiri en 100. Það hefur nú verið hert og samkomur fleiri en 20 eru nú óleyfilegar. Þá verður fólk að gæta að tveggja metra reglunni svokölluðu. Verslanir kappkosta nú við að virða fjöldatakmarkanir, tryggja að fólk haldi sig í minnst tveggja metra fjarlægð við næsta mann og bjóða upp á spritt, einnota hanska og annað sem dregið getur úr líkum á smiti. Veitingastaðir eru margir hverjir farnir að bjóða upp á heimsendingarþjónustu sem ekki var í boði áður. Nú eru ísbúðir jafnvel farnar að senda bragðarefi heim að dyrum. Sannarlega fordæmalausir tímar. Fáir ferðamenn sjást á ferli hér á landi um þessar mundir, enda hefur faraldur kórónuveirunnar raskað millilandasamgöngum verulega, auk þess sem mörg ríki heims hafa gefið út ferðaviðvaranir eða hreinlega bannað ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Þá hefur fjöldi fólks dregið verulega úr ferðum sínum, lengri sem styttri. Margir vinna nú heiman frá sér og fara ekki út nema til þess að versla inn nauðsynjar og sinna öðrum mikilvægum erindum. Þetta sést vel á myndum sem ljósmyndarar Vísis hafa tekið í miðbæ Reykjavíkur síðustu daga. Miðbænum, sem venjulega iðar af lífi og er yfirfullur af ferðamönnum og öðru fólki, yrði nú best lýst sem draugabæ. Sjón er sögu ríkari, en myndirnar má sjá hér að neðan. Venjulega má sjá þó nokkurn fjölda ferðamanna við Hallgrímskirkju. Þeir eru þó hvergi sjáanlegir nú.Vísir/Sigurjón Það eru fáir á ferli.Vísir/Vilhelm Ef vel er að gáð má sjá nákvæmlega einn (1) mann á gangi niður Skólavörðustíg.Vísir/Sigurjón Lítil umferð hefur verið um götur bæjarins upp á síðkastið.Vísir/Sigurjón Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Frá því að samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 var sett á hér á landi hefur samfélagið allt tekið miklum breytingum, á stuttum tíma. Samkomubannið var sett á um miðjan mars og miðaðist þá við samkomur fleiri en 100. Það hefur nú verið hert og samkomur fleiri en 20 eru nú óleyfilegar. Þá verður fólk að gæta að tveggja metra reglunni svokölluðu. Verslanir kappkosta nú við að virða fjöldatakmarkanir, tryggja að fólk haldi sig í minnst tveggja metra fjarlægð við næsta mann og bjóða upp á spritt, einnota hanska og annað sem dregið getur úr líkum á smiti. Veitingastaðir eru margir hverjir farnir að bjóða upp á heimsendingarþjónustu sem ekki var í boði áður. Nú eru ísbúðir jafnvel farnar að senda bragðarefi heim að dyrum. Sannarlega fordæmalausir tímar. Fáir ferðamenn sjást á ferli hér á landi um þessar mundir, enda hefur faraldur kórónuveirunnar raskað millilandasamgöngum verulega, auk þess sem mörg ríki heims hafa gefið út ferðaviðvaranir eða hreinlega bannað ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Þá hefur fjöldi fólks dregið verulega úr ferðum sínum, lengri sem styttri. Margir vinna nú heiman frá sér og fara ekki út nema til þess að versla inn nauðsynjar og sinna öðrum mikilvægum erindum. Þetta sést vel á myndum sem ljósmyndarar Vísis hafa tekið í miðbæ Reykjavíkur síðustu daga. Miðbænum, sem venjulega iðar af lífi og er yfirfullur af ferðamönnum og öðru fólki, yrði nú best lýst sem draugabæ. Sjón er sögu ríkari, en myndirnar má sjá hér að neðan. Venjulega má sjá þó nokkurn fjölda ferðamanna við Hallgrímskirkju. Þeir eru þó hvergi sjáanlegir nú.Vísir/Sigurjón Það eru fáir á ferli.Vísir/Vilhelm Ef vel er að gáð má sjá nákvæmlega einn (1) mann á gangi niður Skólavörðustíg.Vísir/Sigurjón Lítil umferð hefur verið um götur bæjarins upp á síðkastið.Vísir/Sigurjón Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira