„Talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 10:45 Jón Karl Björnsson og Halldór Ingólfsson unnu fjölda titla saman með Haukum. „Þetta var sérstök stund. Það var ótrúlegt að við skyldum komast svona langt og verða Íslandsmeistarar,“ sagði Halldór Ingólfsson í samtali við Vísi er hann var beðinn um að rifja upp þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar á þessum degi fyrir 20 árum. Haukar sigruðu þá Fram, 24-23, og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 1943, eða í 57 ár. Þessi Íslandsmeistaratitill markaði upphafið að gullöld Hauka sem hafa verið langsigursælasta liðið íslenskum karlahandbolta á þessari öld. „Ég man vel eftir höggbylgjunni sem maður fékk á sig þegar áhorfendur hlupu inn á völlinn eftir leikinn og fögnuðu með okkur. Þetta er ógleymanleg stund,“ sagði Halldór sem skoraði þrjú mörk í leiknum fyrir 20 árum. Hann var fyrirliði Hauka á þessum tíma. Snerum þessu við Haukar fóru nokkuð grýtta leið að Íslandsmeistaratitlinum árið 2000. Þeir enduðu í 4. sæti í deildarkeppninni og slógu Aftureldingu út á dramatískan hátt í undanúrslitunum. Í fyrsta úrslitaleiknum gegn Fram steinlágu Haukar svo með tíu marka mun, 30-20. „Við skíttöpuðum fyrsta leiknum og það var talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina með því að komast í úrslit. Þetta yrði létt 3-0 fyrir Fram. En við snerum þessu við og kláruðum þetta,“ sagði Halldór sem var markahæstur í úrslitakeppninni 2000, ásamt Framaranum Kenneth Ellertsen, með 46 mörk. Haukar unnu úrslitaeinvígið, 3-1, og urðu því meistarar í fyrsta sinn síðan á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki spurning hvort heldur hvenær Haukar höfðu oft haft á góðu liði að skipa árin á undan en aldrei stigið stærsta skrefið og orðið Íslandsmeistarar. „Það var bara spurning hvenær þetta myndi smella. Ekki hvort heldur hvenær. Frá 1997, þegar við urðum bikarmeistarar, vorum við með flott lið en það vantaði bara punktinn yfir i-ið. Það gerðist þarna og ekkert stoppað eftir það,“ sagði Halldór. Haukar urðu aftur Íslandsmeistarar árið eftir (2001) og frá aldamótum hafa þeir alls tíu sinnum orðið Íslandsmeistarar. Bikarmeistaratitlarnir eru fimm talsins og deildarmeistaratitlarnir ellefu. „Það var komið hungur og gríðarlega mikill vilji í liðið. Við bættum nokkrum góðum leikmönnum í hópinn og vorum með frábært lið á sínum tíma,“ sagði Halldór. „Við spiluðum líka á móti bestu liðum Evrópu á þessum tíma og stóðum okkur vel á móti þeim.“ Samspil margra þátta En eftir að ísinn var brotinn, hvernig hafa Haukar haldið sér á toppnum? „Þetta er samspil þess að vera með góða stjórn, stuðningsmenn, leikmenn og þjálfara. Og vera með flotta umgjörð. Ef þú heldur öllu þessu góðu ertu á toppnum. En það er ekkert einfalt,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Hafnarfjörður Haukar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
„Þetta var sérstök stund. Það var ótrúlegt að við skyldum komast svona langt og verða Íslandsmeistarar,“ sagði Halldór Ingólfsson í samtali við Vísi er hann var beðinn um að rifja upp þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar á þessum degi fyrir 20 árum. Haukar sigruðu þá Fram, 24-23, og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 1943, eða í 57 ár. Þessi Íslandsmeistaratitill markaði upphafið að gullöld Hauka sem hafa verið langsigursælasta liðið íslenskum karlahandbolta á þessari öld. „Ég man vel eftir höggbylgjunni sem maður fékk á sig þegar áhorfendur hlupu inn á völlinn eftir leikinn og fögnuðu með okkur. Þetta er ógleymanleg stund,“ sagði Halldór sem skoraði þrjú mörk í leiknum fyrir 20 árum. Hann var fyrirliði Hauka á þessum tíma. Snerum þessu við Haukar fóru nokkuð grýtta leið að Íslandsmeistaratitlinum árið 2000. Þeir enduðu í 4. sæti í deildarkeppninni og slógu Aftureldingu út á dramatískan hátt í undanúrslitunum. Í fyrsta úrslitaleiknum gegn Fram steinlágu Haukar svo með tíu marka mun, 30-20. „Við skíttöpuðum fyrsta leiknum og það var talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina með því að komast í úrslit. Þetta yrði létt 3-0 fyrir Fram. En við snerum þessu við og kláruðum þetta,“ sagði Halldór sem var markahæstur í úrslitakeppninni 2000, ásamt Framaranum Kenneth Ellertsen, með 46 mörk. Haukar unnu úrslitaeinvígið, 3-1, og urðu því meistarar í fyrsta sinn síðan á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki spurning hvort heldur hvenær Haukar höfðu oft haft á góðu liði að skipa árin á undan en aldrei stigið stærsta skrefið og orðið Íslandsmeistarar. „Það var bara spurning hvenær þetta myndi smella. Ekki hvort heldur hvenær. Frá 1997, þegar við urðum bikarmeistarar, vorum við með flott lið en það vantaði bara punktinn yfir i-ið. Það gerðist þarna og ekkert stoppað eftir það,“ sagði Halldór. Haukar urðu aftur Íslandsmeistarar árið eftir (2001) og frá aldamótum hafa þeir alls tíu sinnum orðið Íslandsmeistarar. Bikarmeistaratitlarnir eru fimm talsins og deildarmeistaratitlarnir ellefu. „Það var komið hungur og gríðarlega mikill vilji í liðið. Við bættum nokkrum góðum leikmönnum í hópinn og vorum með frábært lið á sínum tíma,“ sagði Halldór. „Við spiluðum líka á móti bestu liðum Evrópu á þessum tíma og stóðum okkur vel á móti þeim.“ Samspil margra þátta En eftir að ísinn var brotinn, hvernig hafa Haukar haldið sér á toppnum? „Þetta er samspil þess að vera með góða stjórn, stuðningsmenn, leikmenn og þjálfara. Og vera með flotta umgjörð. Ef þú heldur öllu þessu góðu ertu á toppnum. En það er ekkert einfalt,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla Hafnarfjörður Haukar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira