Stefnt að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2020 18:33 Stefnt er að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stakk upp á samfélagssáttmála um handþvott og aðrar almennar sóttvarnir og tillitssemi gagnvart þeim sem áfram vilja halda tveggja metra fjarlægð á mannamótum á fundi almannavarna í dag. Nú þegar vika er í að létt verði á aðgerðum sóttvarnaaðgerða almannavarna kynnti Víðir Reynisson hugmyndir um samfélagssáttmála sem vonir standa til að landsmenn muni halda í heiðri. „Við höfum verið að velta fyrir okkur einhverju sem við getum kallað samfélagslegan sáttmála og mikilvægt að horfa til þess hvað þarf að gera í framhaldinu til að við missum þetta ekki frá okkur og við fáum ekki bakslag í það sem við höfum verið að gera og að þetta taki sig ekki upp aftur,“ sagði Víðir. Hann hvatti til þess að þjóðin gangist undir samfélagslegan sáttmála sem hún lofar að halda í heiðri svo hægt sé að stefna að frekari afléttingu aðgerða. „Þetta er sáttmáli sem við viljum að gildi í vor og fram á sumarið, sem öll þjóðin væri saman í. Þar værum við að lofa því að sinna handþvotti vel, við værum að sótthreinsa og spritta á okkur hendurnar. Við værum að þrífa og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. Við ætlum að vernda viðkvæma hópa, við ætluðum að gefa fólki sem vill það kost á tveggja metra fjarlægðinni. Ef við fáum einkenni að vera þá heima og tala við lækni,“ sagði Víðir. Áfram yrðu tekin sýni af öllum sem eru með einkenni og allir sem séu veikir fari í einangrun og þeir sem séu útsettir fyrir smiti fari í sóttkví. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson að fari allt vel verði tveggja metra reglan afnumin og horft sé til mánaðamóta maí/júní í þeim efnum. Víðir segir samfélags sáttmálann mikilvægan svo það geti orðið. Stefnt er að því að hópamyndanir fari úr 20 manns í 50 4. maí næstkomandi. Næstu skref yfirvalda miða við að hópamyndanir takmarkist við 100 manns. Horft sé til mánaðamóta maí/júní. Hins vegar verði að fást reynsla á fyrstu afléttinguna, sem gæti tekið tvær til þrjár vikur. Þórólfur sagði ekki hægt að horfa til neinnar tölur þegar hann var beðinn um að svara hvað myndi teljast til bakslags í faraldrinum. „Við þurfum að líta á þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða eru þetta einstaklingar sem greinast á sama tíma, er þetta hópsýking á tiltölulega fáum einstaklingum. Eða eru þetta sporadísk tilfelli sem koma upp hér á þar. Svo getur þetta líka tengst því hversu alvarleg tilfelli verði. Það eru mjög margir þættir sem menn þurfa að taka inn í þá jöfnu hvernig menn vilja bregðast við. Það er ekki tímabært að tala bara um einhvern einn fjölda,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Tveir greindust með veiruna í gær, báðir í sóttkví. Aðeins 116 manns eru með virkan sjúkdóm í dag. 13 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Stefnt er að því að afnema tveggja metra regluna um mánaðamótin maí/júní. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn stakk upp á samfélagssáttmála um handþvott og aðrar almennar sóttvarnir og tillitssemi gagnvart þeim sem áfram vilja halda tveggja metra fjarlægð á mannamótum á fundi almannavarna í dag. Nú þegar vika er í að létt verði á aðgerðum sóttvarnaaðgerða almannavarna kynnti Víðir Reynisson hugmyndir um samfélagssáttmála sem vonir standa til að landsmenn muni halda í heiðri. „Við höfum verið að velta fyrir okkur einhverju sem við getum kallað samfélagslegan sáttmála og mikilvægt að horfa til þess hvað þarf að gera í framhaldinu til að við missum þetta ekki frá okkur og við fáum ekki bakslag í það sem við höfum verið að gera og að þetta taki sig ekki upp aftur,“ sagði Víðir. Hann hvatti til þess að þjóðin gangist undir samfélagslegan sáttmála sem hún lofar að halda í heiðri svo hægt sé að stefna að frekari afléttingu aðgerða. „Þetta er sáttmáli sem við viljum að gildi í vor og fram á sumarið, sem öll þjóðin væri saman í. Þar værum við að lofa því að sinna handþvotti vel, við værum að sótthreinsa og spritta á okkur hendurnar. Við værum að þrífa og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. Við ætlum að vernda viðkvæma hópa, við ætluðum að gefa fólki sem vill það kost á tveggja metra fjarlægðinni. Ef við fáum einkenni að vera þá heima og tala við lækni,“ sagði Víðir. Áfram yrðu tekin sýni af öllum sem eru með einkenni og allir sem séu veikir fari í einangrun og þeir sem séu útsettir fyrir smiti fari í sóttkví. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson að fari allt vel verði tveggja metra reglan afnumin og horft sé til mánaðamóta maí/júní í þeim efnum. Víðir segir samfélags sáttmálann mikilvægan svo það geti orðið. Stefnt er að því að hópamyndanir fari úr 20 manns í 50 4. maí næstkomandi. Næstu skref yfirvalda miða við að hópamyndanir takmarkist við 100 manns. Horft sé til mánaðamóta maí/júní. Hins vegar verði að fást reynsla á fyrstu afléttinguna, sem gæti tekið tvær til þrjár vikur. Þórólfur sagði ekki hægt að horfa til neinnar tölur þegar hann var beðinn um að svara hvað myndi teljast til bakslags í faraldrinum. „Við þurfum að líta á þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða eru þetta einstaklingar sem greinast á sama tíma, er þetta hópsýking á tiltölulega fáum einstaklingum. Eða eru þetta sporadísk tilfelli sem koma upp hér á þar. Svo getur þetta líka tengst því hversu alvarleg tilfelli verði. Það eru mjög margir þættir sem menn þurfa að taka inn í þá jöfnu hvernig menn vilja bregðast við. Það er ekki tímabært að tala bara um einhvern einn fjölda,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Tveir greindust með veiruna í gær, báðir í sóttkví. Aðeins 116 manns eru með virkan sjúkdóm í dag. 13 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira