Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 23:41 Herlögregla á vegum efnahagsráðuneytis Ítalíu sinnir nú eftirliti með því hvort þeir sem ferðast á milli ítalskra héraða hafi tilskilda pappíra sem sanna að ferðir viðkomandi séu af mikilvægum toga. Vísir/EPA Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt að þann 4. maí næstkomandi muni afléttingar takmarkana hefjast. Það er sami dagur og slakað verður á samkomubanninu hérlendis. Á Ítalíu munu almenningsgarðar opna þennan dag, en skólar verða áfram lokaðir fram í september. Þá verður fólki leyft að ferðast óáreitt um sín heimahéruð, en áfram verður óheimilt að ferðast á milli héraða. Ítölum hefur verið gert að halda sig heima, eða í það minnsta mjög nálægt heimilum sínum, frá 9. mars síðastliðnum. Eins verður fólki leyft að heimsækja ættingja sína í smáum hópum og með grímur. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.Vísir/EPA Þann 4. maí munu jarðarfarir þar sem gestir eru 15 eða færri geta farið fram. Íþróttafólk mun geta æft að nýju, og leyfilegt verður að iðka íþróttir víðar en í og við heimili sitt. Þá munu krár og veitingastaðir opna aftur, en eingöngu verður þó hægt að sækja mat og annan varning þangað og taka með sér. Conte forsætisráðherra hefur þó ítrekað að áfram verði að virða fjarlægðartakmarkanir milli fólks, og að áfram yrði óheimilt að koma saman í messu. Á Ítalíu er fólk hvatt til að halda minnst eins metra bili á milli sín, en eins og flestir Íslendingar ættu að vita er almennt talað um „tveggja metra regluna“ hér á landi. Að lokum sagði Conte þetta: „Ef við virðum ekki varúðarráðstafanir mun kúrvan leita upp, dauðsföllum mun fjölga og við munum vinna óafturkræfan skaða á hagkerfi okkar.“ Ef þið elskið Ítalíu, haldið þá ykkar fjarlægð. Af ríkjum heimsins hefur Ítalía komið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, í það minnsta ef marka má opinberar tölur. Ríkið hefur staðfest þriðja hæsta fjölda smitaðra einstaklinga í heiminum, eða rúmlega 197 þúsund tilfelli. Aðeins Spánn og Bandaríkin hafa staðfest fleiri smit. Þá hafa 26.644 dauðsföll af völdum Covid-19 verið staðfest á Ítalíu, þar af 260 síðasta sólarhringinn. Svo fá hafa Covid-dauðsföllin þar í landi ekki verið síðan 14. mars síðastliðinn. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt að þann 4. maí næstkomandi muni afléttingar takmarkana hefjast. Það er sami dagur og slakað verður á samkomubanninu hérlendis. Á Ítalíu munu almenningsgarðar opna þennan dag, en skólar verða áfram lokaðir fram í september. Þá verður fólki leyft að ferðast óáreitt um sín heimahéruð, en áfram verður óheimilt að ferðast á milli héraða. Ítölum hefur verið gert að halda sig heima, eða í það minnsta mjög nálægt heimilum sínum, frá 9. mars síðastliðnum. Eins verður fólki leyft að heimsækja ættingja sína í smáum hópum og með grímur. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.Vísir/EPA Þann 4. maí munu jarðarfarir þar sem gestir eru 15 eða færri geta farið fram. Íþróttafólk mun geta æft að nýju, og leyfilegt verður að iðka íþróttir víðar en í og við heimili sitt. Þá munu krár og veitingastaðir opna aftur, en eingöngu verður þó hægt að sækja mat og annan varning þangað og taka með sér. Conte forsætisráðherra hefur þó ítrekað að áfram verði að virða fjarlægðartakmarkanir milli fólks, og að áfram yrði óheimilt að koma saman í messu. Á Ítalíu er fólk hvatt til að halda minnst eins metra bili á milli sín, en eins og flestir Íslendingar ættu að vita er almennt talað um „tveggja metra regluna“ hér á landi. Að lokum sagði Conte þetta: „Ef við virðum ekki varúðarráðstafanir mun kúrvan leita upp, dauðsföllum mun fjölga og við munum vinna óafturkræfan skaða á hagkerfi okkar.“ Ef þið elskið Ítalíu, haldið þá ykkar fjarlægð. Af ríkjum heimsins hefur Ítalía komið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, í það minnsta ef marka má opinberar tölur. Ríkið hefur staðfest þriðja hæsta fjölda smitaðra einstaklinga í heiminum, eða rúmlega 197 þúsund tilfelli. Aðeins Spánn og Bandaríkin hafa staðfest fleiri smit. Þá hafa 26.644 dauðsföll af völdum Covid-19 verið staðfest á Ítalíu, þar af 260 síðasta sólarhringinn. Svo fá hafa Covid-dauðsföllin þar í landi ekki verið síðan 14. mars síðastliðinn.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira