Vill spjalda menn fyrir að hrækja á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 13:00 Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hrækir hér á völlinn í leik með Juventus á móti AS Roma. Getty/Nicolò Campo Kórónuveirufaraldurinn mun mögulega hafa áhrif á reglur fótboltans nú þegar menn leita allra leiða til að fá boltann aftur til að rúlla inn á fótboltavöllum heimsins. Augu manna verða á öllu sem tengist smitvörnum þegar fótboltinn fer aftur af stað út um allan heim og yfirlæknir Alþjóða knattspyrnusambandsins vill nú útrýma því sem gerist mögulega yfir hundrað sinnum í hverjum fótboltaleik. Yfirlæknir FIFA vill nefnilega banna leikmönnum að hrækja á völlinn en vísindamenn segja að munnvatnið gæti verið á vellinum í marga klukkutíma og á meðan breitt út kórónuveirunni. Spitting should be outlawed on resumption and punished by yellow card, says Fifa's chief medichttps://t.co/6mQRdGhkeO— Telegraph Football (@TeleFootball) April 27, 2020 Það hefur hingað til verið samþykktur hluti fótboltaleiks að leikmenn hræki hvað eftir annað á völlinn. Það gefur að skilja að með því eru þeir mögulega að dreifa kórónuveirunni séu þeir smitaðir. Stjórnarmaður FIFA vill bregðast við þessu með því að leikmenn fái gult spjald fyrir að hrækja á leikvöllinn þegar keppni hefst á nýjan leik. „Þetta er mjög algengt í fótboltanum og er ekki mjög hreinlegt. Þegar við byrjum fótboltann á ný þá verðum við að reyna að gera allt til að koma í veg fyrir það að menn hræki á völlinn,“ sagði Michel D’Hooghe, stjórnarformaður læknaráðs FIFA, í viðtali við The Telegraph. „Stóra spurningin er hvernig við förum að því og hvort að það sé mögulegt. Kannski með því að gefa gult spjald,“ sagði Michel D’Hooghe. „Þetta er óþrifalegt og með þessu eru menn að sjá fyrir góðri leið til að dreifa vírusnum. Þetta er ein af ástæðunum af hverju við þurfum að fara mjög varlega þegar við byrjum aftur að spila. Ég er ekki svartsýnn maður að eðlisfari en ég er fullur efasemda eins og er,“ sagði Michel D’Hooghe. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn mun mögulega hafa áhrif á reglur fótboltans nú þegar menn leita allra leiða til að fá boltann aftur til að rúlla inn á fótboltavöllum heimsins. Augu manna verða á öllu sem tengist smitvörnum þegar fótboltinn fer aftur af stað út um allan heim og yfirlæknir Alþjóða knattspyrnusambandsins vill nú útrýma því sem gerist mögulega yfir hundrað sinnum í hverjum fótboltaleik. Yfirlæknir FIFA vill nefnilega banna leikmönnum að hrækja á völlinn en vísindamenn segja að munnvatnið gæti verið á vellinum í marga klukkutíma og á meðan breitt út kórónuveirunni. Spitting should be outlawed on resumption and punished by yellow card, says Fifa's chief medichttps://t.co/6mQRdGhkeO— Telegraph Football (@TeleFootball) April 27, 2020 Það hefur hingað til verið samþykktur hluti fótboltaleiks að leikmenn hræki hvað eftir annað á völlinn. Það gefur að skilja að með því eru þeir mögulega að dreifa kórónuveirunni séu þeir smitaðir. Stjórnarmaður FIFA vill bregðast við þessu með því að leikmenn fái gult spjald fyrir að hrækja á leikvöllinn þegar keppni hefst á nýjan leik. „Þetta er mjög algengt í fótboltanum og er ekki mjög hreinlegt. Þegar við byrjum fótboltann á ný þá verðum við að reyna að gera allt til að koma í veg fyrir það að menn hræki á völlinn,“ sagði Michel D’Hooghe, stjórnarformaður læknaráðs FIFA, í viðtali við The Telegraph. „Stóra spurningin er hvernig við förum að því og hvort að það sé mögulegt. Kannski með því að gefa gult spjald,“ sagði Michel D’Hooghe. „Þetta er óþrifalegt og með þessu eru menn að sjá fyrir góðri leið til að dreifa vírusnum. Þetta er ein af ástæðunum af hverju við þurfum að fara mjög varlega þegar við byrjum aftur að spila. Ég er ekki svartsýnn maður að eðlisfari en ég er fullur efasemda eins og er,“ sagði Michel D’Hooghe.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira