Stuðningsmenn Liverpool hluti af vandamálinu við að setja ensku deildina aftur af stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 09:00 Stuðningsfólk Liverpool troðfyllti götur Liverpool borgar þegar leikmenn fögnuðu sigrinum í Meistaradeildinni með þeim í fyrra. Getty/Nigel Roddis Stuðningsmenn Liverpool geta ekki beðið eftir því að enska úrvalsdeildin verði sett aftur af stað svo að liðið þeirra geti tryggt sér langþráðan Englandsmeistaratitil. Liverpool liðinu vantar aðeins sex stig til að tryggja sér fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins frá 1990. Mögulegur fögnuðu stuðningsmanna Liverpool er hins vegar sögð vera ein af ástæðunum fyrir því að menn hafa áhyggjur af því að byrja ensku úrvalsdeildina aftur. Police consulted over fears Liverpool fans could mob streets on day Reds win title - a potential stumbling block to season restart | @MaddockMirror https://t.co/ZzMmtzhjpT pic.twitter.com/zTtuBlTosJ— Mirror Football (@MirrorFootball) April 28, 2020 Enska úrvalsdeildin hefur sett sér það markmið að liðin byrja að æfa aftur um miðjan næsta mánuð og að leikirnir hefjist síðan að nýju 8. júní. Rætt hefur verið um að spila leikina á nokkrum hlutlausum völlum og lágmarka samskipti leikmanna við annað fólk á meðan síðustu níu umferðirnar eru spilaðar. Þó að leikir Liverpool fari fram á öðrum stað í Englandi og engir áhorfendur séu í stúkunni þá má bóka það að stuðningsmenn liðanna munu fylgjast vel með í sjónvarpinu. Ekki síst umræddir stuðningsmenn Liverpool. Það þarf ekki að nota mikið ímyndarafl til að sjá fyrir sér senurnar í Liverpool borg þegar liðið nær að stíga síðasta skrefið og tryggja sér titilinn. Í sigurhátíðinni eftir sigurinn í Meistaradeildinni í fyrra þá fylltu stuðningsmenn Liverpool götur borgarinnar. Enska úrvalsdeildin hefur því meðal annars ráðfært sig við lögregluna vegna ótta um að enginn myndi ráða neitt við neitt í fagnaðarlátum stuðningsmanna Liverpool. Welcoming the team coach. Come on Liverpool! (@DeanCoombes) pic.twitter.com/hCfFOtuNcr— Anfield Leak (@AnfieldLeak) May 21, 2017 Það efast auðvitað enginn um það að áhangendur Liverpool séu tilbúnir í það að fagna því að vinna loksins nítjánda meistaratitilinn. Liðið hefur fjórum endað í öðru sæti frá 1990 og oft eftir að hafa misstigið sig á lokakaflanum. Nú er liðið með 25 stiga forskot og það eina sem vantaði var að klára deildina. Kórónuveirufaraldurinn hefur aftur á móti komið í veg fyrir það hingað til. Samkvæmt frétt Daily Mirror þá lítur það hreinlega út þannig að stuðningsmenn Liverpool séu í raun hluti af vandamálinu við að setja ensku deildina aftur af stað. Það þarf því ekki aðeins að tryggja smitvarnir á meðan deildin verði kláruð heldur einnig að úthugsa það hvernig sé best að halda sigurreifum stuðningsmönnum Liverpool frá því að þjóta út á götur Bítlaborgarinnar. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool geta ekki beðið eftir því að enska úrvalsdeildin verði sett aftur af stað svo að liðið þeirra geti tryggt sér langþráðan Englandsmeistaratitil. Liverpool liðinu vantar aðeins sex stig til að tryggja sér fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins frá 1990. Mögulegur fögnuðu stuðningsmanna Liverpool er hins vegar sögð vera ein af ástæðunum fyrir því að menn hafa áhyggjur af því að byrja ensku úrvalsdeildina aftur. Police consulted over fears Liverpool fans could mob streets on day Reds win title - a potential stumbling block to season restart | @MaddockMirror https://t.co/ZzMmtzhjpT pic.twitter.com/zTtuBlTosJ— Mirror Football (@MirrorFootball) April 28, 2020 Enska úrvalsdeildin hefur sett sér það markmið að liðin byrja að æfa aftur um miðjan næsta mánuð og að leikirnir hefjist síðan að nýju 8. júní. Rætt hefur verið um að spila leikina á nokkrum hlutlausum völlum og lágmarka samskipti leikmanna við annað fólk á meðan síðustu níu umferðirnar eru spilaðar. Þó að leikir Liverpool fari fram á öðrum stað í Englandi og engir áhorfendur séu í stúkunni þá má bóka það að stuðningsmenn liðanna munu fylgjast vel með í sjónvarpinu. Ekki síst umræddir stuðningsmenn Liverpool. Það þarf ekki að nota mikið ímyndarafl til að sjá fyrir sér senurnar í Liverpool borg þegar liðið nær að stíga síðasta skrefið og tryggja sér titilinn. Í sigurhátíðinni eftir sigurinn í Meistaradeildinni í fyrra þá fylltu stuðningsmenn Liverpool götur borgarinnar. Enska úrvalsdeildin hefur því meðal annars ráðfært sig við lögregluna vegna ótta um að enginn myndi ráða neitt við neitt í fagnaðarlátum stuðningsmanna Liverpool. Welcoming the team coach. Come on Liverpool! (@DeanCoombes) pic.twitter.com/hCfFOtuNcr— Anfield Leak (@AnfieldLeak) May 21, 2017 Það efast auðvitað enginn um það að áhangendur Liverpool séu tilbúnir í það að fagna því að vinna loksins nítjánda meistaratitilinn. Liðið hefur fjórum endað í öðru sæti frá 1990 og oft eftir að hafa misstigið sig á lokakaflanum. Nú er liðið með 25 stiga forskot og það eina sem vantaði var að klára deildina. Kórónuveirufaraldurinn hefur aftur á móti komið í veg fyrir það hingað til. Samkvæmt frétt Daily Mirror þá lítur það hreinlega út þannig að stuðningsmenn Liverpool séu í raun hluti af vandamálinu við að setja ensku deildina aftur af stað. Það þarf því ekki aðeins að tryggja smitvarnir á meðan deildin verði kláruð heldur einnig að úthugsa það hvernig sé best að halda sigurreifum stuðningsmönnum Liverpool frá því að þjóta út á götur Bítlaborgarinnar.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira