Danir enn í vafa varðandi EM-leikina Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 07:30 Danir voru sigurreifir eftir að hafa tryggt sér sæti á EM og þá stóð til að þeir yrðu á heimavelli í keppninni. Nú er það ekki eins víst. VÍSIR/GETTY Danska knattspyrnusambandið hefur fengið átta daga frest til að svara UEFA varðandi það hvort að Kaupmannahöfn verði áfram einn af leikstöðum Evrópumóts karla í fótbolta eftir að mótinu var frestað um eitt ár. Til stóð að Danir yrðu á heimavelli í sínum þremur leikjum í riðlakeppni EM og að auk þess færi einn leikur í útsláttarkeppninni fram á Parken. Hins vegar er það svo að áður hafði verið ákveðið að Tour de France hjólreiðakeppnin myndi hefjast í Kaupmannahöfn á næsta ári, og að þaðan yrði hjólað í gegnum Danmörku í fyrsta sinn í sögu keppninnar. Undanfarnar vikur hefur knattspyrnusamband Danmörku fundað með borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn ásamt UEFA og ASO, skipuleggjanda Tour de France, til að finna lausn á málinu svo að bæði EM og Tour de France geti farið fram í Kaupmannahöfn sumarið 2021. UEFA hafði farið fram á svar í dag en hefur nú veitt frest til 8. maí. „Það gleður mig að allir aðilar vinna að því að finna lausn þannig að við fáum íþróttasumar í Kaupmannahöfn með bæði EM og Tour de France. Kaupmannahöfn vill ekkert frekar en að vera gestgjafi fyrir bæði mótin næsta sumar,“ sagði Frank Jensen, borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, hefur lýst yfir áhyggjum af því hvort að EM-leikir verði á Parken, eftir að mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er sögulegt tækifæri fyrir okkur að halda EM-leiki í Kaupmannahöfn og við í knattspyrnusambandinu gerum allt til að það gangi eftir,“ er haft eftir Möller á TV 2. EM 2020 í fótbolta Danmörk Tengdar fréttir Tour de France gæti komið í veg fyrir EM í Kaupmannahöfn Það gæti farið svo að EM í fótbolta verði ekki spilað í Kaupmannahöfn þegar það fer fram næsta sumar. Hjólreiðakeppnin Tour de France gæti komið í veg fyrir að fótboltinn verður spilaður á Parken sumarið 2021. 24. apríl 2020 21:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Danska knattspyrnusambandið hefur fengið átta daga frest til að svara UEFA varðandi það hvort að Kaupmannahöfn verði áfram einn af leikstöðum Evrópumóts karla í fótbolta eftir að mótinu var frestað um eitt ár. Til stóð að Danir yrðu á heimavelli í sínum þremur leikjum í riðlakeppni EM og að auk þess færi einn leikur í útsláttarkeppninni fram á Parken. Hins vegar er það svo að áður hafði verið ákveðið að Tour de France hjólreiðakeppnin myndi hefjast í Kaupmannahöfn á næsta ári, og að þaðan yrði hjólað í gegnum Danmörku í fyrsta sinn í sögu keppninnar. Undanfarnar vikur hefur knattspyrnusamband Danmörku fundað með borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn ásamt UEFA og ASO, skipuleggjanda Tour de France, til að finna lausn á málinu svo að bæði EM og Tour de France geti farið fram í Kaupmannahöfn sumarið 2021. UEFA hafði farið fram á svar í dag en hefur nú veitt frest til 8. maí. „Það gleður mig að allir aðilar vinna að því að finna lausn þannig að við fáum íþróttasumar í Kaupmannahöfn með bæði EM og Tour de France. Kaupmannahöfn vill ekkert frekar en að vera gestgjafi fyrir bæði mótin næsta sumar,“ sagði Frank Jensen, borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, hefur lýst yfir áhyggjum af því hvort að EM-leikir verði á Parken, eftir að mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er sögulegt tækifæri fyrir okkur að halda EM-leiki í Kaupmannahöfn og við í knattspyrnusambandinu gerum allt til að það gangi eftir,“ er haft eftir Möller á TV 2.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Tengdar fréttir Tour de France gæti komið í veg fyrir EM í Kaupmannahöfn Það gæti farið svo að EM í fótbolta verði ekki spilað í Kaupmannahöfn þegar það fer fram næsta sumar. Hjólreiðakeppnin Tour de France gæti komið í veg fyrir að fótboltinn verður spilaður á Parken sumarið 2021. 24. apríl 2020 21:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Tour de France gæti komið í veg fyrir EM í Kaupmannahöfn Það gæti farið svo að EM í fótbolta verði ekki spilað í Kaupmannahöfn þegar það fer fram næsta sumar. Hjólreiðakeppnin Tour de France gæti komið í veg fyrir að fótboltinn verður spilaður á Parken sumarið 2021. 24. apríl 2020 21:00