Gylfi, Jóhann Berg og allir hinir prófaðir tvisvar í viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton á móti Leicester City á Goodison Park. Getty/Chris Brunskill Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar verða sendir í fjölda kórónuveiruprófa fari svo að enska úrvalsdeildin fái leyfi til að klára 2019-20 tímabilið í júní og júlí. Stjórnvöld í Bretlandi hafa verið að vinna með ensku úrvalsdeildinni síðustu daga með það að markmiði að finna leiðir til að spila síðustu níu umferðir tímabilsins án þess að auka álagið á breska heilbrigðiskerfið og um leið tryggja að það verði engin smit meðal úrvalsdeildarliðanna. Leikirnir sem eftir er munu þá fara fyrir luktum dyrum og verða væntanlega spilaðir á sérvöldum hlutlausum leikvöllum. Leikmenn gætu mögulega þurft að fara í sjö vikna útlegð frá fjölskyldu og vinum svo að hægt sé að tryggja það að enginn þeirra smitist á þessum tíma. Premier League clubs will be presented with proposals to test players and officials at least twice a week, if the government approves plans for a return to full training— Sky Sports (@SkySports) April 30, 2020 Sky Sports segir frá því að ef að þessu verður þá verði fylgst mjög vel með heilsu allra leikmanna í deildinni. Aðeins eitt kórónuveirusmit gæti sett marga í sóttkví og ógnað því að deildin yrði kláruð. Samkvæmt tillögum ensku úrvalsdeildarinnar þá gætu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar þurft að fara í kórónuveirupróf tvisvar í viku allt frá því að liðin fá fullt leyfi til venjulegra æfinga. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og hinir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gæti því mögulega vera búnir að fara í allt að tuttugu próf áður en deildin klárast. Þessar tillögur voru unnar í samráði við lækninn Mark Gillett, ráðgjafa ensku úrvalsdeildarinnar, og eftir að hafa borið bækur saman við það sem menn eru að gera hjá La Liga á Spáni og í Bundesligunni í Þýskalandi. Öll þessi próf mega aftur á móti ekki fara fram séu þau að koma í veg fyrir að hægt sé að prófa almenning í Bretlandi. Enska úrvalsdeildin mun því borga fyrir þessi próf sjálf og prófin munu ekki koma úr birgðum breska heilbrigðiskerfisins. Gillett læknir ræddi við marga liðslækna samkvæmt heimildum Sky Sports en þessar hugmyndir voru rædda á fjarfundi 25. apríl síðastliðinn. Eins og staðan er núna þá er stefnan að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni 8. júní og klára tímabilið fyrir lok júlí. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar verða sendir í fjölda kórónuveiruprófa fari svo að enska úrvalsdeildin fái leyfi til að klára 2019-20 tímabilið í júní og júlí. Stjórnvöld í Bretlandi hafa verið að vinna með ensku úrvalsdeildinni síðustu daga með það að markmiði að finna leiðir til að spila síðustu níu umferðir tímabilsins án þess að auka álagið á breska heilbrigðiskerfið og um leið tryggja að það verði engin smit meðal úrvalsdeildarliðanna. Leikirnir sem eftir er munu þá fara fyrir luktum dyrum og verða væntanlega spilaðir á sérvöldum hlutlausum leikvöllum. Leikmenn gætu mögulega þurft að fara í sjö vikna útlegð frá fjölskyldu og vinum svo að hægt sé að tryggja það að enginn þeirra smitist á þessum tíma. Premier League clubs will be presented with proposals to test players and officials at least twice a week, if the government approves plans for a return to full training— Sky Sports (@SkySports) April 30, 2020 Sky Sports segir frá því að ef að þessu verður þá verði fylgst mjög vel með heilsu allra leikmanna í deildinni. Aðeins eitt kórónuveirusmit gæti sett marga í sóttkví og ógnað því að deildin yrði kláruð. Samkvæmt tillögum ensku úrvalsdeildarinnar þá gætu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar þurft að fara í kórónuveirupróf tvisvar í viku allt frá því að liðin fá fullt leyfi til venjulegra æfinga. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og hinir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gæti því mögulega vera búnir að fara í allt að tuttugu próf áður en deildin klárast. Þessar tillögur voru unnar í samráði við lækninn Mark Gillett, ráðgjafa ensku úrvalsdeildarinnar, og eftir að hafa borið bækur saman við það sem menn eru að gera hjá La Liga á Spáni og í Bundesligunni í Þýskalandi. Öll þessi próf mega aftur á móti ekki fara fram séu þau að koma í veg fyrir að hægt sé að prófa almenning í Bretlandi. Enska úrvalsdeildin mun því borga fyrir þessi próf sjálf og prófin munu ekki koma úr birgðum breska heilbrigðiskerfisins. Gillett læknir ræddi við marga liðslækna samkvæmt heimildum Sky Sports en þessar hugmyndir voru rædda á fjarfundi 25. apríl síðastliðinn. Eins og staðan er núna þá er stefnan að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni 8. júní og klára tímabilið fyrir lok júlí.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira