Slæm ákvörðun sem við breyttum í mjög góðan hlut Sindri Sverrisson skrifar 1. maí 2020 10:00 Margrét Valdimarsdóttir og fleiri hafa þurft að berjast fyrir því undarnfarnar vikur að sjá til þess að ÍR verði áfram með kvennalið í handbolta á næstu leiktíð. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Auðvitað á að vera kvennalið í Breiðholti, annað er bara rugl,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR í handbolta, en þeirri ákvörðun að leggja liðið niður hefur nú verið snúið og ÍR leikur því í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Fyrir rúmum mánuði var tilkynnt að kvennalið ÍR í handbolta yrði lagt niður en þeirri ákvörðun hefur verið snúið eftir að fjöldi sjálfboðaliða bauð fram sína krafta. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari og nýtt meistaraflokksráð kvenna stofnað, undir forystu Matthíasar Imsland. „Við erum ótrúlega hamingjusöm og ánægð með þetta allt saman. Þetta kostar fullt af vinnu en við erum búin að fá fullt af ótrúlega flottu fólki með okkur. Ég er ótrúlega bjartsýn á að það sé hægt að búa núna til menningu og hefð fyrir því að hafa flotta umgjörð um kvennaliðið í Breiðholti,“ segir Margrét í Sportinu í dag. Hún tekur undir að á vissan hátt hafi það verið lán í óláni að ákveðið væri að leggja liðið niður: „Já, ég held að það verði að segja það. Þetta var slæm ákvörðun en við náðum að snúa því upp í mjög góðan hlut á endanum.“ Eins og fyrr segir hefur fjöldi sjálfboðaliða lagt hönd á plóg til að hægt væri að snúa ákvörðuninni: „Grasrótin hefur algjörlega stigið upp og það er ótrúlega gaman að sjá hvað það er fjölbreyttur hópur sem vill standa með þessu. Við erum búin að fá fullt af fólki til að starfa í meistaraflokksráði í kringum liði og síðan er ótrúlegasta fólk; ÍR-ingar, Breiðhyltingar og fólk alls staðar að sem að hefur skráð sig í bakvarðasveit til að borga með liðinu smá pening á mánuði til að halda þessu gangandi. Það er ótrúlega ánægjulegt,“ segir Margrét en nánar er rætt við hana hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kvennalið ÍR gefst ekki upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. ÍR Sportið í dag Íslenski handboltinn Tengdar fréttir ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49 Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
„Auðvitað á að vera kvennalið í Breiðholti, annað er bara rugl,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR í handbolta, en þeirri ákvörðun að leggja liðið niður hefur nú verið snúið og ÍR leikur því í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Fyrir rúmum mánuði var tilkynnt að kvennalið ÍR í handbolta yrði lagt niður en þeirri ákvörðun hefur verið snúið eftir að fjöldi sjálfboðaliða bauð fram sína krafta. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari og nýtt meistaraflokksráð kvenna stofnað, undir forystu Matthíasar Imsland. „Við erum ótrúlega hamingjusöm og ánægð með þetta allt saman. Þetta kostar fullt af vinnu en við erum búin að fá fullt af ótrúlega flottu fólki með okkur. Ég er ótrúlega bjartsýn á að það sé hægt að búa núna til menningu og hefð fyrir því að hafa flotta umgjörð um kvennaliðið í Breiðholti,“ segir Margrét í Sportinu í dag. Hún tekur undir að á vissan hátt hafi það verið lán í óláni að ákveðið væri að leggja liðið niður: „Já, ég held að það verði að segja það. Þetta var slæm ákvörðun en við náðum að snúa því upp í mjög góðan hlut á endanum.“ Eins og fyrr segir hefur fjöldi sjálfboðaliða lagt hönd á plóg til að hægt væri að snúa ákvörðuninni: „Grasrótin hefur algjörlega stigið upp og það er ótrúlega gaman að sjá hvað það er fjölbreyttur hópur sem vill standa með þessu. Við erum búin að fá fullt af fólki til að starfa í meistaraflokksráði í kringum liði og síðan er ótrúlegasta fólk; ÍR-ingar, Breiðhyltingar og fólk alls staðar að sem að hefur skráð sig í bakvarðasveit til að borga með liðinu smá pening á mánuði til að halda þessu gangandi. Það er ótrúlega ánægjulegt,“ segir Margrét en nánar er rætt við hana hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kvennalið ÍR gefst ekki upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
ÍR Sportið í dag Íslenski handboltinn Tengdar fréttir ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49 Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49
Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00
ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30
Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57