Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2020 13:56 Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál er ætlað að skýra reglur um kaup og sölu á jörðum og fasteignum og takmarka hvað aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins geta keypt mikið af landi. Vísir/Vilhelm Í frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag eru undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila utan EES eru skýrðar nánar að mati ráðherra. Ákvæði núgildandi laga um það efni séu ekki nægjanlega skýr. Töluvert hefur verið rætt um jarðakaup og uppsöfnun jarðaeigna í samfélaginu undanfarin ár vegna kaupa fjársterkra erlendra aðila eins og Jim Ratcliffe á jörðum Austurlandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið með þetta frumvarp í smíðum um nokkurt skeið og segir að nái frumvarpið fram að ganga muni skapast yfirsýn yfir eignarhald á landi. „Og stjórnvöld öðlast stýritæki til að stuðla að því að landnýting sé í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi," segir Katrín. Undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila utan EES séu skýrðar nánar en ákvæði núgildandi laga um það efni séu ekki nægjanlega skýr. Gert sé ráð fyrir að kaupverð eignar skuli koma fram í þinglýstu afsali en kaupverð sé meðal annars forsenda ákvörðunar fasteignamats. Þetta sé mikið gagnsæismál. Þá er lagt til að Landeignaskrá á vegum Þjóðskrár Íslands verði vettvangur fyrir samræmda opinbera skráningu á landupplýsingum, sem aftur sé mikið gagnsæismál. Sjónarmiðum um náttúruvernd, byggðaþróun og sjálfbærni verði gert hærra undir höfði í markmiðsákvæði jarðalaga. „Þá eru sett inn skilyrði um samþykki fyrir aðilaskiptum að landi í skilgreindum tilfellum þar sem aðili á tiltekna stærð af landi fyrir. Markmiðið er að stjórnvöld hafi tæki til að sporna gegn of mikilli samþjöppun í eignarhaldi lands. Gert ráð fyrir að þessi skylda eigi m.a. við ef kaupandi á fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 1.500 hektarar að stærð. Eigi kaupandi eða tengdir aðilar samanlagt 10.000 hektara eða meira skuli samþykki að jafnaði ekki veitt, nema sýnt sé fram á sérstök not fyrir landið,“ segir Katrín. Einnig sé gert ráð fyrir aukinni upplýsingaskyldu tiltekinna lögaðila um eignarhald þeirra, sem enn og aftur sé gagnsæismál. Loks séu lögð til skýrari skilyrði fyrir afskráningu lögbýla og lausn lands úr landbúnaðarnotum. Jarðakaup útlendinga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Sigurjón selur jörð sína þýskum kaupsýslumanni Þjóðverjinn Sven Jacobi hefur keypt Hellisfjörð fyrir austan. 5. febrúar 2019 14:48 Handhafar laxveiðihlunninda óttast umhverfisslys, þessu fylgi gríðarleg mengun og óhjákvæmilegt sé að laxar sleppi út. 22. september 2016 16:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Í frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag eru undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila utan EES eru skýrðar nánar að mati ráðherra. Ákvæði núgildandi laga um það efni séu ekki nægjanlega skýr. Töluvert hefur verið rætt um jarðakaup og uppsöfnun jarðaeigna í samfélaginu undanfarin ár vegna kaupa fjársterkra erlendra aðila eins og Jim Ratcliffe á jörðum Austurlandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið með þetta frumvarp í smíðum um nokkurt skeið og segir að nái frumvarpið fram að ganga muni skapast yfirsýn yfir eignarhald á landi. „Og stjórnvöld öðlast stýritæki til að stuðla að því að landnýting sé í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi," segir Katrín. Undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila utan EES séu skýrðar nánar en ákvæði núgildandi laga um það efni séu ekki nægjanlega skýr. Gert sé ráð fyrir að kaupverð eignar skuli koma fram í þinglýstu afsali en kaupverð sé meðal annars forsenda ákvörðunar fasteignamats. Þetta sé mikið gagnsæismál. Þá er lagt til að Landeignaskrá á vegum Þjóðskrár Íslands verði vettvangur fyrir samræmda opinbera skráningu á landupplýsingum, sem aftur sé mikið gagnsæismál. Sjónarmiðum um náttúruvernd, byggðaþróun og sjálfbærni verði gert hærra undir höfði í markmiðsákvæði jarðalaga. „Þá eru sett inn skilyrði um samþykki fyrir aðilaskiptum að landi í skilgreindum tilfellum þar sem aðili á tiltekna stærð af landi fyrir. Markmiðið er að stjórnvöld hafi tæki til að sporna gegn of mikilli samþjöppun í eignarhaldi lands. Gert ráð fyrir að þessi skylda eigi m.a. við ef kaupandi á fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 1.500 hektarar að stærð. Eigi kaupandi eða tengdir aðilar samanlagt 10.000 hektara eða meira skuli samþykki að jafnaði ekki veitt, nema sýnt sé fram á sérstök not fyrir landið,“ segir Katrín. Einnig sé gert ráð fyrir aukinni upplýsingaskyldu tiltekinna lögaðila um eignarhald þeirra, sem enn og aftur sé gagnsæismál. Loks séu lögð til skýrari skilyrði fyrir afskráningu lögbýla og lausn lands úr landbúnaðarnotum.
Jarðakaup útlendinga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Sigurjón selur jörð sína þýskum kaupsýslumanni Þjóðverjinn Sven Jacobi hefur keypt Hellisfjörð fyrir austan. 5. febrúar 2019 14:48 Handhafar laxveiðihlunninda óttast umhverfisslys, þessu fylgi gríðarleg mengun og óhjákvæmilegt sé að laxar sleppi út. 22. september 2016 16:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15
Sigurjón selur jörð sína þýskum kaupsýslumanni Þjóðverjinn Sven Jacobi hefur keypt Hellisfjörð fyrir austan. 5. febrúar 2019 14:48
Handhafar laxveiðihlunninda óttast umhverfisslys, þessu fylgi gríðarleg mengun og óhjákvæmilegt sé að laxar sleppi út. 22. september 2016 16:45