Henderson fær ekki að láta ljós sitt skína á Old Trafford á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 19:00 Dean Henderson hefur farið mikinn í liði Sheffield United á leiktíðinni. EPA-EFE/PETER POWELL Enski markvörðurinn Dean Henderson hefur staðið sig með prýði það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hvort leiktíðin verði kláruð eður ei er ljóst að Henderson getur verið sáttur með framgöngu sína. Hann hefur verið frábær í spútnik liði tímabilsins, Sheffield United. Þegar deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins voru nýliðar Sheffield í 7. sæti eftir 28 umferðir með 43 stig. Þá hefur Henderson haldið oftast hreinu í deildinni ásamt Alisson [Liverpool] og Kasper Schmeichel [Leicester City] eða tíu sinnum. Henderson er á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni en hann kom til Stálborgarinnar á láni frá stórliði Manchester United. Þar var hann á eftir David De Gea og Sergio Romero í goggunarröðinni. Hann stefndi á að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar á næstu leiktíð en nú hefur Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, gefið það til kynna að Henderson verði lánaður frá Old Trafford enn á ný þegar næsta leiktíð hefst. 9.6 - The highest performing goalkeepers in Europe's top five leagues this season for Goals Prevented, based on Opta's Expected Goals on Target data:9.6 | Vicente Guaita8.7 | Martin Dubravka7.4 | Wojciech Szczesny7.2 | Dean Henderson7.0 | Walter BenítezStoppers. pic.twitter.com/2Wg07Ia20U— OptaJoe (@OptaJoe) March 18, 2020 Henderson munþó fá nýjan, og betrum bættan, samning í sumar en hann þarf samt að bíða eftir tækifærinu til að slá De Gea út sem aðalmarkvörð Man Utd. Hvort Englendingurinn fari aftur til Sheffield á eftir að koma í ljós en talið er að þó nokkur lið innan, sem og utan, Englands hafi áhuga á markverðinum unga. Enski fréttamiðillinn Daily Star greindi frá þessu. Þar kemur einnig fram að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi íhugað að skipta Jordan Pickford, aðalmarkverði Everton og landsliðsins, út fyrir Henderson. Evrópumótið í knattspyrnu fer fram næsta sumar og gæti hinn 23 ára gamli Henderson, með góðri frammistöðu á næstu leiktíð, verið orðinn aðalmarkvörður Englands þegar þar að kemur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Sjá meira
Enski markvörðurinn Dean Henderson hefur staðið sig með prýði það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hvort leiktíðin verði kláruð eður ei er ljóst að Henderson getur verið sáttur með framgöngu sína. Hann hefur verið frábær í spútnik liði tímabilsins, Sheffield United. Þegar deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins voru nýliðar Sheffield í 7. sæti eftir 28 umferðir með 43 stig. Þá hefur Henderson haldið oftast hreinu í deildinni ásamt Alisson [Liverpool] og Kasper Schmeichel [Leicester City] eða tíu sinnum. Henderson er á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni en hann kom til Stálborgarinnar á láni frá stórliði Manchester United. Þar var hann á eftir David De Gea og Sergio Romero í goggunarröðinni. Hann stefndi á að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar á næstu leiktíð en nú hefur Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, gefið það til kynna að Henderson verði lánaður frá Old Trafford enn á ný þegar næsta leiktíð hefst. 9.6 - The highest performing goalkeepers in Europe's top five leagues this season for Goals Prevented, based on Opta's Expected Goals on Target data:9.6 | Vicente Guaita8.7 | Martin Dubravka7.4 | Wojciech Szczesny7.2 | Dean Henderson7.0 | Walter BenítezStoppers. pic.twitter.com/2Wg07Ia20U— OptaJoe (@OptaJoe) March 18, 2020 Henderson munþó fá nýjan, og betrum bættan, samning í sumar en hann þarf samt að bíða eftir tækifærinu til að slá De Gea út sem aðalmarkvörð Man Utd. Hvort Englendingurinn fari aftur til Sheffield á eftir að koma í ljós en talið er að þó nokkur lið innan, sem og utan, Englands hafi áhuga á markverðinum unga. Enski fréttamiðillinn Daily Star greindi frá þessu. Þar kemur einnig fram að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi íhugað að skipta Jordan Pickford, aðalmarkverði Everton og landsliðsins, út fyrir Henderson. Evrópumótið í knattspyrnu fer fram næsta sumar og gæti hinn 23 ára gamli Henderson, með góðri frammistöðu á næstu leiktíð, verið orðinn aðalmarkvörður Englands þegar þar að kemur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Sjá meira