Móðurmál: „Þú veist hvað er best fyrir barnið þitt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. maí 2020 20:00 Mynd/Gunnar Jónatansson Dansarinn Malín Agla Kristjánsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum með kærasta sínum, einkaþjálfaranum Svavari Ingvarssyni. Hún segir að það hafi verið sérstakt að eignast barn á tímum Covid-19 og reyndi því að vera heima eins lengi og hún gat í hríðunum. „Í augnablikinu held ég mig heima og hlýði Víði. Það er svosem lán í óláni að ég sé akkúrat nýbúin að eignast barn og fái að njóta þess að vera í fæðingarorlofi og að njóta þess að vera heima að kynnast barninu mínu í ró og næði. Framundan er svo spennandi verkefni sem ég er að vinna að með kærastanum mínum og verður það vonandi klárt í lok sumars,“ segir Malín Agla. Hún var dugleg að hreyfa sig á meðgöngunni og dansaði meðal annars í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 fyrstu mánuðina. „Dansinn og hreyfingin hafði mjög jákvæð áhrif á mína meðgöngu. Mig langaði að hreyfa mig og dansa eins lengi og ég gat, og það var ein af bestu ákvörðunum sem ég tók. Þar sem að ég hef dansað nánast allt mitt líf, þá leið mér betur í skrokknum eftir hverja dansæfingu heldur en ef ég fór í ræktina. Dansinn hélt mér lipri og mjúkri og undirbjó líkamann minn vel fyrir fæðinguna vil ég meina og mæli ég hiklaust með að allar óléttar konur dansi ef þær hafa færi á því.“ Nafn? Malín Agla Kristjánsdóttir Aldur? 24 ára Barn númer? Fyrsta barn. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Eftir að ég hætti á getnaðarvörninni minni hafði tíðahringurinn minn verið frekar óreglulegur, sem þýddi að ég pældi aldrei í því ef ég var nokkrum dögum eða jafnvel vikum sein. Þegar ég var gengin tveimur vikum fram yfir pældi ég rosalega lítið í því, þangað til einn góðan veðurdag. Ég hef alltaf verið mikið fyrir kökur og sætindi svo þegar ég vildi ekki súkkulaðiköku í afmæli mágkonu minnar þá fyrst fór mig að gruna að ég væri mjög líklega ólétt. Á leiðinni heim úr afmælinu bað ég Svavar um að stoppa í apóteki svo ég gæti kippt einu stykki óléttuprófi með heim. Ég ætlaði þó ekki að taka það fyrr en næsta morgun, þar sem að svona próf eru nákvæmari á morgnana. Það fór svo ekki á milli mála næsta morgun þegar að ég pissaði á prikið að ég væri ólétt, þar sem að það komu strax tvær mjög skýrar línur. Svavar var sofandi, að ég hélt, þegar ég fór á klósettið en um leið og hann heyrði mig tala við sjálfa mig og byrja að gráta gleðitárum inná baðherbergi, rauk hann fram úr og kom og knúsaði mig, og þarna stóðum við nakin inni á baðherbergi að knúsast í hamingjutárunum okkar. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar?Fyrstu vikurnar voru erfiðar. Um leið og ég komst að því að ég væri ólétt byrjaði morgunógleðin sem var í raun og veru 24/7 ógleði. Ég ældi sem betur fer bara örfáum sinnum en það var mjög erfitt að vera stanslaust óglatt og með litla sem enga matarlyst. Svo svaf ég endalaust. Ég fór úr því að taka morgunæfingar á milli fimm og sex á morgnana í það að sofa til 11 eða 12 og vakna þreytt, það var mjög skrítin hægri beygja í rútínunni minni. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Það kom mér á óvart hvað ég átti góða meðgöngu. Ég er mjög þakklát fyrir það því ég veit að það er ekki sjálfgefið en það er líka svo gaman að eiga góða meðgöngusögu að segja frá. Svo kom líka mikið á óvart hversu fljótt ég hætti að passa í allar buxurnar mínar, þó svo að það sást ekkert á mér. Það var enginn búinn að segja mér að mjaðmirnar byrja að víkka strax og að maður hættir eiginlega alveg strax að passa í öll fötin sín. Mynd/Gunnar Jónatansson Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Bara nokkuð vel. Það er magnað að sjá hvernig líkaminn breytist og aðlagar sig til þess að leyfa nýju lífi að vaxa og dafna. Þó voru ekki allir dagar dans á rósum en ég var mjög dugleg að reyna að minna mig á að vera þakklát fyrir það að eiga heilbrigðan líkama sem leyfði mér að ganga með dóttur mína í níu mánuði. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mér fannst heilbrigðisþjónustan halda vel utan um mig sem og barnið mitt. Mér leið ávallt vel í mæðraverndinni minni og öllu skoðunum á kvennadeildinni. Í ljósi aðstæðna með Covid-19, þar sem að það er búið að takmarka stuðning frá maka í skoðunum og fæðingu, að þá er ég rosalega þakklát fyrir þær ljósmæður og starfsmennina sem sinna sínu starfi svo yndislega vel og sáu til þess að þessi upplifun væri sem fallegust og yndislegust fyrir okkur. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Ég fékk ekki eins mikil „kreiv“ og ég hélt að maður ætti að fá á meðgöngu. Maður hefur alltaf heyrt talað um að konur fái hin skrítnustu „kreiv“ og vilji eitthvað sem þeim finnst venjulega vont eða álíka. Það sem stóð upp úr hjá mér var að ég elskaði appelsínur og ferska ávexti og svo varð ég óð í súkkulaði og svala á tímabili. Ert þú búin að velja nafn? Já, við völdum nafnið Sigurrós Agla þegar við vorum í Siam Park vatnsrennibrautagarðinum á Tenerife í febrúar 2019, mjög skondið en raðirnar í brautirnar voru alltaf svo langar svo við nýttum tímann í þetta. Svo þegar við komumst að því að við ættum von á stúlku þá fór ekki á milli mála að hún ætti að heita Sigurrós Agla, enda fundum við aldrei neitt sem okkur fannst fallegra en það. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Kvíðinn og óvissan var erfiðast. Maður vill auðvitað að allt sé í lagi og að barninu heilsist vel og það var oft óþægilegt að vita ekki hvort allt léki ekki örugglega í lyndi inni í bumbunni. Það er svo margt sem getur farið úrskeiðis og það er því miður alls ekki sjálfsagt að eiga svona góða meðgöngu hvað þá að fæða heilbrigt barn. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Þetta óléttu „glow“ sem maður fær var mjög skemmtilegt, varirnar verða fyllri, hárið þykkara og húðin glóir og svo var náttúrlega dásamlegt að vera með kúlu. Bumbusakn er klárlega alvöru hlutur. Svo var yndislegt að fylgjast með bumbunni stækka og finna fyrir hreyfingum og sjá hana vaxa og dafna. Úr einkasafni Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? „Hvernig líður þér?“ og „Ertu ekki stressuð fyrir fæðingunni?“ Fyrri spurningunni var ekkert mál að svara en seinni spurningin varð fljótt þreytt. Ég fann aldrei fyrir kvíða né stressi fyrir fæðingunni, þvert á móti. Mig hlakkaði rosalega mikið til að upplifa fæðingu og að fá að ganga í gegnum þetta magnaða ferli. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Við fórum á fæðingarnámskeið í Jógasetrinu og svo lásum við okkur eitthvað til en við vorum þó bæði og erum enn mjög afslöppuð og tökum einn dag í einu í þessu spennandi en krefjandi nýja hlutverki. Mynd/Gunnar Jónatansson Hvernig var fæðingin? Fæðingin gekk ótrúlega vel. Ég byrjaði að fá verki um klukkan 23:00 sunnudagskvöldið 5. apríl og var í góðan sólarhring með túrverkjahríðar og seiðing en ekkert sem mér fannst vont né óþægilegt og það leið rosa langt á milli svo ég ákvað að hvíla mig vel ef ég skyldi vera að malla í gang. Svo um klukkan 23:00 á mánudagskvöldinu byrjuðu verkirnir að magnast. Í kringum 01:00 byrjuðu þeir að leiða aftur í bak og niður í fætur og engin leið að sofa í gegnum þá. Ég byrjaði þá að taka tímann á milli hríða og voru þá sjö til tíu mínútur á milli þeirra. Svavar var sofnaður og ég vildi leyfa honum að sofa ef þetta skyldi vera að gerast svo að ég fór fram í stofu með boltann og andaði mig í gegnum hríðarnar þar. Klukkan 04:00 voru hríðarnar orðnar sterkar og með þriggja til fimm mínútna millibili en mér fannst ég þó vera að höndla sársaukann svo ég ákvað að hringja upp á kvennadeild og fá ráð til þess að slaka á. Mér var ráðlagt að taka verkjatöflu og fara í sturtu og reyna að sofa. Ég tók eina verkjatöflu en hún gerði lítið sem ekki neitt og klukkan 5:30 vaknaði Svavar þar sem ég lá á grúfu yfir rúminu að reyna að anda mig í gegnum samdrátt og fyrsta sem hann sagði var: Er þetta að gerast!? Þarna var ég orðin dofin í framan og niður í fætur af sársauka við hverri hríð að ég ákvað að nú þyrftum við að kíkja upp á deild og athuga hvort við værum að fara að eignast barn í dag. Það er satt sem konur segja að það er ekki gaman að fá hríðar í bíl, en sem betur fer fékk ég „bara“ þrjár á leiðinni upp á deild. Ég var svo stressuð að fá þær fréttir að ég væri ekki komin með nógu mikla útvíkkun því eins og aðstæðurnar eru í dag að þá mátti Svavar ekki koma inn á fæðingarstofu fyrr en ég væri komin í „active labor“, eða virka fæðingu. Ég stönglaðist því ein inn á kvennadeildina klukkan 6:30 en vá hvað ég var ánægð þegar ljósmóðirin sagði mér að ég væri komin með átta í útvíkkun og fullstyttan legháls og að ég mætti hringja í Svavar og að hann mætti koma inn. Þegar við komum inn á fæðingarstofuna skellti ég mér í baðið, og vá hvað ég sé ekki eftir því, það var svo gott að geta hreyft mig frjálslega í gegnum samdrættina, sem voru orðnir töluvert verri og með um það bil mínútu millibili. Eftir 40 mínútna rembing í baðinu tók ég loks á móti dóttur minni klukkan 8:31 á fallegum þriðjudagsmorgni þann 7. apríl. Þar sem að fæðingin gekk svona vel og sængurlegudeildin var full þennan dag fengum við að fara heim samdægurs sem var yndislegt. Glæný á heileið af spítalanum.Úr einkasafni Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Það var ólýsanleg tilfinning. Léttir og ólýsanleg skilyrðislaus ást, allt saman í einu. Mjög yfirþyrmandi tilfinningar en samt svo dásamlegar og ómetanlegar. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Það sem kom mér mest á óvart var hversu mildar hríðir ég fékk. Ég veit að sjálfsögðu að engin fæðing er eins en maður var alltaf einhvern vegin búin að ímynda sér að hríðirnar yrðu óbærilegar en eins og ég sagði hérna áðan, að þá var ég komin með átta í útvíkkun þegar ég mætti upp á kvennadeild. Ekki datt mér í hug að ég myndi ná að halda mér heima svona lengi. Svo var rembingstilfinningin mjög skrítin. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Fenguð þið að vita kynið? Já, ég hefði sko ekki getað ekki vitað kynið, ég er allt of forvitin manneskja. Það kom á óvart því mig langaði í raun jafn mikið í bæði kynin. Mig var búið að dreyma stelpu einu sinni en ég tók í raun og veru ekkert mark á því, því ég vildi ekki verða vonsvikin ef þetta væri svo strákur. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Það þarf að opna umræðuna um góðar meðgöngur sem og fæðingar. Mér finnst maður alltaf heyra bara hversu erfitt þetta verður og hvort maður sé ekki stressuð eða hrædd fyrir fæðinguna og að hitt og þetta geti farið úrskeiðis eða gerst en enginn talar um það að allt geti gengið vel. Úr einkasafni Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já. Það er endalaus pressa. Það olli mér miklum kvíða í nokkra daga því alls staðar á netinu sér maður myndir af fullkomnum barnaherbergjum og fallegar kerrur og hitt og þetta en svo ákvað ég bara að ég vildi frekar reyna að fá allt sem mér bauðst notað og/eða gefið þar sem að mér finnst þetta svo rosalega stuttur tími sem barnið þarf suma hluti. Við vorum mjög heppin að fá gefins kerru, barnarúm, föt og margt fleira sem nýtist okkur svo vel og við ákváðum að leggja frekar í sjóð fyrir Sigurrós og fjárfesta í endingarlengri hlutum. Hvernig var þín reynsla af brjóstagjöf? Ég viðurkenni að ég var búin að vera mjög kvíðin síðustu vikurnar á meðgöngunni hvort ég myndi mjólka og geta verið með Sigurrós á brjósti en hún tók brjóstið strax eftir að hún fæddist og síðan þá hefur brjóstagjöfin gengið æðislega vel. Ég fékk stálma í einn dag nokkrum dögum eftir fæðinguna og það var alls ekki gaman en sem betur fer hvarf hann strax og ég hef ekki ennþá getað kvartað yfir neinu, sem ég er rosalega þakklát fyrir, enda veit ég að brjóstagjöf er alls ekki möguleiki fyrir allar mæður og eitthvað sem við stjórnum því miður ekki. Mynd/Gunnar Jónatansson Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já. Rosalega mikið. Sambandið okkar fór á næsta stig, ef ég get lýst því þannig. Við urðum einhvern vegin þúsundfalt tengdari og nánari, þegar ég hélt að það gæti ekki gerst. Eins og maður fær þessa ólýsanlegu óskilyrðislausu ást fyrir barnið sitt þá jókst ást okkar til hvors annars ennþá meira. Að verða fjölskylda er það besta sem við höfum upplifað. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Ekki bíða með það að fjárfesta í eða fá gefins meðgöngufatnað. Ég reyndi allt of lengi að troða mér í venjulegu fötin mín og keypti mér mínar fyrstu og einu meðgöngugallabuxur þegar ég var gengin sjö mánuði og VÁ hvað það breytti öllu. Svo á maður alltaf að trúa sínu eigin innsæi. Þessu nýja hlutverki fylgir mikil óvissa og óöryggi en þú þekkir barnið þitt best og þú veist hvað er best fyrir barnið þitt. Móðurmál Frjósemi Börn og uppeldi Dans Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál „Varð skotin í honum um leið og ég hitti hann“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Dansarinn Malín Agla Kristjánsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum með kærasta sínum, einkaþjálfaranum Svavari Ingvarssyni. Hún segir að það hafi verið sérstakt að eignast barn á tímum Covid-19 og reyndi því að vera heima eins lengi og hún gat í hríðunum. „Í augnablikinu held ég mig heima og hlýði Víði. Það er svosem lán í óláni að ég sé akkúrat nýbúin að eignast barn og fái að njóta þess að vera í fæðingarorlofi og að njóta þess að vera heima að kynnast barninu mínu í ró og næði. Framundan er svo spennandi verkefni sem ég er að vinna að með kærastanum mínum og verður það vonandi klárt í lok sumars,“ segir Malín Agla. Hún var dugleg að hreyfa sig á meðgöngunni og dansaði meðal annars í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 fyrstu mánuðina. „Dansinn og hreyfingin hafði mjög jákvæð áhrif á mína meðgöngu. Mig langaði að hreyfa mig og dansa eins lengi og ég gat, og það var ein af bestu ákvörðunum sem ég tók. Þar sem að ég hef dansað nánast allt mitt líf, þá leið mér betur í skrokknum eftir hverja dansæfingu heldur en ef ég fór í ræktina. Dansinn hélt mér lipri og mjúkri og undirbjó líkamann minn vel fyrir fæðinguna vil ég meina og mæli ég hiklaust með að allar óléttar konur dansi ef þær hafa færi á því.“ Nafn? Malín Agla Kristjánsdóttir Aldur? 24 ára Barn númer? Fyrsta barn. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Eftir að ég hætti á getnaðarvörninni minni hafði tíðahringurinn minn verið frekar óreglulegur, sem þýddi að ég pældi aldrei í því ef ég var nokkrum dögum eða jafnvel vikum sein. Þegar ég var gengin tveimur vikum fram yfir pældi ég rosalega lítið í því, þangað til einn góðan veðurdag. Ég hef alltaf verið mikið fyrir kökur og sætindi svo þegar ég vildi ekki súkkulaðiköku í afmæli mágkonu minnar þá fyrst fór mig að gruna að ég væri mjög líklega ólétt. Á leiðinni heim úr afmælinu bað ég Svavar um að stoppa í apóteki svo ég gæti kippt einu stykki óléttuprófi með heim. Ég ætlaði þó ekki að taka það fyrr en næsta morgun, þar sem að svona próf eru nákvæmari á morgnana. Það fór svo ekki á milli mála næsta morgun þegar að ég pissaði á prikið að ég væri ólétt, þar sem að það komu strax tvær mjög skýrar línur. Svavar var sofandi, að ég hélt, þegar ég fór á klósettið en um leið og hann heyrði mig tala við sjálfa mig og byrja að gráta gleðitárum inná baðherbergi, rauk hann fram úr og kom og knúsaði mig, og þarna stóðum við nakin inni á baðherbergi að knúsast í hamingjutárunum okkar. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar?Fyrstu vikurnar voru erfiðar. Um leið og ég komst að því að ég væri ólétt byrjaði morgunógleðin sem var í raun og veru 24/7 ógleði. Ég ældi sem betur fer bara örfáum sinnum en það var mjög erfitt að vera stanslaust óglatt og með litla sem enga matarlyst. Svo svaf ég endalaust. Ég fór úr því að taka morgunæfingar á milli fimm og sex á morgnana í það að sofa til 11 eða 12 og vakna þreytt, það var mjög skrítin hægri beygja í rútínunni minni. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Það kom mér á óvart hvað ég átti góða meðgöngu. Ég er mjög þakklát fyrir það því ég veit að það er ekki sjálfgefið en það er líka svo gaman að eiga góða meðgöngusögu að segja frá. Svo kom líka mikið á óvart hversu fljótt ég hætti að passa í allar buxurnar mínar, þó svo að það sást ekkert á mér. Það var enginn búinn að segja mér að mjaðmirnar byrja að víkka strax og að maður hættir eiginlega alveg strax að passa í öll fötin sín. Mynd/Gunnar Jónatansson Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Bara nokkuð vel. Það er magnað að sjá hvernig líkaminn breytist og aðlagar sig til þess að leyfa nýju lífi að vaxa og dafna. Þó voru ekki allir dagar dans á rósum en ég var mjög dugleg að reyna að minna mig á að vera þakklát fyrir það að eiga heilbrigðan líkama sem leyfði mér að ganga með dóttur mína í níu mánuði. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mér fannst heilbrigðisþjónustan halda vel utan um mig sem og barnið mitt. Mér leið ávallt vel í mæðraverndinni minni og öllu skoðunum á kvennadeildinni. Í ljósi aðstæðna með Covid-19, þar sem að það er búið að takmarka stuðning frá maka í skoðunum og fæðingu, að þá er ég rosalega þakklát fyrir þær ljósmæður og starfsmennina sem sinna sínu starfi svo yndislega vel og sáu til þess að þessi upplifun væri sem fallegust og yndislegust fyrir okkur. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Ég fékk ekki eins mikil „kreiv“ og ég hélt að maður ætti að fá á meðgöngu. Maður hefur alltaf heyrt talað um að konur fái hin skrítnustu „kreiv“ og vilji eitthvað sem þeim finnst venjulega vont eða álíka. Það sem stóð upp úr hjá mér var að ég elskaði appelsínur og ferska ávexti og svo varð ég óð í súkkulaði og svala á tímabili. Ert þú búin að velja nafn? Já, við völdum nafnið Sigurrós Agla þegar við vorum í Siam Park vatnsrennibrautagarðinum á Tenerife í febrúar 2019, mjög skondið en raðirnar í brautirnar voru alltaf svo langar svo við nýttum tímann í þetta. Svo þegar við komumst að því að við ættum von á stúlku þá fór ekki á milli mála að hún ætti að heita Sigurrós Agla, enda fundum við aldrei neitt sem okkur fannst fallegra en það. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Kvíðinn og óvissan var erfiðast. Maður vill auðvitað að allt sé í lagi og að barninu heilsist vel og það var oft óþægilegt að vita ekki hvort allt léki ekki örugglega í lyndi inni í bumbunni. Það er svo margt sem getur farið úrskeiðis og það er því miður alls ekki sjálfsagt að eiga svona góða meðgöngu hvað þá að fæða heilbrigt barn. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Þetta óléttu „glow“ sem maður fær var mjög skemmtilegt, varirnar verða fyllri, hárið þykkara og húðin glóir og svo var náttúrlega dásamlegt að vera með kúlu. Bumbusakn er klárlega alvöru hlutur. Svo var yndislegt að fylgjast með bumbunni stækka og finna fyrir hreyfingum og sjá hana vaxa og dafna. Úr einkasafni Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? „Hvernig líður þér?“ og „Ertu ekki stressuð fyrir fæðingunni?“ Fyrri spurningunni var ekkert mál að svara en seinni spurningin varð fljótt þreytt. Ég fann aldrei fyrir kvíða né stressi fyrir fæðingunni, þvert á móti. Mig hlakkaði rosalega mikið til að upplifa fæðingu og að fá að ganga í gegnum þetta magnaða ferli. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Við fórum á fæðingarnámskeið í Jógasetrinu og svo lásum við okkur eitthvað til en við vorum þó bæði og erum enn mjög afslöppuð og tökum einn dag í einu í þessu spennandi en krefjandi nýja hlutverki. Mynd/Gunnar Jónatansson Hvernig var fæðingin? Fæðingin gekk ótrúlega vel. Ég byrjaði að fá verki um klukkan 23:00 sunnudagskvöldið 5. apríl og var í góðan sólarhring með túrverkjahríðar og seiðing en ekkert sem mér fannst vont né óþægilegt og það leið rosa langt á milli svo ég ákvað að hvíla mig vel ef ég skyldi vera að malla í gang. Svo um klukkan 23:00 á mánudagskvöldinu byrjuðu verkirnir að magnast. Í kringum 01:00 byrjuðu þeir að leiða aftur í bak og niður í fætur og engin leið að sofa í gegnum þá. Ég byrjaði þá að taka tímann á milli hríða og voru þá sjö til tíu mínútur á milli þeirra. Svavar var sofnaður og ég vildi leyfa honum að sofa ef þetta skyldi vera að gerast svo að ég fór fram í stofu með boltann og andaði mig í gegnum hríðarnar þar. Klukkan 04:00 voru hríðarnar orðnar sterkar og með þriggja til fimm mínútna millibili en mér fannst ég þó vera að höndla sársaukann svo ég ákvað að hringja upp á kvennadeild og fá ráð til þess að slaka á. Mér var ráðlagt að taka verkjatöflu og fara í sturtu og reyna að sofa. Ég tók eina verkjatöflu en hún gerði lítið sem ekki neitt og klukkan 5:30 vaknaði Svavar þar sem ég lá á grúfu yfir rúminu að reyna að anda mig í gegnum samdrátt og fyrsta sem hann sagði var: Er þetta að gerast!? Þarna var ég orðin dofin í framan og niður í fætur af sársauka við hverri hríð að ég ákvað að nú þyrftum við að kíkja upp á deild og athuga hvort við værum að fara að eignast barn í dag. Það er satt sem konur segja að það er ekki gaman að fá hríðar í bíl, en sem betur fer fékk ég „bara“ þrjár á leiðinni upp á deild. Ég var svo stressuð að fá þær fréttir að ég væri ekki komin með nógu mikla útvíkkun því eins og aðstæðurnar eru í dag að þá mátti Svavar ekki koma inn á fæðingarstofu fyrr en ég væri komin í „active labor“, eða virka fæðingu. Ég stönglaðist því ein inn á kvennadeildina klukkan 6:30 en vá hvað ég var ánægð þegar ljósmóðirin sagði mér að ég væri komin með átta í útvíkkun og fullstyttan legháls og að ég mætti hringja í Svavar og að hann mætti koma inn. Þegar við komum inn á fæðingarstofuna skellti ég mér í baðið, og vá hvað ég sé ekki eftir því, það var svo gott að geta hreyft mig frjálslega í gegnum samdrættina, sem voru orðnir töluvert verri og með um það bil mínútu millibili. Eftir 40 mínútna rembing í baðinu tók ég loks á móti dóttur minni klukkan 8:31 á fallegum þriðjudagsmorgni þann 7. apríl. Þar sem að fæðingin gekk svona vel og sængurlegudeildin var full þennan dag fengum við að fara heim samdægurs sem var yndislegt. Glæný á heileið af spítalanum.Úr einkasafni Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Það var ólýsanleg tilfinning. Léttir og ólýsanleg skilyrðislaus ást, allt saman í einu. Mjög yfirþyrmandi tilfinningar en samt svo dásamlegar og ómetanlegar. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Það sem kom mér mest á óvart var hversu mildar hríðir ég fékk. Ég veit að sjálfsögðu að engin fæðing er eins en maður var alltaf einhvern vegin búin að ímynda sér að hríðirnar yrðu óbærilegar en eins og ég sagði hérna áðan, að þá var ég komin með átta í útvíkkun þegar ég mætti upp á kvennadeild. Ekki datt mér í hug að ég myndi ná að halda mér heima svona lengi. Svo var rembingstilfinningin mjög skrítin. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Fenguð þið að vita kynið? Já, ég hefði sko ekki getað ekki vitað kynið, ég er allt of forvitin manneskja. Það kom á óvart því mig langaði í raun jafn mikið í bæði kynin. Mig var búið að dreyma stelpu einu sinni en ég tók í raun og veru ekkert mark á því, því ég vildi ekki verða vonsvikin ef þetta væri svo strákur. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Það þarf að opna umræðuna um góðar meðgöngur sem og fæðingar. Mér finnst maður alltaf heyra bara hversu erfitt þetta verður og hvort maður sé ekki stressuð eða hrædd fyrir fæðinguna og að hitt og þetta geti farið úrskeiðis eða gerst en enginn talar um það að allt geti gengið vel. Úr einkasafni Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já. Það er endalaus pressa. Það olli mér miklum kvíða í nokkra daga því alls staðar á netinu sér maður myndir af fullkomnum barnaherbergjum og fallegar kerrur og hitt og þetta en svo ákvað ég bara að ég vildi frekar reyna að fá allt sem mér bauðst notað og/eða gefið þar sem að mér finnst þetta svo rosalega stuttur tími sem barnið þarf suma hluti. Við vorum mjög heppin að fá gefins kerru, barnarúm, föt og margt fleira sem nýtist okkur svo vel og við ákváðum að leggja frekar í sjóð fyrir Sigurrós og fjárfesta í endingarlengri hlutum. Hvernig var þín reynsla af brjóstagjöf? Ég viðurkenni að ég var búin að vera mjög kvíðin síðustu vikurnar á meðgöngunni hvort ég myndi mjólka og geta verið með Sigurrós á brjósti en hún tók brjóstið strax eftir að hún fæddist og síðan þá hefur brjóstagjöfin gengið æðislega vel. Ég fékk stálma í einn dag nokkrum dögum eftir fæðinguna og það var alls ekki gaman en sem betur fer hvarf hann strax og ég hef ekki ennþá getað kvartað yfir neinu, sem ég er rosalega þakklát fyrir, enda veit ég að brjóstagjöf er alls ekki möguleiki fyrir allar mæður og eitthvað sem við stjórnum því miður ekki. Mynd/Gunnar Jónatansson Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já. Rosalega mikið. Sambandið okkar fór á næsta stig, ef ég get lýst því þannig. Við urðum einhvern vegin þúsundfalt tengdari og nánari, þegar ég hélt að það gæti ekki gerst. Eins og maður fær þessa ólýsanlegu óskilyrðislausu ást fyrir barnið sitt þá jókst ást okkar til hvors annars ennþá meira. Að verða fjölskylda er það besta sem við höfum upplifað. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Ekki bíða með það að fjárfesta í eða fá gefins meðgöngufatnað. Ég reyndi allt of lengi að troða mér í venjulegu fötin mín og keypti mér mínar fyrstu og einu meðgöngugallabuxur þegar ég var gengin sjö mánuði og VÁ hvað það breytti öllu. Svo á maður alltaf að trúa sínu eigin innsæi. Þessu nýja hlutverki fylgir mikil óvissa og óöryggi en þú þekkir barnið þitt best og þú veist hvað er best fyrir barnið þitt.
Móðurmál Frjósemi Börn og uppeldi Dans Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál „Varð skotin í honum um leið og ég hitti hann“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira