Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 09:30 Guðjón Valur Sigurðsson fagnar hér marki með íslenska landsliðinu á HM í Katar en hann varð bæði markakóngur HM og þýsku deildarinnar þegar hann var síðast hjá Gummersbach. epa/Ali Haider Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki lengi frá handbolta þótt að hann hafi lagt skóna á hilluna á dögunum. Eins og fram hefur komið þá er Guðjón Valur búinn að ráða sig sem næsti þjálfari Gummersbach liðsins. Henry Birgir Gunnarsson fékk Guðjón Val til sín í Seinni bylgjuna í gær og spurði hann meðal annars út í nýja starfið hjá Gummersbach. Hann var leikmaður félagsins á sínum tíma. „Þetta byrjaði í janúar og febrúar en þá var það spurning hvort ég ætlaði að fara að spila þarna því ég ætlaði mér að spila áfram. Við vorum eitthvað búin að ræða það en ég var ekki alltof spenntur fyrir því að þetta var ekki efst á listanum hjá mér. Ég var að skoða ýmsa hluti,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur spilaði með Gummersbach á árunum 2005 til 2008 og varð bæði markakóngur þýsku deildarinnar og markakóngur HM sem leikmaður félagsins. „Svo vorum við aðeins að ræða málin og þá fór þetta þróast út í það hvort ég hefði áhuga á að fara út í þjálfun. Það er eitthvað sem ég hef gengið með í maganum en aldrei talað þannig lagað um,“ sagði Guðjón Valur. „Ég var einhvern veginn ekki alveg tilbúinn í það ef ég hefði klárað þetta tímabil og það hefði náð fram í miðjan júní eins og til stóð með landsliðinu. Þá hefði ég ekki bara tekið mér tveggja vikna frí eða farið beint á nýjan stað,“ sagði Guðjón Valur. „Í ljósi aðstæðna núna, hafa meiri tíma til að undirbúa sig, ekki vitandi hvað er í framhaldinu var og kominn á þennan aldur þá fannst mér þetta of spennandi til að gera þetta ekki,“ sagði Guðjón Valur sem mun klára hæstu þjálfaragráðuna hjá HSÍ áður en hann fer út til Þýskalands. „Ég byrja bara á núlli og það er enginn bónus. Mér lýst mjög vel á verkefnið og ég hef aldrei skorast undan neinum áskorununum eða reynt að fara í felur í erfiðum aðstæðum. Ég hlakka til en ég veit að þetta er tiltölulega stór klúbbur og áhuginn í dag er eiginlega búinn að vera alltof mikill. Maður veit það líka að það eru sérstakir tímar og lítið annað í gangi,“ sagði Guðjón Valur. „Ég vona að ég geti gefið eitthvað til leikmannanna og til klúbbsins. Ég er búinn að vera með frábæra þjálfara á mínum ferli og vona að ég hafi lært eitthvað. Ég er vel meðvitaður um það að þetta er þó nokkuð flóknara verkefni núna þegar maður var búinn að spila svona lengi og kominn með ákveðna reynslu í þessu. Það er mikið sem breytist en ég hlakka samt bara til,“ sagði Guðjón Valur. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Val tala um nýja starfið sitt. Klippa: Guðjón Valur um nýja starfið hjá Gummersbach Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni. Þýski handboltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki lengi frá handbolta þótt að hann hafi lagt skóna á hilluna á dögunum. Eins og fram hefur komið þá er Guðjón Valur búinn að ráða sig sem næsti þjálfari Gummersbach liðsins. Henry Birgir Gunnarsson fékk Guðjón Val til sín í Seinni bylgjuna í gær og spurði hann meðal annars út í nýja starfið hjá Gummersbach. Hann var leikmaður félagsins á sínum tíma. „Þetta byrjaði í janúar og febrúar en þá var það spurning hvort ég ætlaði að fara að spila þarna því ég ætlaði mér að spila áfram. Við vorum eitthvað búin að ræða það en ég var ekki alltof spenntur fyrir því að þetta var ekki efst á listanum hjá mér. Ég var að skoða ýmsa hluti,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur spilaði með Gummersbach á árunum 2005 til 2008 og varð bæði markakóngur þýsku deildarinnar og markakóngur HM sem leikmaður félagsins. „Svo vorum við aðeins að ræða málin og þá fór þetta þróast út í það hvort ég hefði áhuga á að fara út í þjálfun. Það er eitthvað sem ég hef gengið með í maganum en aldrei talað þannig lagað um,“ sagði Guðjón Valur. „Ég var einhvern veginn ekki alveg tilbúinn í það ef ég hefði klárað þetta tímabil og það hefði náð fram í miðjan júní eins og til stóð með landsliðinu. Þá hefði ég ekki bara tekið mér tveggja vikna frí eða farið beint á nýjan stað,“ sagði Guðjón Valur. „Í ljósi aðstæðna núna, hafa meiri tíma til að undirbúa sig, ekki vitandi hvað er í framhaldinu var og kominn á þennan aldur þá fannst mér þetta of spennandi til að gera þetta ekki,“ sagði Guðjón Valur sem mun klára hæstu þjálfaragráðuna hjá HSÍ áður en hann fer út til Þýskalands. „Ég byrja bara á núlli og það er enginn bónus. Mér lýst mjög vel á verkefnið og ég hef aldrei skorast undan neinum áskorununum eða reynt að fara í felur í erfiðum aðstæðum. Ég hlakka til en ég veit að þetta er tiltölulega stór klúbbur og áhuginn í dag er eiginlega búinn að vera alltof mikill. Maður veit það líka að það eru sérstakir tímar og lítið annað í gangi,“ sagði Guðjón Valur. „Ég vona að ég geti gefið eitthvað til leikmannanna og til klúbbsins. Ég er búinn að vera með frábæra þjálfara á mínum ferli og vona að ég hafi lært eitthvað. Ég er vel meðvitaður um það að þetta er þó nokkuð flóknara verkefni núna þegar maður var búinn að spila svona lengi og kominn með ákveðna reynslu í þessu. Það er mikið sem breytist en ég hlakka samt bara til,“ sagði Guðjón Valur. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Val tala um nýja starfið sitt. Klippa: Guðjón Valur um nýja starfið hjá Gummersbach Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni.
Þýski handboltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira