Ekki heyrt af stórum brotum á samkomutakmörkunum í gærkvöldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2021 12:01 Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segist ekki vita til þess að í gærkvöldi hafi verið mikið um brot á samkomutakmörkunum. „Ekki sem ég hef heyrt af en það er hjá staðarlögreglu á hverjum stað, þær tilkynningar, og ég yfirleitt heyri ekki af því nema það sé eitthvað stórt,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Áður hafði sóttvarnalæknir lýst yfir áhyggjum af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins hér á landi í kjölfar hópamyndunar um jól og áramót. Hann hefur síðan sagt að áhyggjur hans hafi ekki raungerst og ekki sé að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Þó eigi enn eftir að koma í ljós hvort áramótakippur komi í tölur yfir kórónuveirusmit innanlands. Það komi í ljós eftir viku. Rögnvaldur segir koma á óvart hversu vel hefur gengið yfir jólin. „Já, það verður að segjast eins og er. Við reiknuðum með fleiri smitum sem yndu fylgja aðventunni og jólunum og áramótum. Enn sem komið er þá í raun kemur okkur á óvart hvað þetta hefur gengið vel og sýnir bara hvað fólk er að taka vel þátt í þessu með okkur, sem er bara frábært,“ segir Rögnvaldur. Skilaboð Rögnvalds til fólks inn í nýja árið eru einföld, og í takt við það sem ítrekað hefur verið brýnt fyrir landsmönnum. „Bara gleðjast yfir í rauninni góðri stöðu hjá okkur, með faraldurinn. Við megum heldur ekki vera alltaf bara að skammast og vera með leiðindi. Þetta er náttúrulega búið að ganga rosalega vel undanfarið og ég held að það sé alveg ástæða til að fagna því. En á sama tíma að sofna ekki á verðinum og halda áfram á sömu braut.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ekki sem ég hef heyrt af en það er hjá staðarlögreglu á hverjum stað, þær tilkynningar, og ég yfirleitt heyri ekki af því nema það sé eitthvað stórt,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Áður hafði sóttvarnalæknir lýst yfir áhyggjum af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins hér á landi í kjölfar hópamyndunar um jól og áramót. Hann hefur síðan sagt að áhyggjur hans hafi ekki raungerst og ekki sé að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Þó eigi enn eftir að koma í ljós hvort áramótakippur komi í tölur yfir kórónuveirusmit innanlands. Það komi í ljós eftir viku. Rögnvaldur segir koma á óvart hversu vel hefur gengið yfir jólin. „Já, það verður að segjast eins og er. Við reiknuðum með fleiri smitum sem yndu fylgja aðventunni og jólunum og áramótum. Enn sem komið er þá í raun kemur okkur á óvart hvað þetta hefur gengið vel og sýnir bara hvað fólk er að taka vel þátt í þessu með okkur, sem er bara frábært,“ segir Rögnvaldur. Skilaboð Rögnvalds til fólks inn í nýja árið eru einföld, og í takt við það sem ítrekað hefur verið brýnt fyrir landsmönnum. „Bara gleðjast yfir í rauninni góðri stöðu hjá okkur, með faraldurinn. Við megum heldur ekki vera alltaf bara að skammast og vera með leiðindi. Þetta er náttúrulega búið að ganga rosalega vel undanfarið og ég held að það sé alveg ástæða til að fagna því. En á sama tíma að sofna ekki á verðinum og halda áfram á sömu braut.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira