„Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2021 23:26 Bayle Gelle sýnir fjölmiðlum mynd af Dolal Idd, 22 ára syni hans, sem lögregla í Minneapolis skaut til bana á miðvikudag. Chao Xiong/Star Tribune/AP Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum hefur birt upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem skutu Dolal Idd, svartan mann á þrítugsaldri, til bana á miðvikudag. Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla í Minneapolis drepur mann frá því að George Floyd lést í maí. Floyd lést eftir að Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur, þrátt fyrir að hann segðist ekki ná andanum. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Upptökurnar sem nú hafa verið birtar eru úr búkmyndavél lögreglumanns sem tók þátt í aðgerðum í Minneapolis á miðvikudag. Idd var grunaður um glæp og var stöðvaður af lögreglu við bensínstöð í Minneapolis. Í upptökunum heyrast og sjást lögreglumenn hrópa að Idd og biðja hann að stöðva bíl sinn og rétta hendur upp í loft. Í kjölfarið er skotum hleypt af. Samkvæmt framburði vitna og lögreglu skaut Idd fyrst og lögreglumenn svöruðu þá í sömu mynt. Idd lést af sárum sínum. Umfjöllun um andlát Idd og hluta úr umræddum upptökum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Hópur fólks safnaðist saman við bensínstöðina í gær, gamlársdag. Bayle Gelle, faðir Idd, var þar á meðal og tjáði fjölmiðlum að dauði sonar hans væri kynþáttafordómum um að kenna. „Af hverju erum við hér? Vegna litarhafts. Hann er svartur maður. Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn,“ sagði Gelle í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina. Jacob Frey borgarstjóri Minneapolis sagði í yfirlýsingu að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að komast að staðreyndum málsins. Réttlætinu yrði framfylgt. Kallað var eftir allsherjar endurskipulagningu innan lögreglu í Minneapolis eftir dauða Floyd, og jafnvel að lögregla yrði lögð niður í borginni, en ekkert hefur enn orðið af áætlunum þess efnis, að því er segir í frétt BBC af málinu. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00 Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59 Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Floyd lést eftir að Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur, þrátt fyrir að hann segðist ekki ná andanum. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Upptökurnar sem nú hafa verið birtar eru úr búkmyndavél lögreglumanns sem tók þátt í aðgerðum í Minneapolis á miðvikudag. Idd var grunaður um glæp og var stöðvaður af lögreglu við bensínstöð í Minneapolis. Í upptökunum heyrast og sjást lögreglumenn hrópa að Idd og biðja hann að stöðva bíl sinn og rétta hendur upp í loft. Í kjölfarið er skotum hleypt af. Samkvæmt framburði vitna og lögreglu skaut Idd fyrst og lögreglumenn svöruðu þá í sömu mynt. Idd lést af sárum sínum. Umfjöllun um andlát Idd og hluta úr umræddum upptökum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Hópur fólks safnaðist saman við bensínstöðina í gær, gamlársdag. Bayle Gelle, faðir Idd, var þar á meðal og tjáði fjölmiðlum að dauði sonar hans væri kynþáttafordómum um að kenna. „Af hverju erum við hér? Vegna litarhafts. Hann er svartur maður. Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn,“ sagði Gelle í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina. Jacob Frey borgarstjóri Minneapolis sagði í yfirlýsingu að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að komast að staðreyndum málsins. Réttlætinu yrði framfylgt. Kallað var eftir allsherjar endurskipulagningu innan lögreglu í Minneapolis eftir dauða Floyd, og jafnvel að lögregla yrði lögð niður í borginni, en ekkert hefur enn orðið af áætlunum þess efnis, að því er segir í frétt BBC af málinu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00 Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59 Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00
Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59
Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06