Segir bólusetninguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir bráðamóttökuna Atli Ísleifsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. janúar 2021 12:31 Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðamóttöku Landsspítala. Vísir/Sigurjón Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir það mjög ánægjulegt og hafa gríðarlega þýðingu fyrir deildina að byrjað sé að bólusetja starfsmenn. Hann segir starfsmenn varla hafa fundið fyrir nokkrum aukaverkunum af fyrri bólusetningunni. Byrjað var að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í framlínu gegn Covid-19 milli jóla og nýárs. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, leggur áherslu á það sé ekki fyrr en eftir seinni bólusetningu að þremur vikum liðnum, og svo þá viku sem tekur fyrir bóluefni að virka, sem efnið virkilega veitir starfsfólkinu öfluga vörn. Það sé hins vegar mjög ánægjulegt að ferlið sé farið af stað. „Það hafa hins vegar komið í kringum fimmtíu þúsund manns á bráðamóttökuna frá því að Covid byrjaði á Íslandi í febrúar. Við höfum sem betur fer ekki fengið upp neina sýkingu sem við getum rakið til vinnu hér á bráðamóttöku og erum afskaplega ánægð með það. Afskaplega stolt með að starfsfólkið hafi náð að fylgja sóttvörnum svona vel,“ segir Jón Magnús. Allir þegið bólusetningu nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til Jón Magnús segir alla starfsmenn hafa þegið bólusetninguna nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til, hvort sem það eigi þá við um konur sem séu barnhafandi eða með barn á brjósti, eða þá einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir innihaldsefnum. Hann segir starfsfólk ekki hafa verið hrætt að taka bóluefnið þó að það sé nýtt af nálinni og að það hafi ekki fundið fyrir miklum aukaverkunum. „Aukaverkanir eru bara mjög svipaðar og að fara í aðrar bólusetningar. Það eru aðeins eymsli á stungustað en það er allt og sumt,“ segir Jón Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir „Hillir undir það að þetta muni klárast“ Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin. 2. janúar 2021 12:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Byrjað var að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í framlínu gegn Covid-19 milli jóla og nýárs. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, leggur áherslu á það sé ekki fyrr en eftir seinni bólusetningu að þremur vikum liðnum, og svo þá viku sem tekur fyrir bóluefni að virka, sem efnið virkilega veitir starfsfólkinu öfluga vörn. Það sé hins vegar mjög ánægjulegt að ferlið sé farið af stað. „Það hafa hins vegar komið í kringum fimmtíu þúsund manns á bráðamóttökuna frá því að Covid byrjaði á Íslandi í febrúar. Við höfum sem betur fer ekki fengið upp neina sýkingu sem við getum rakið til vinnu hér á bráðamóttöku og erum afskaplega ánægð með það. Afskaplega stolt með að starfsfólkið hafi náð að fylgja sóttvörnum svona vel,“ segir Jón Magnús. Allir þegið bólusetningu nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til Jón Magnús segir alla starfsmenn hafa þegið bólusetninguna nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til, hvort sem það eigi þá við um konur sem séu barnhafandi eða með barn á brjósti, eða þá einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir innihaldsefnum. Hann segir starfsfólk ekki hafa verið hrætt að taka bóluefnið þó að það sé nýtt af nálinni og að það hafi ekki fundið fyrir miklum aukaverkunum. „Aukaverkanir eru bara mjög svipaðar og að fara í aðrar bólusetningar. Það eru aðeins eymsli á stungustað en það er allt og sumt,“ segir Jón Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir „Hillir undir það að þetta muni klárast“ Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin. 2. janúar 2021 12:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Hillir undir það að þetta muni klárast“ Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin. 2. janúar 2021 12:12