Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2021 11:46 „Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi,“ segir biskupinn. Vísir/Kolbeinn Tumi „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ Þannig hefst fréttatilkynning frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi, sem nú er til rannsóknar vegna brota á sóttvarnalögum samkvæmt RÚV, en undir hana ritar biskupinn David B. Tencer. Tencer biðlar til þeirra sem „bera ábyrgð á sóttvarnareglum“ að breyta þeim þar sem jafnræði sé ekki gætt. „Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu?“ spyr biskupinn í tilkynningu sem sjá má í heild að neðan. Þá spyr hann hvernig hann eigi að útskýra fyrir sóknarbörnum sínum að margir matsölustaðir megi taka á móti fleiri viðskiptavinum. „Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi.“ Afstaða Kaþólsku kirkjunnar til núverandi ráðstafana Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi. Ég bið allt starfsfólk í kirkjum okkar að fara mjög varlega og fylgja öllum reglum í messum á virkum dögum líka. Á sama tíma bið ég alla sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum að breyta þeim reglum þar sem jafnræðis virðist ekki gætt. Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu? Hvernig á ég að útskýra það fyrir sóknarbörnum okkar að margir matsölustaðir mega taka á móti fleiri viðskiptavinum? Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi. David B. Tencer, kaþólskur biskup á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Þannig hefst fréttatilkynning frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi, sem nú er til rannsóknar vegna brota á sóttvarnalögum samkvæmt RÚV, en undir hana ritar biskupinn David B. Tencer. Tencer biðlar til þeirra sem „bera ábyrgð á sóttvarnareglum“ að breyta þeim þar sem jafnræði sé ekki gætt. „Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu?“ spyr biskupinn í tilkynningu sem sjá má í heild að neðan. Þá spyr hann hvernig hann eigi að útskýra fyrir sóknarbörnum sínum að margir matsölustaðir megi taka á móti fleiri viðskiptavinum. „Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi.“ Afstaða Kaþólsku kirkjunnar til núverandi ráðstafana Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi. Ég bið allt starfsfólk í kirkjum okkar að fara mjög varlega og fylgja öllum reglum í messum á virkum dögum líka. Á sama tíma bið ég alla sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum að breyta þeim reglum þar sem jafnræðis virðist ekki gætt. Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu? Hvernig á ég að útskýra það fyrir sóknarbörnum okkar að margir matsölustaðir mega taka á móti fleiri viðskiptavinum? Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi. David B. Tencer, kaþólskur biskup á Íslandi
Afstaða Kaþólsku kirkjunnar til núverandi ráðstafana Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi. Ég bið allt starfsfólk í kirkjum okkar að fara mjög varlega og fylgja öllum reglum í messum á virkum dögum líka. Á sama tíma bið ég alla sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum að breyta þeim reglum þar sem jafnræðis virðist ekki gætt. Kirkjur okkar eru ekki litlar. Ef hægt er að halda jarðarför eða jafnvel tónleika með 50 persónum, hvernig stendur þá á því að aðeins tíu manns geta verið í messu? Hvernig á ég að útskýra það fyrir sóknarbörnum okkar að margir matsölustaðir mega taka á móti fleiri viðskiptavinum? Hvernig á að útskýra það að í Landakotskirkju mega bara vera tíu persónur en til dæmis mega vera fleiri en tíu í gufubaði? Okkur finnst öllum erfitt að lifa við þessar aðstæður en slíkar ákvarðanir gera það enn erfiðara. Ég bið fyrir öllum en sérstaklega þeim sem ráða þessum reglum að íhuga málin með visku og leiðrétta þetta óþægilega misræmi. David B. Tencer, kaþólskur biskup á Íslandi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
„Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11
Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43