Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2021 07:01 Börnin hafa fengið á bilinu fimm til tíu þúsund krónur greiddar fyrir myndirnar í gegn um öpp á borð við Aur. Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum. Í desember handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjóra karlmenn vegna gruns um vörslu barnaníðsefnis en í heildina eru 22 karlmenn til rannsóknar hjá embættinu í sambærilegum málum. Í Kompás var fjallað ítarlega um barnaníðsefni sem finnst í tölvum íslenskra karlmanna í október síðast liðnum en þar kom fram að myndirnar sýni oft gróft kynferðisofbeldi gegn börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Þá hefur færst í aukana að íslensk börn sendi af sér kynferðislegt myndefni sem fer í dreifingu eins og Kompás fjallaði einnig um í öðrum þætti frá því í nóvember. Í desember hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu séð nýja birtingarmynd af þessum málum. „Við erum með mál þar sem börn eru að taka af sér myndir af fúsum og frjálsum vilja og senda á ákveðna aðila sem þiggja greiðslur fyrir, jafnvel í gegn um greiðsluforrit eða öpp,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á bilinu fimm til tíu mál af þessum toga voru kærð til lögreglu í desember. Börnin séu á grunnskólaaldri, allt niður í 13 ára. „Allt í einu sjáum við aukningu í þessu að krakkar eru að gera þetta og þá hafa foreldrar hreinlega verið að tilkynna þetta til okkar. Þau sjá þá allt í einu óvenjulegar millifærslur inn á þessum öppum eða greiðsluforritum,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotaseildar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Europol hafi varað við þessari tegund brota. VÍSIR/Arnar Halldórsson Börnin séu að fá á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir að senda af sér kynferðislegar myndir. Europol hafi nýlega varðar við þessari nýju tegund brota. „Fyrst og fremst myndi þetta flokkast undir barnaníð. Að viðkomandi væri að afla sér barnaníðsefni og varslað það,“ segir Ævar. Auk þess komi til greina að málin falli undir 210 gr. b. almennra hegningarlaga þar sem segir að hver sá sem ræður barn til að taka þátt í nektar- eða klámsýningu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum, eða allt að 6 árum ef brot er stórfellt. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur ekki reynt á ákvæðið hér á landi. Hér að neðan má sjá Kompás þættina þar sem fjallað er um barnaníðsefni og kynferðislegt ofbeldi gegn íslenskum börnum á netinu. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Netglæpir Lögreglumál Kompás Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Í desember handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjóra karlmenn vegna gruns um vörslu barnaníðsefnis en í heildina eru 22 karlmenn til rannsóknar hjá embættinu í sambærilegum málum. Í Kompás var fjallað ítarlega um barnaníðsefni sem finnst í tölvum íslenskra karlmanna í október síðast liðnum en þar kom fram að myndirnar sýni oft gróft kynferðisofbeldi gegn börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Þá hefur færst í aukana að íslensk börn sendi af sér kynferðislegt myndefni sem fer í dreifingu eins og Kompás fjallaði einnig um í öðrum þætti frá því í nóvember. Í desember hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu séð nýja birtingarmynd af þessum málum. „Við erum með mál þar sem börn eru að taka af sér myndir af fúsum og frjálsum vilja og senda á ákveðna aðila sem þiggja greiðslur fyrir, jafnvel í gegn um greiðsluforrit eða öpp,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á bilinu fimm til tíu mál af þessum toga voru kærð til lögreglu í desember. Börnin séu á grunnskólaaldri, allt niður í 13 ára. „Allt í einu sjáum við aukningu í þessu að krakkar eru að gera þetta og þá hafa foreldrar hreinlega verið að tilkynna þetta til okkar. Þau sjá þá allt í einu óvenjulegar millifærslur inn á þessum öppum eða greiðsluforritum,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotaseildar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Europol hafi varað við þessari tegund brota. VÍSIR/Arnar Halldórsson Börnin séu að fá á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir að senda af sér kynferðislegar myndir. Europol hafi nýlega varðar við þessari nýju tegund brota. „Fyrst og fremst myndi þetta flokkast undir barnaníð. Að viðkomandi væri að afla sér barnaníðsefni og varslað það,“ segir Ævar. Auk þess komi til greina að málin falli undir 210 gr. b. almennra hegningarlaga þar sem segir að hver sá sem ræður barn til að taka þátt í nektar- eða klámsýningu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum, eða allt að 6 árum ef brot er stórfellt. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur ekki reynt á ákvæðið hér á landi. Hér að neðan má sjá Kompás þættina þar sem fjallað er um barnaníðsefni og kynferðislegt ofbeldi gegn íslenskum börnum á netinu. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Netglæpir Lögreglumál Kompás Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira