„Gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2021 15:00 Einhvern veginn svona er stemmningin hjá íslensku íþróttafólki í dag. vísir/hulda margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, segir tíðindi dagsins, um keppni í íþróttum hafi aftur fengið grænt ljós, séu kærkomin. Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra lagði sóttvarnalæknir til að keppni og æfingar í íþróttum í öllum aldursflokkum yrðu heimilar frá og með miðvikudeginum 13. janúar, að því gefnu að kórónuveirufaraldurinn haldist í lágmarki. Engir áhorfendur mega þó vera á leikjum. Tillögurnar gilda til 17. febrúar. Ekki hefur verið leikið á Íslandsmótinu í handbolta síðan í byrjun október og ekki er langt síðan leikmenn máttu byrja að æfa saman á ný. „Þetta eru frábærar fréttir og mikil tilhlökkun að komast út á gólfið. Ekki síst fyrir unglingana, 3. flokkinn, sem hafa verið í frosti og við höfum haft miklar áhyggjur af. Það er gott að þeir fái að komast í gang og við fáum að spila,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í dag. Keppni í Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 16. janúar og karladeildin hefst svo 24. janúar. „Vonandi náum við að keyra mótið áfram og enn er nægur tími,“ sagði Gunnar en HSÍ hefur gefið sér frest fram í júní til að ljúka keppni á Íslandsmótinu. „Það er tilhlökkun hjá öllum og þetta er kannski það sem menn þurftu í upphafi árs, svona jákvæðar fréttir,“ sagði Gunnar. „Það hefði verið högg að þurfa að bíða lengur því þá hefði mótið líka verið í meiri hættu.“ Gunnar segir að Mosfellingar séu búnir að æfa vel að undanförnu og klárir í bátana. „Við erum búnir að æfa á fullu og nú fara menn bara að skipuleggja æfingaleiki í Olís-deildinni strax eftir 12. janúar og komast í gang. Þetta er gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf,“ sagði Gunnar að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra lagði sóttvarnalæknir til að keppni og æfingar í íþróttum í öllum aldursflokkum yrðu heimilar frá og með miðvikudeginum 13. janúar, að því gefnu að kórónuveirufaraldurinn haldist í lágmarki. Engir áhorfendur mega þó vera á leikjum. Tillögurnar gilda til 17. febrúar. Ekki hefur verið leikið á Íslandsmótinu í handbolta síðan í byrjun október og ekki er langt síðan leikmenn máttu byrja að æfa saman á ný. „Þetta eru frábærar fréttir og mikil tilhlökkun að komast út á gólfið. Ekki síst fyrir unglingana, 3. flokkinn, sem hafa verið í frosti og við höfum haft miklar áhyggjur af. Það er gott að þeir fái að komast í gang og við fáum að spila,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í dag. Keppni í Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 16. janúar og karladeildin hefst svo 24. janúar. „Vonandi náum við að keyra mótið áfram og enn er nægur tími,“ sagði Gunnar en HSÍ hefur gefið sér frest fram í júní til að ljúka keppni á Íslandsmótinu. „Það er tilhlökkun hjá öllum og þetta er kannski það sem menn þurftu í upphafi árs, svona jákvæðar fréttir,“ sagði Gunnar. „Það hefði verið högg að þurfa að bíða lengur því þá hefði mótið líka verið í meiri hættu.“ Gunnar segir að Mosfellingar séu búnir að æfa vel að undanförnu og klárir í bátana. „Við erum búnir að æfa á fullu og nú fara menn bara að skipuleggja æfingaleiki í Olís-deildinni strax eftir 12. janúar og komast í gang. Þetta er gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf,“ sagði Gunnar að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira