Þjálfari Patriots sagði nei takk þegar Trump bauð honum Frelsisorðuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2021 08:30 Bill Belichick með Donald Trump þegar þáverandi NFL-meistarar New England Patriots heimsóttu Hvíta húsið árið 2017. Getty/Jabin Botsford Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, gaf það út í gær að hann ætli ekki að taka við Frelsisorðu Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Belichick segir ástæðuna vera atburðina í síðustu viku þegar óeirðarseggir úr stuðningssveit Donald Trump réðust inn í þinghúsið í Washington DC. Donald Trump hafði tilkynnt það að Belichick myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta áður en Trump lætur af embætti en Bill Belichick og eigandi New England Patriots hafa hingað til verið miklir stuðningsmenn Trump. Það er kannski tákn um stöðu Donald Trump að Belichick skuli nú hafna þessu boði hans og það með því að senda frá sér yfirlýsingu. New England Patriots coach Bill Belichick has announced he will not accept the Presidential Medal of Freedom, saying "remaining true to the people, team and country I love outweigh the benefits of any individual award".— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2021 Í tilkynningunni frá Belichick þá kemur fram að hann sé vissulega hreykinn af því að hafa verið boðið slík viðurkenning enda mikill heiður að komast í hóp með þeim sem hafa fengið Frelsisorðuna í gegnum tíðina. Belichick segist þó ekki ætla að svíkja fólkið, félagið og landið sem hann elski og það vegi meira en einhver einstaklingsverðlaun. „Um fram allt þá er ég bandarískur ríkisborgari sem ber mikla virðingu fyrir gildum, frelsi og lýðræði okkar þjóðar,“ skrifaði Bill Belichick. Meðal þeirra sem hafa fengið Frelsisorðu Bandaríkjaforseta frá Donald Trump er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods. Belichick er 68 ára gamall og var að klára sitt 46. tímabil í NFL-deildinni. Hann hefur undanfarið 21 ár þjálfað lið New England Patriots sem hefur unnið sex meistaratitla undir hans stjórn. NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Belichick segir ástæðuna vera atburðina í síðustu viku þegar óeirðarseggir úr stuðningssveit Donald Trump réðust inn í þinghúsið í Washington DC. Donald Trump hafði tilkynnt það að Belichick myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta áður en Trump lætur af embætti en Bill Belichick og eigandi New England Patriots hafa hingað til verið miklir stuðningsmenn Trump. Það er kannski tákn um stöðu Donald Trump að Belichick skuli nú hafna þessu boði hans og það með því að senda frá sér yfirlýsingu. New England Patriots coach Bill Belichick has announced he will not accept the Presidential Medal of Freedom, saying "remaining true to the people, team and country I love outweigh the benefits of any individual award".— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2021 Í tilkynningunni frá Belichick þá kemur fram að hann sé vissulega hreykinn af því að hafa verið boðið slík viðurkenning enda mikill heiður að komast í hóp með þeim sem hafa fengið Frelsisorðuna í gegnum tíðina. Belichick segist þó ekki ætla að svíkja fólkið, félagið og landið sem hann elski og það vegi meira en einhver einstaklingsverðlaun. „Um fram allt þá er ég bandarískur ríkisborgari sem ber mikla virðingu fyrir gildum, frelsi og lýðræði okkar þjóðar,“ skrifaði Bill Belichick. Meðal þeirra sem hafa fengið Frelsisorðu Bandaríkjaforseta frá Donald Trump er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods. Belichick er 68 ára gamall og var að klára sitt 46. tímabil í NFL-deildinni. Hann hefur undanfarið 21 ár þjálfað lið New England Patriots sem hefur unnið sex meistaratitla undir hans stjórn.
NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira