Valskonur endurheimta þrjár af þeim bestu í deildinni: Þetta breyttist á 102 dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2021 10:31 Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir hafa spilað saman með landsliðinu en hafa verið andstæðingar í félagsliðum. Þegar deildin hefst á ný spilar þær í fyrsta sinn saman með félagsliði. Hér sækir Helena að Hildi þegar þær voru í Val og KR. Vísir/Daníel Þór Domino´s deild kvenna í körfubolta hefst á nýjan leik í kvöld með heilli umferð. Þetta verða fyrstu leikir deildarinnar í 102 daga. Vísir kannaði það betur hvaða breytingar hafa orðið á liðunum í deildinni síðan keppni var hætt í byrjun október. Tvö liðanna hafa nú sem dæmi loksins fengið bandaríska leikmanninn sem þau byrjuðu mótið án. Tveir evrópskir leikmenn hafa líka farið á milli íslenskra liða í þessu hléi. Þrjú lið í deildinni mæta hins vegar með alveg óbreytt lið frá því í haust en það eru lið Skallagríms, Hauka og Keflavíkur. Kórónuveiran var þegar búin að setja sinn svip á fyrstu umferðir Domino´s deildar kvenna í haust því liðin spiluðu ekki jafnmarga leiki í upphafi móts. Nýliðar Fjölnis unnu alla þrjá leiki sína en voru bara eitt af þremur liðum sem lék þrjá leiki. Hin voru Haukar og Breiðablik. Breiðablik vann reyndar einn af þremur leikjum sínum en tapaði honum síðan 20-0 á kæru eftir að hafa notað leikmann sem átti eftir að taka út eins leiks bann síðan að keppni var hætt í mars. Þessi kæra færði Valskonum líka eina sigur sinn í upphafi móts en Valur spilaði bara tvo leiki eins og Skallagrímur, Snæfell og KR. Keflavíkurliðið náði hins vegar aðeins að spila einn leik vegna kórónuveirusmits í liðinu en Keflavík vann þann leik og er því eitt af þremur taplausum liðum ásamt Fjölni (3-0) og Skallagrími (2-0). Valskonur voru ekki sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa nú fengið svaka liðstyrk frá leikjunum í byrjun móts. Þrír af bestu leikmönnum deildarinnar í fyrra eru nefnilega komnar til baka. Hin bandaríska Kiana Johnson missti af leikjunum í haust af því að hún var ekki komin til landsins, Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist á fingri og Helena Sverrisdóttir var í barneignarfríi. Allar hafa nú bæst við hópinn. Það er ljóst að þetta er mikil innspíting í leik Valsliðsins en þessir þrír leikmenn voru saman með 51,8 stig, 24,1 fráköst og 14,6 stoðsendingar að meðaltali á Íslandsmótinu í fyrra. Hildur var þá með KR en hinar tvær með Val. Tveir evrópskir leikmenn hafa skipt um félög frá því í haust. Fjölniskonur urðu líka að skipta út einum erlenda leikmanni sinum en sú hin sama, Fiona O'Dwyer hafði líka misst af tveimur af þremur leikjum Grafarvogsliðsins í haust. Fiona O'Dwyer óskaði eftir að losna undan samningi og í staðinn fékk Fjölnir hina portúgölsku Söru Djassi. Búlgarski bakvörðurinn Iva Georgieva byrjaði tímabilið með Snæfelli en er nú kominn til Breiðabliks. Hún fór af landinu en kom aftur eftir áramót og samdi við Blika. Litháinn Kamile Berenyte færði sig líka um set. Hún byrjaði tímabilið hjá KR en er nú komin til Snæfells. Snæfellsliðið hefur nú líka fengið til sín hina bandarísku Haiden Denise Palmer sem missti af leikjum liðsins í haust. KR-konur fá hins vegar bæði hina bandarísku Taryn McCutcheon og hina finnsku Anniku Holopainen til baka og auk þess er Ástrós Lena Ægisdóttir komin aftur heim frá Danmörku. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni í kvöld. Útsending frá leik Fjölnis og Hauka hefst klukkan 18.05 en útsending frá leik Vals og Skallagríms hefst klukkan 20.10. Báðir leikir eru sýndir á Stöð 2 Sport. Hinir tveir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15 og eru: Breiðablik-Keflavík og Snæfell-KR. Hér fyrir neðan má sjá breytingarnar á liðunum átta síðan að deildin var sett í lás í október. Breytingar á liðum Domino´s deild kvenna: [Raðað eftir stig og sæti liðanna í deildinni] 1. Fjölnir 6 stig Inn: Sara Djassi Út: Fiona O' Dwyer 2. Skallagrímur 4 stig Engar breytingar 3. Haukar 4 stig Engar breytingar 4. Keflavík 2 stig Engar breytingar 5. Valur 2 stig Inn: Kiana Johnson, Hildur Björg Kjartansdóttir, Helena Sverrisdóttir Út: Auður Íris Ólafsdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6. Breiðablik 0 stig Inn: Iva Georgieva, Telma Lind Ásgeirsdóttir Út: Hafrún Erna Haraldsdóttir 7. Snæfell 0 stig Inn: Haiden Denise Palmer, Kamilé Berenyté Út: Iva Georgieva 8. KR 0 stig Inn: Ástrós Lena Ægisdóttir Út: Kamilé Berenyté Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Vísir kannaði það betur hvaða breytingar hafa orðið á liðunum í deildinni síðan keppni var hætt í byrjun október. Tvö liðanna hafa nú sem dæmi loksins fengið bandaríska leikmanninn sem þau byrjuðu mótið án. Tveir evrópskir leikmenn hafa líka farið á milli íslenskra liða í þessu hléi. Þrjú lið í deildinni mæta hins vegar með alveg óbreytt lið frá því í haust en það eru lið Skallagríms, Hauka og Keflavíkur. Kórónuveiran var þegar búin að setja sinn svip á fyrstu umferðir Domino´s deildar kvenna í haust því liðin spiluðu ekki jafnmarga leiki í upphafi móts. Nýliðar Fjölnis unnu alla þrjá leiki sína en voru bara eitt af þremur liðum sem lék þrjá leiki. Hin voru Haukar og Breiðablik. Breiðablik vann reyndar einn af þremur leikjum sínum en tapaði honum síðan 20-0 á kæru eftir að hafa notað leikmann sem átti eftir að taka út eins leiks bann síðan að keppni var hætt í mars. Þessi kæra færði Valskonum líka eina sigur sinn í upphafi móts en Valur spilaði bara tvo leiki eins og Skallagrímur, Snæfell og KR. Keflavíkurliðið náði hins vegar aðeins að spila einn leik vegna kórónuveirusmits í liðinu en Keflavík vann þann leik og er því eitt af þremur taplausum liðum ásamt Fjölni (3-0) og Skallagrími (2-0). Valskonur voru ekki sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa nú fengið svaka liðstyrk frá leikjunum í byrjun móts. Þrír af bestu leikmönnum deildarinnar í fyrra eru nefnilega komnar til baka. Hin bandaríska Kiana Johnson missti af leikjunum í haust af því að hún var ekki komin til landsins, Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist á fingri og Helena Sverrisdóttir var í barneignarfríi. Allar hafa nú bæst við hópinn. Það er ljóst að þetta er mikil innspíting í leik Valsliðsins en þessir þrír leikmenn voru saman með 51,8 stig, 24,1 fráköst og 14,6 stoðsendingar að meðaltali á Íslandsmótinu í fyrra. Hildur var þá með KR en hinar tvær með Val. Tveir evrópskir leikmenn hafa skipt um félög frá því í haust. Fjölniskonur urðu líka að skipta út einum erlenda leikmanni sinum en sú hin sama, Fiona O'Dwyer hafði líka misst af tveimur af þremur leikjum Grafarvogsliðsins í haust. Fiona O'Dwyer óskaði eftir að losna undan samningi og í staðinn fékk Fjölnir hina portúgölsku Söru Djassi. Búlgarski bakvörðurinn Iva Georgieva byrjaði tímabilið með Snæfelli en er nú kominn til Breiðabliks. Hún fór af landinu en kom aftur eftir áramót og samdi við Blika. Litháinn Kamile Berenyte færði sig líka um set. Hún byrjaði tímabilið hjá KR en er nú komin til Snæfells. Snæfellsliðið hefur nú líka fengið til sín hina bandarísku Haiden Denise Palmer sem missti af leikjum liðsins í haust. KR-konur fá hins vegar bæði hina bandarísku Taryn McCutcheon og hina finnsku Anniku Holopainen til baka og auk þess er Ástrós Lena Ægisdóttir komin aftur heim frá Danmörku. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni í kvöld. Útsending frá leik Fjölnis og Hauka hefst klukkan 18.05 en útsending frá leik Vals og Skallagríms hefst klukkan 20.10. Báðir leikir eru sýndir á Stöð 2 Sport. Hinir tveir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15 og eru: Breiðablik-Keflavík og Snæfell-KR. Hér fyrir neðan má sjá breytingarnar á liðunum átta síðan að deildin var sett í lás í október. Breytingar á liðum Domino´s deild kvenna: [Raðað eftir stig og sæti liðanna í deildinni] 1. Fjölnir 6 stig Inn: Sara Djassi Út: Fiona O' Dwyer 2. Skallagrímur 4 stig Engar breytingar 3. Haukar 4 stig Engar breytingar 4. Keflavík 2 stig Engar breytingar 5. Valur 2 stig Inn: Kiana Johnson, Hildur Björg Kjartansdóttir, Helena Sverrisdóttir Út: Auður Íris Ólafsdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6. Breiðablik 0 stig Inn: Iva Georgieva, Telma Lind Ásgeirsdóttir Út: Hafrún Erna Haraldsdóttir 7. Snæfell 0 stig Inn: Haiden Denise Palmer, Kamilé Berenyté Út: Iva Georgieva 8. KR 0 stig Inn: Ástrós Lena Ægisdóttir Út: Kamilé Berenyté
Breytingar á liðum Domino´s deild kvenna: [Raðað eftir stig og sæti liðanna í deildinni] 1. Fjölnir 6 stig Inn: Sara Djassi Út: Fiona O' Dwyer 2. Skallagrímur 4 stig Engar breytingar 3. Haukar 4 stig Engar breytingar 4. Keflavík 2 stig Engar breytingar 5. Valur 2 stig Inn: Kiana Johnson, Hildur Björg Kjartansdóttir, Helena Sverrisdóttir Út: Auður Íris Ólafsdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6. Breiðablik 0 stig Inn: Iva Georgieva, Telma Lind Ásgeirsdóttir Út: Hafrún Erna Haraldsdóttir 7. Snæfell 0 stig Inn: Haiden Denise Palmer, Kamilé Berenyté Út: Iva Georgieva 8. KR 0 stig Inn: Ástrós Lena Ægisdóttir Út: Kamilé Berenyté
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira