Kanónur komnar og farnar og fjörið hefst á risaleik Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 10:30 Sunna Jónsdóttir og stöllur í ÍBV eru til alls líklegar með sína öflugu sveit en HK hefur misst pottinn og pönnuna úr sínum sóknarleik, Valgerði Ýr Þorsteinsdóttur. vísir/vilhelm Eyjakonur eru eina taplausa liðið í Olís-deildinni í handbolta og virðast einungis hafa eflst í hléinu langa sem lýkur á morgun þegar fjórða umferð deildarinnar verður leikin. Breytingar hafa orðið á flestum liðum og sannkallaðar kanónur ýmist snúið aftur eða helst úr lestinni frá því í haust. Ekki hefur verið spilað í Olís-deild kvenna frá því 26. september vegna kórónuveirufaraldursins. Þá höfðu aðeins þrjár umferðir verið leiknar en nú fer deildin í gang að nýju af krafti, meðal annars með sannkölluðum stórleik ríkjandi deildar- og bikarmeistara Fram við ÍBV í Safamýrinni. Áhorfendabann er reyndar í gildi en leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikir í 4. umferð laugardaginn 16. janúar: 13.30 Valur – Stjarnan 13.30 HK – FH 14.30 Fram – ÍBV 16.00 Haukar – KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir hjálpaði til við að fá flottan liðsstyrk fyrir ÍBV í sænska hornamanninum Linu Cardell frá sínu gamla félagi, Sävehof. Ester Óskarsdóttir er klár í slaginn á ný eftir barnsburð og vörnin lítt árennileg með þær Sunnu Jónsdóttur saman, sem ásamt Birnu, Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og fleirum gera ÍBV að liði sem ætti að berjast um alla titla. Landsliðsfyrirliðinn missti bara af þremur leikjum vegna fyrsta barns En til að vinna titil þarf ÍBV að slá Fram og Val við, sem og Stjörnunni sem hóf tímabilið vel. Framarar hafa endurheimt landsliðsfyrirliðann Karen Knútsdóttur sem missti aðeins af þremur leikjum á meðan hún fæddi sitt fyrsta barn. Lengra er í aðra landsliðskonu, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem eignaðist barn á dögunum en Framarar eru svo sem ekki á flæðiskeri staddir með Karólínu Bæhrenz í hægra horninu. Óvæntustu tíðindin úr herbúðum Fram eru þó hiklaust þau að Stella Sigurðardóttir er mætt aftur eftir að hafa lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Stella var einn albesti leikmaður úrvalsdeildarinnar á sínum tíma og verður fróðlegt að sjá hverju hún bætir við lið Fram. Hins vegar hefur Fram misst út lykilmann í landsliðskonunni fjölhæfu Perlu Ruth Albertsdóttur sem er ólétt, og markvörðinn Hafdís Renötudóttir gat ekkert spilað með liðinu vegna höfuðmeiðsla í haust áður en hún fór svo til Lugi í Svíþjóð. Fram hefur kallað Söru Sif Helgadóttur tilbaka úr láni frá HK þar sem hún hefur verið aðalmarkvörður. Stórt skarð fyrir skildi hjá Val en Thea mætt Þriðja liðið í toppbaráttunni, Valur, lenti í mikilli krísu varðandi línu- og varnarmenn. Arna Sif Pálsdóttir, næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er ólétt og hið sama er að segja um Hildi Björnsdóttur. Þá er Ragnheiður Sveinsdóttir meidd í hné og spilar ekki í vetur. Valur fékk þó Sigrúnu Ásu Ásgrímsdóttur á línuna, að láni frá Stjörnunni. Arna Sif Pálsdóttir spilar ekki meira með Val á leiktíðinni.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Valur hefur einnig fengið skyttuna öflugu Theu Imani Sturludóttur. Fylkiskonan fyrrverandi hefur verið í atvinnumennsku í Noregi og Danmörku frá árinu 2017 en átt í erfiðleikum með meiðsli undanfarið og ákvað að snúa heim til Íslands. Stjarnan, sem vann tvo af fyrstu þremur leikjum sínum, hefur fengið Tinnu Húnbjörg Einarsdóttur í markið frá Haukum og einnig styttist í Stefaníu Theodórsdóttur eftir barnsburð. Martha og Valgerður úr leik KA/Þór og HK hafa bæði misst algjöra lykilmenn út í hléinu. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu sem eina af fimm mikilvægustu leikmönnum deildarinnar, er ólétt og spilar því ekki meira með HK. Martha Hermannsdóttir glímir við meiðsli í hæl og er ólíklegt að hún spili meira með KA/Þór á tímabilinu. FH fékk þá markahæstu heim frá Slóvakíu Áfram má búast við því að Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH verði í fallbaráttunni. Haukar hafa misst Tinnu úr markinu eins og fyrr segir, og Þórhildur Braga Þórðardóttir er ólétt. FH hefur hins vegar endurheimt Ragnheiði Tómasdóttur, sem var markahæsti leikmaður liðsins í Grill 66-deildinni á síðustu leiktíð, en hún er komin heim eftir að hafa farið til Slóvakíu vegna læknisnáms í haust. Haukar unnu eins marks sigur í leiknum mikilvæga við FH í haust. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Ekki hefur verið spilað í Olís-deild kvenna frá því 26. september vegna kórónuveirufaraldursins. Þá höfðu aðeins þrjár umferðir verið leiknar en nú fer deildin í gang að nýju af krafti, meðal annars með sannkölluðum stórleik ríkjandi deildar- og bikarmeistara Fram við ÍBV í Safamýrinni. Áhorfendabann er reyndar í gildi en leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikir í 4. umferð laugardaginn 16. janúar: 13.30 Valur – Stjarnan 13.30 HK – FH 14.30 Fram – ÍBV 16.00 Haukar – KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir hjálpaði til við að fá flottan liðsstyrk fyrir ÍBV í sænska hornamanninum Linu Cardell frá sínu gamla félagi, Sävehof. Ester Óskarsdóttir er klár í slaginn á ný eftir barnsburð og vörnin lítt árennileg með þær Sunnu Jónsdóttur saman, sem ásamt Birnu, Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og fleirum gera ÍBV að liði sem ætti að berjast um alla titla. Landsliðsfyrirliðinn missti bara af þremur leikjum vegna fyrsta barns En til að vinna titil þarf ÍBV að slá Fram og Val við, sem og Stjörnunni sem hóf tímabilið vel. Framarar hafa endurheimt landsliðsfyrirliðann Karen Knútsdóttur sem missti aðeins af þremur leikjum á meðan hún fæddi sitt fyrsta barn. Lengra er í aðra landsliðskonu, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem eignaðist barn á dögunum en Framarar eru svo sem ekki á flæðiskeri staddir með Karólínu Bæhrenz í hægra horninu. Óvæntustu tíðindin úr herbúðum Fram eru þó hiklaust þau að Stella Sigurðardóttir er mætt aftur eftir að hafa lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Stella var einn albesti leikmaður úrvalsdeildarinnar á sínum tíma og verður fróðlegt að sjá hverju hún bætir við lið Fram. Hins vegar hefur Fram misst út lykilmann í landsliðskonunni fjölhæfu Perlu Ruth Albertsdóttur sem er ólétt, og markvörðinn Hafdís Renötudóttir gat ekkert spilað með liðinu vegna höfuðmeiðsla í haust áður en hún fór svo til Lugi í Svíþjóð. Fram hefur kallað Söru Sif Helgadóttur tilbaka úr láni frá HK þar sem hún hefur verið aðalmarkvörður. Stórt skarð fyrir skildi hjá Val en Thea mætt Þriðja liðið í toppbaráttunni, Valur, lenti í mikilli krísu varðandi línu- og varnarmenn. Arna Sif Pálsdóttir, næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er ólétt og hið sama er að segja um Hildi Björnsdóttur. Þá er Ragnheiður Sveinsdóttir meidd í hné og spilar ekki í vetur. Valur fékk þó Sigrúnu Ásu Ásgrímsdóttur á línuna, að láni frá Stjörnunni. Arna Sif Pálsdóttir spilar ekki meira með Val á leiktíðinni.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Valur hefur einnig fengið skyttuna öflugu Theu Imani Sturludóttur. Fylkiskonan fyrrverandi hefur verið í atvinnumennsku í Noregi og Danmörku frá árinu 2017 en átt í erfiðleikum með meiðsli undanfarið og ákvað að snúa heim til Íslands. Stjarnan, sem vann tvo af fyrstu þremur leikjum sínum, hefur fengið Tinnu Húnbjörg Einarsdóttur í markið frá Haukum og einnig styttist í Stefaníu Theodórsdóttur eftir barnsburð. Martha og Valgerður úr leik KA/Þór og HK hafa bæði misst algjöra lykilmenn út í hléinu. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu sem eina af fimm mikilvægustu leikmönnum deildarinnar, er ólétt og spilar því ekki meira með HK. Martha Hermannsdóttir glímir við meiðsli í hæl og er ólíklegt að hún spili meira með KA/Þór á tímabilinu. FH fékk þá markahæstu heim frá Slóvakíu Áfram má búast við því að Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH verði í fallbaráttunni. Haukar hafa misst Tinnu úr markinu eins og fyrr segir, og Þórhildur Braga Þórðardóttir er ólétt. FH hefur hins vegar endurheimt Ragnheiði Tómasdóttur, sem var markahæsti leikmaður liðsins í Grill 66-deildinni á síðustu leiktíð, en hún er komin heim eftir að hafa farið til Slóvakíu vegna læknisnáms í haust. Haukar unnu eins marks sigur í leiknum mikilvæga við FH í haust. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira