Hugrekki og framtíðarsýn Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 27. janúar 2021 11:01 Í sameiginlegri áskorun Landverndar, Norges Naturvernforbund, Danmarks Naturfredningsforening, Sveriges Naturskyddsföreningen, Ålands natur og miljø og Natur och miljö, Finland eru stjórnvöld á Norðurlöndum hvött til þess að ákveða formlega þann dag sem notkun á jarðefnaeldsneyti verður hætt. Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að í árslok 2035 verði alfarið hætt að nota jarðefnaeldsneyti á Íslandi. Hugrekki þarf til þess að ákveða slíka dagsetningu, en án tímaramma og skýrra markmiða er nær öruggt að menn freistist til að halda áfram að brenna jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi losun, lengur en jörðin þolir. Við vitum að við erum komin að vendipunkti í loftslagsmálum og að við þurfum að snúa við blaðinu á allra næstu árum. Það er auðvelt að finna til vanmáttar í loftslagsbaráttunni, sérstaklega þegar aðgerðir hins opinbera til þess að draga úr losun eru ekki í takti við fréttir og rannsóknir sem berast almenningi um þá grafalvarlegu stöðu sem við erum í. Tími hugrakkra, metnaðarfullra og róttækra aðgerða er runninn upp. Landvernd fagnar nýlega uppfærðum markmiðum stjórnvalda um samdrátt í losun. Metnaðarfull markmið varðandi samdrátt eru nauðsynleg – en aðgerðirnar þurfa að vera jafn metnaðarfullar og framtíðarsýnin skýr. Í Orkustefnu sem gerð var nýlega er talið að Ísland geti verið laust við bensín og dísil árið 2050. Að mati Landverndar er 2050 ekki nægilega metnaðarfullt markmið og án nokkurs vafa hægt að gera betur. Ef þetta gengi eftir fengi Ísland ekki sama samkeppnisforskot í loftslagslausnum og yrði heldur ekki fyrirmynd annarra ríkja með það að markmiði að verða laust við jarðefnaeldsneyti. Þegar kemur að orkuframleiðslu er Ísland með algera sérstöðu því framleiðsla rafmagns með endurnýjanlegri orku á hvern íbúa er sú mesta í heimi! Þessa sérstöðu eigum við að nýta og sýna heiminum að hægt er að lifa góðu lífi án jarðefnaeldsneytis. Fyrir okkur Íslendinga fylgir því aðeins ávinningur að losa landið við jarðefnaeldsneyti. Við losnum við mengun af völdum slíks bruna, betra orkuöryggi þar sem við verðum ekki háð innfluttri orku og spörum gjaldeyrir. Höfundur er varaformaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bensín og olía Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í sameiginlegri áskorun Landverndar, Norges Naturvernforbund, Danmarks Naturfredningsforening, Sveriges Naturskyddsföreningen, Ålands natur og miljø og Natur och miljö, Finland eru stjórnvöld á Norðurlöndum hvött til þess að ákveða formlega þann dag sem notkun á jarðefnaeldsneyti verður hætt. Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að í árslok 2035 verði alfarið hætt að nota jarðefnaeldsneyti á Íslandi. Hugrekki þarf til þess að ákveða slíka dagsetningu, en án tímaramma og skýrra markmiða er nær öruggt að menn freistist til að halda áfram að brenna jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi losun, lengur en jörðin þolir. Við vitum að við erum komin að vendipunkti í loftslagsmálum og að við þurfum að snúa við blaðinu á allra næstu árum. Það er auðvelt að finna til vanmáttar í loftslagsbaráttunni, sérstaklega þegar aðgerðir hins opinbera til þess að draga úr losun eru ekki í takti við fréttir og rannsóknir sem berast almenningi um þá grafalvarlegu stöðu sem við erum í. Tími hugrakkra, metnaðarfullra og róttækra aðgerða er runninn upp. Landvernd fagnar nýlega uppfærðum markmiðum stjórnvalda um samdrátt í losun. Metnaðarfull markmið varðandi samdrátt eru nauðsynleg – en aðgerðirnar þurfa að vera jafn metnaðarfullar og framtíðarsýnin skýr. Í Orkustefnu sem gerð var nýlega er talið að Ísland geti verið laust við bensín og dísil árið 2050. Að mati Landverndar er 2050 ekki nægilega metnaðarfullt markmið og án nokkurs vafa hægt að gera betur. Ef þetta gengi eftir fengi Ísland ekki sama samkeppnisforskot í loftslagslausnum og yrði heldur ekki fyrirmynd annarra ríkja með það að markmiði að verða laust við jarðefnaeldsneyti. Þegar kemur að orkuframleiðslu er Ísland með algera sérstöðu því framleiðsla rafmagns með endurnýjanlegri orku á hvern íbúa er sú mesta í heimi! Þessa sérstöðu eigum við að nýta og sýna heiminum að hægt er að lifa góðu lífi án jarðefnaeldsneytis. Fyrir okkur Íslendinga fylgir því aðeins ávinningur að losa landið við jarðefnaeldsneyti. Við losnum við mengun af völdum slíks bruna, betra orkuöryggi þar sem við verðum ekki háð innfluttri orku og spörum gjaldeyrir. Höfundur er varaformaður Landverndar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun