Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2021 12:45 Frumniðurstöðurnar gefa ástæðu til bjartsýni en beðið er frekari rannsókna. Getty/Kay Nietfeld Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. Niðurstöður rannsóknar á vegum Pfizer benda til að stökkbreytingarnar hafi lítil áhrif á virkni mótefnanna sem líkaminn myndar eftir bólusetningu. Niðurstöðurnar byggja á rannsókn á blóðsýnum úr tuttugu einstaklingum sem höfðu verið bólusettir með bóluefni Pfizer og BioNTech. Samkvæmt frumniðurstöðunum, sem hafa ekki enn hlotið faglega jafningarýni, voru mótefnin örlítið minna áhrifarík gegn stökkbreytingunum á afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina með vissu. Wall Street Journal greinir frá niðurstöðunum en áður hafði verið greint frá því að útlit væri fyrir að bóluefnið virkaði vel gegn breska afbrigðinu. Pfizer hefur gefið út að nýju niðurstöðurnar bendi til þess að Pfizer og BioNTech þurfi ekki að þróa nýtt bóluefni vegna tilkomu nýju afbrigðanna. Þó segjast fyrirtækin vera viðbúin ef þau þurfa síðar að bregðast við stökkbreytingu sem reynist ónæm fyrir bóluefni þeirra. Fylgjast náið með þremur nýjum afbrigðum Nokkrar áhyggjur eru uppi um nýju kórónuveiruafbrigðin sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku og keppast vísindamenn nú við að meta hvort bóluefni og lyfjameðferðir virki eins vel gegn stökkbreytingunum. Niðurstöður Pfizer eru í samræmi við aðrar frumniðurstöður en fyrr í vikunni var greint frá því að útlit væri fyrir bóluefni Moderna við Covid-19 virki sömuleiðis gegn áðurnefndum afbrigðum. Líkt og í tilfelli Pfizer bóluefnisins er þó frekari rannsókna þörf til þess að staðfesta að svo sé tilfellið hjá fólki sem hefur verið bólusett. Nýju afbrigðin smitast nú hratt milli fólks í fjölmörgum löndum en auk breska og suðurafríska afbrigðisins eru áhyggjur uppi um nýtt brasilískt afbrigði sem veldur nú usla. Talið er að stökkbreytingar á brottprótínum geri það að verkum að veirurnar eigi auðveldara með að ráðast á frumur líkamans en önnur afbrigði. Mest hefur verið fjallað um breska afbrigðið en sumir sérfræðingar telja að það geti verið allt að sjötíu prósent meira smitandi en eldri afbrigði. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar á vegum Pfizer benda til að stökkbreytingarnar hafi lítil áhrif á virkni mótefnanna sem líkaminn myndar eftir bólusetningu. Niðurstöðurnar byggja á rannsókn á blóðsýnum úr tuttugu einstaklingum sem höfðu verið bólusettir með bóluefni Pfizer og BioNTech. Samkvæmt frumniðurstöðunum, sem hafa ekki enn hlotið faglega jafningarýni, voru mótefnin örlítið minna áhrifarík gegn stökkbreytingunum á afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina með vissu. Wall Street Journal greinir frá niðurstöðunum en áður hafði verið greint frá því að útlit væri fyrir að bóluefnið virkaði vel gegn breska afbrigðinu. Pfizer hefur gefið út að nýju niðurstöðurnar bendi til þess að Pfizer og BioNTech þurfi ekki að þróa nýtt bóluefni vegna tilkomu nýju afbrigðanna. Þó segjast fyrirtækin vera viðbúin ef þau þurfa síðar að bregðast við stökkbreytingu sem reynist ónæm fyrir bóluefni þeirra. Fylgjast náið með þremur nýjum afbrigðum Nokkrar áhyggjur eru uppi um nýju kórónuveiruafbrigðin sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku og keppast vísindamenn nú við að meta hvort bóluefni og lyfjameðferðir virki eins vel gegn stökkbreytingunum. Niðurstöður Pfizer eru í samræmi við aðrar frumniðurstöður en fyrr í vikunni var greint frá því að útlit væri fyrir bóluefni Moderna við Covid-19 virki sömuleiðis gegn áðurnefndum afbrigðum. Líkt og í tilfelli Pfizer bóluefnisins er þó frekari rannsókna þörf til þess að staðfesta að svo sé tilfellið hjá fólki sem hefur verið bólusett. Nýju afbrigðin smitast nú hratt milli fólks í fjölmörgum löndum en auk breska og suðurafríska afbrigðisins eru áhyggjur uppi um nýtt brasilískt afbrigði sem veldur nú usla. Talið er að stökkbreytingar á brottprótínum geri það að verkum að veirurnar eigi auðveldara með að ráðast á frumur líkamans en önnur afbrigði. Mest hefur verið fjallað um breska afbrigðið en sumir sérfræðingar telja að það geti verið allt að sjötíu prósent meira smitandi en eldri afbrigði.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29
Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27
Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02