Einn mánuður til viðbótar fyrir að senda þremur félögum nektarmynd af fyrrverandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 18:11 Maðurinn fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brot sín í héraðsdómi. Landsréttur dæmdi hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið mynd af fyrrverandi sambýliskonu sinni hálfnaktri, sofandi í rúmi með nöktum karlmanni, og sent myndina þremur mönnum. Manninum var gefið að sök brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni með því að hafa tekið myndina og sent hana áfram. Maðurinn gekkst við því að hafa tekið ljósmyndina og sent hana félögum sínum. Rakið er í dómi að maðurinn kom að morgni í íbúð, í hverri hann og konan höfðu búið saman. Hún hafði áður komið því á framfæri við hann að hún vildi binda enda á samband þeirra. Í íbúðinni kom maðurinn að konunni við áðurnefndar aðstæður og tók myndina, sem hann sendi félögum sínum þremur með yfirskriftinni: „Kem heim að [nafn konunnar] svona í morgun.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni, auk þess sem hann hefði brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og kynfrelsi. Þá hafi maðurinn rofið skilorð með brotum sínum. Landsréttur dæmdi manninn að endingu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en maðurinn fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur en þær höfðu verið ákveðnar 300 þúsund krónur í héraði. Þá var honum gert að greiða samtals um þrjár milljónir króna í málsvarnarlaun og þóknun réttargæslumanns konunnar. Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Manninum var gefið að sök brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni með því að hafa tekið myndina og sent hana áfram. Maðurinn gekkst við því að hafa tekið ljósmyndina og sent hana félögum sínum. Rakið er í dómi að maðurinn kom að morgni í íbúð, í hverri hann og konan höfðu búið saman. Hún hafði áður komið því á framfæri við hann að hún vildi binda enda á samband þeirra. Í íbúðinni kom maðurinn að konunni við áðurnefndar aðstæður og tók myndina, sem hann sendi félögum sínum þremur með yfirskriftinni: „Kem heim að [nafn konunnar] svona í morgun.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni, auk þess sem hann hefði brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og kynfrelsi. Þá hafi maðurinn rofið skilorð með brotum sínum. Landsréttur dæmdi manninn að endingu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en maðurinn fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur en þær höfðu verið ákveðnar 300 þúsund krónur í héraði. Þá var honum gert að greiða samtals um þrjár milljónir króna í málsvarnarlaun og þóknun réttargæslumanns konunnar.
Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira