Fékk hundrað þúsund króna sekt og hálfsjálfvirkur riffill gerður upptækur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2021 09:34 Maðurinn var dæmdur til greiðslu hundrað þúsund króna sektar. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið sakfelldur Í Landsrétti fyrir vopnalagabrot með því að hafa í heimildarleysi átt og haft í vörslum sínum hálfsjálfvirkan riffil og rafstuðbyssu. Voru vopnin gerð upptæk og manninum gert að greiða hundrað þúsund króna sekt, eða sæta átta daga fangelsi. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa breytt eiginleikum riffilsins þannig að hann yrðir hálfsjálfvirkur en Landsréttur sýknaði hann af þeirri háttsemi. Í dóminum er vísað til lögregluskýrslu þar sem segir að lögreglu hafi borist ábending um að svokölluðum DPMS-riffli í eigu mannsins hefði verið breytt þannig að hann virkaði sem hálfsjálfvirkur riffill. Við nánari skoðun reyndist það svo að pinni sem stýrir því riffillinn er einskota, hálfsjálfvirkur eða alsjálfvirkur hefði verið tekinn úr. Riffillinn varð gerður upptækur, ásamt stuðbyssu sem maðurinn hafði í vörslum sínum, sem og aukahlutum fyrir riffilinn. Taldi riffilinn löglegan Maðurinn greindi frá því að hann hefði keypt byssuna af byssusmið sem hefði tekið pinnann úr. Fyrir dómi kvaðst hinn ákærði þá hafa fengið þær up plýsingar frá seljandanum að riffillinn hefði verið skráður fyrir lagabreytingu árið 2012 og væri því löglegur. Því hafi hann trúað. Landsréttur féllst ekki á þessi rök. Fyrir dómi neitaði byssusmiðurinn því að hafa selt hinum ákærða vopnið hálfsjálfvirkt, og fullyrðir að á rifflinum hafi verið boltalás þegar hann var seldur. Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa þekkingu til að breyta vopninu. Maðurinn var sakfelldur af því að hafa breytt vopninu í Héraðsdómi Reykjavíkur, en Landsréttur sneri því við og sýknaði hann. Landsréttur gerði manninum að greiða hundrað þúsund króna sekt eða sæta átta daga fangelsi. Þá var riffillinn gerður upptækur, ásamt rafstuðbyssu mannsins og þremur skotgeymum fyrir riffilinn. Ekki var fallist á upptöku annarra aukahluta fyrir riffilinn, hljóðdeyfis, slagskeftis og höggdeyfis. Þá var manninum gert að greiða þriðjung áfrýjunarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, eða 496 þúsund krónur. Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa breytt eiginleikum riffilsins þannig að hann yrðir hálfsjálfvirkur en Landsréttur sýknaði hann af þeirri háttsemi. Í dóminum er vísað til lögregluskýrslu þar sem segir að lögreglu hafi borist ábending um að svokölluðum DPMS-riffli í eigu mannsins hefði verið breytt þannig að hann virkaði sem hálfsjálfvirkur riffill. Við nánari skoðun reyndist það svo að pinni sem stýrir því riffillinn er einskota, hálfsjálfvirkur eða alsjálfvirkur hefði verið tekinn úr. Riffillinn varð gerður upptækur, ásamt stuðbyssu sem maðurinn hafði í vörslum sínum, sem og aukahlutum fyrir riffilinn. Taldi riffilinn löglegan Maðurinn greindi frá því að hann hefði keypt byssuna af byssusmið sem hefði tekið pinnann úr. Fyrir dómi kvaðst hinn ákærði þá hafa fengið þær up plýsingar frá seljandanum að riffillinn hefði verið skráður fyrir lagabreytingu árið 2012 og væri því löglegur. Því hafi hann trúað. Landsréttur féllst ekki á þessi rök. Fyrir dómi neitaði byssusmiðurinn því að hafa selt hinum ákærða vopnið hálfsjálfvirkt, og fullyrðir að á rifflinum hafi verið boltalás þegar hann var seldur. Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa þekkingu til að breyta vopninu. Maðurinn var sakfelldur af því að hafa breytt vopninu í Héraðsdómi Reykjavíkur, en Landsréttur sneri því við og sýknaði hann. Landsréttur gerði manninum að greiða hundrað þúsund króna sekt eða sæta átta daga fangelsi. Þá var riffillinn gerður upptækur, ásamt rafstuðbyssu mannsins og þremur skotgeymum fyrir riffilinn. Ekki var fallist á upptöku annarra aukahluta fyrir riffilinn, hljóðdeyfis, slagskeftis og höggdeyfis. Þá var manninum gert að greiða þriðjung áfrýjunarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, eða 496 þúsund krónur.
Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira