Lilja vonsvikin með Disney Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2021 18:41 Lilja kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum að sjá að Disney byði hvorki upp á íslenskt tal né texta á streymisveitu sinni. Samsett Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. „Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í bréfi til forstjórans hvet ég fyrirtækið til að gera bragarbót á og bendi á þá staðreynd, að íslenska tungumálið er kjarninn í menningu þjóðarinnar og sjálfsmynd,“ segir í Facebook-færslu sem Lilja birti í dag. Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í...Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Monday, 1 February 2021 „Við leggjum hart að okkur við að viðhalda því, sérstaklega meðal barna og ungmenna sem daglega verða fyrir miklum áhrifum frá öðrum tungumálum, aðallega ensku. Góð móðurmálskunnátta er gríðarlega mikilvæg fyrir persónuþroska barna, sjálfsmynd þeirra, menntun og getu til að móta hugsanir. Hún er nauðsynleg íslenskri æsku og framtíð þeirra.“ Vonsvikin að sjá hvorki tal né texta Í bréfi sínu til forstjórans, sem fylgir með færslu Lilju, segist hún fagna þeirri ákvörðun Disney að bjóða upp á aðgang að streymisveitunni hér á landi. Efni úr smiðju Disney hafi notið vinsælda hjá mörgum kynslóðum barna hér á landi, og þá ekki síst vegna góðra starfa talsetjara og textunar. „Íslenska hefur meira eða minna haldið sér í þúsund ár. Þess vegna geta Íslendingar lesið fornar sögur, handrit og ljóð, sem hafa sum orðið innblástur kvikmynda um víkinga eða norræna goðafræði,“ segir í bréfinu. Í ljósi þessa segist Lilja vonsvikin að komast að því að hvorki íslenskt tal né texti eru í boði á Disney+. Hún hvetji Disney til þess að bæta úr því sem fyrst og nýta sér það talsetta og textaða efni sem þegar er til. „Ég efast ekki um það að íslenskir foreldrar myndu verðlauna slíka viðleitni og velja að versla af ykkur,“ skrifar Lilja. Disney Íslenska á tækniöld Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í bréfi til forstjórans hvet ég fyrirtækið til að gera bragarbót á og bendi á þá staðreynd, að íslenska tungumálið er kjarninn í menningu þjóðarinnar og sjálfsmynd,“ segir í Facebook-færslu sem Lilja birti í dag. Það er óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar á streymisveitunni Disney+. Í...Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Monday, 1 February 2021 „Við leggjum hart að okkur við að viðhalda því, sérstaklega meðal barna og ungmenna sem daglega verða fyrir miklum áhrifum frá öðrum tungumálum, aðallega ensku. Góð móðurmálskunnátta er gríðarlega mikilvæg fyrir persónuþroska barna, sjálfsmynd þeirra, menntun og getu til að móta hugsanir. Hún er nauðsynleg íslenskri æsku og framtíð þeirra.“ Vonsvikin að sjá hvorki tal né texta Í bréfi sínu til forstjórans, sem fylgir með færslu Lilju, segist hún fagna þeirri ákvörðun Disney að bjóða upp á aðgang að streymisveitunni hér á landi. Efni úr smiðju Disney hafi notið vinsælda hjá mörgum kynslóðum barna hér á landi, og þá ekki síst vegna góðra starfa talsetjara og textunar. „Íslenska hefur meira eða minna haldið sér í þúsund ár. Þess vegna geta Íslendingar lesið fornar sögur, handrit og ljóð, sem hafa sum orðið innblástur kvikmynda um víkinga eða norræna goðafræði,“ segir í bréfinu. Í ljósi þessa segist Lilja vonsvikin að komast að því að hvorki íslenskt tal né texti eru í boði á Disney+. Hún hvetji Disney til þess að bæta úr því sem fyrst og nýta sér það talsetta og textaða efni sem þegar er til. „Ég efast ekki um það að íslenskir foreldrar myndu verðlauna slíka viðleitni og velja að versla af ykkur,“ skrifar Lilja.
Disney Íslenska á tækniöld Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira