Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 14:00 Víðir Reynisson, Arnar Þór Gíslason og Þórólfur Guðnason. Vísir Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkru eru afar ósáttir við að þeir þurfi að hafa lokað meðan aðrir vínveitingastaðir sem hafa veitingaleyfi og selja mat fái að hafa opið. Þeir kanna nú hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Meðal þeirra er Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars sem hefur verið lokaður í 8 mánuði. „Ég er báðum megin við borðið ég á líka Lebowskibar sem er opinn og þar hefur verið gætt að öllum sóttvarnarreglum. Ég þarf ekkert að pína fólk þar til að borða, þú mátt kaupa bjór eða kokteila ef þú fylgir öllum reglum þannig að ég skil ekki muninn á þessu,“ segir Arnar. Þórólfur Guðnason segir þessa gagnrýni ekki nýja af nálinni. Aðspurður hvað honum finnst um að verið sé að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotinn segir hann: „Þetta er spurning um lögformlega hluti, eða skilgreiningar í lögum. Hvað á að kalla hvaða stað og það er erfitt fyrir mig að koma með tillögur um slíkt þegar lagaramminn er þannig. Ég verð eiginlega að vísa þessu á ráðuneytið sem setur sóttvarnarreglugerðina í form,“ segir Þórólfur. Hann segir að af sinni hálfu sé skýrt af hverju ákveðið var í síðustu tillögum að barir og skemmtistaðir yrðu lokaðir áfram. „Hvaða reynslu höfum við af uppruna smita? Ef við skoðum þriðju bylgjuna þá hófst hún á pöbbum og börum og hnefaleikastöð. Þetta eru líka þeir staðir sem hafa verið nefndir sem áhættustaðir erlendis,“ segir hann. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra segir þetta um málið: „Kráareigendum er auðvitað í sjálfsvald sett að sækja rétt sinn. Heilbrigðisráðherra setur reglugerðina og það þarf að beina þessu þangað. Það er hægt að fara yfir mjög margt í sóttvarnarreglunum gegnum tíðina og menn hafa séð að einhverjum finnst eitthvað sanngjarnt og öðrum ekki. Það eru alltaf einhver göt. En þá er það bara þannig, það er verið að reyna að finna einhverjar línur í þessum málum,“ segir hann. Hann segir mikilvægast að almenningur fari að settum reglum. „En fyrst og fremst segi ég að ef að fólk er að fara á veitingastaði í þeim tilgangi að nota þá sem krá en ekki veitingastað þá er það hegðun fólks sem er ekki í lagi og við erum alltaf að biðla til fólks að vera með okkur í þessu,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkru eru afar ósáttir við að þeir þurfi að hafa lokað meðan aðrir vínveitingastaðir sem hafa veitingaleyfi og selja mat fái að hafa opið. Þeir kanna nú hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Meðal þeirra er Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars sem hefur verið lokaður í 8 mánuði. „Ég er báðum megin við borðið ég á líka Lebowskibar sem er opinn og þar hefur verið gætt að öllum sóttvarnarreglum. Ég þarf ekkert að pína fólk þar til að borða, þú mátt kaupa bjór eða kokteila ef þú fylgir öllum reglum þannig að ég skil ekki muninn á þessu,“ segir Arnar. Þórólfur Guðnason segir þessa gagnrýni ekki nýja af nálinni. Aðspurður hvað honum finnst um að verið sé að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotinn segir hann: „Þetta er spurning um lögformlega hluti, eða skilgreiningar í lögum. Hvað á að kalla hvaða stað og það er erfitt fyrir mig að koma með tillögur um slíkt þegar lagaramminn er þannig. Ég verð eiginlega að vísa þessu á ráðuneytið sem setur sóttvarnarreglugerðina í form,“ segir Þórólfur. Hann segir að af sinni hálfu sé skýrt af hverju ákveðið var í síðustu tillögum að barir og skemmtistaðir yrðu lokaðir áfram. „Hvaða reynslu höfum við af uppruna smita? Ef við skoðum þriðju bylgjuna þá hófst hún á pöbbum og börum og hnefaleikastöð. Þetta eru líka þeir staðir sem hafa verið nefndir sem áhættustaðir erlendis,“ segir hann. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra segir þetta um málið: „Kráareigendum er auðvitað í sjálfsvald sett að sækja rétt sinn. Heilbrigðisráðherra setur reglugerðina og það þarf að beina þessu þangað. Það er hægt að fara yfir mjög margt í sóttvarnarreglunum gegnum tíðina og menn hafa séð að einhverjum finnst eitthvað sanngjarnt og öðrum ekki. Það eru alltaf einhver göt. En þá er það bara þannig, það er verið að reyna að finna einhverjar línur í þessum málum,“ segir hann. Hann segir mikilvægast að almenningur fari að settum reglum. „En fyrst og fremst segi ég að ef að fólk er að fara á veitingastaði í þeim tilgangi að nota þá sem krá en ekki veitingastað þá er það hegðun fólks sem er ekki í lagi og við erum alltaf að biðla til fólks að vera með okkur í þessu,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira