Sundabraut verður Sundabrú, lengsta brú á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2021 13:47 Teikning af vef ráðuneytisins sem sýnir Sundabrú eins og lagt er til að hún muni liggja í Kleppsvík. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gerir ráð fyrir því að Sundabrú verði tilbúin árið 2029 eða 2030. Mat sérfræðihóps sem Vegagerðin fór fyrir komst að þeirri niðurstöðu að brú væri töluvert betri kostur en jarðgöng sem einnig voru á teikniborðinu. Sigurður Ingi kynnti niðurstöðurnar á kynningarfundi á öðrum tímanum í dag. Vegagerðinni var á síðasta ári falið að leiða vinnu nýs starfshóps fulltrúa Reykjavíkurborgar, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og Faxaflóahafna um að endurmeta og skoða tvo kosti um legu Sundabrautar. Vinnan átti að byggja á starfi starfshóps sem skilaði tillögum um mögulega legu árið 2019. Sá starfshópur lagði til jarðgöng eða lágbrú. Nýi starfshópurinn tók þær tillögur til skoðunar og sömuleiðis aðrar útfærslur á brú. Séð í austurátt frá Holtavegi. Í beinu framhaldi af Holtavegi mun Sundabrú rísa.Vísir/Sigurjónó Niðurstaðan er Sundabrú, hábrú í 35 metra hæð yfir haffleti, sem að í tillögu starfshópsins yrði 1172 metrar á lengd. Lengsta brú á Íslandi er Borgarfjarðarbrúin sem er 520 metra löng. Sigurður Ingi lagði áherslu á það í upphafi fundar að hann væri að kynna niðurstöður síðasta starfshóps vegna Sundabrautar og að hann meinti það. Niðurstöður starfshópsins væru afgerandi og nú væri góður tími til að fara í framkvæmdir. Gert er ráð fyrir að Sundabrú rísi í beinu framhaldi af Holtavegi við Holtagarða. Þar sem um hábrú er að ræða ættu áhrif á höfnina sem sést á myndinni ekki að vera mikil þar sem bátarnir geta siglt undir brúna. Starfshópurinn telur vega þyngst að kostnaður við brúarleið væri lægri, brú henti betur fyrir alla ferðamáta og almenningssamgöngur og að ný Sundabraut á brú bæti samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins og til og frá borginni með því að dreifa umferð, minnka álag á öðrum stofnvegum og stytta ferðatíma. Nefndi ráðherra að heildarkostnaður við brú væri áætlaður um 69 milljarðar króna en 83 milljarðar króna í tilfelli jarðganga. Brú væri því arðsamari lausn. Brú bætti samgöngur í allri borginni, dreifði umferð betur, stytti ferðatíma allra og hentaði öllum ferðamátum. Þannig opnaði brúin á möguleika fyrir göngu- og hjólaleiðar. Í skýrslu starfshópsins er gerð tillaga um að Sundabrú verði 1.172 m löng með 14 höfum. Fjórar akreinar yrðu á brúnni og sérstök göngu- og hjólaleið á austurkanti brúarinnar. Um helmingur brúarinnar yrði yfir Kleppsvík en hinn helmingurinn á landi að vestanverðu. Brúin myndi rísa í 35 metra hæð yfir hafflötinn með 30 metra siglingahæð og 100 metra breiðri siglingarennu. Með þessu er gert ráð fyrir að hægt verði að sigla undir Sundabrú til að nýta áfram hafnarbakka innan brúarinnar. Sigurður Ingi kynnir brúna í dag. Eins og sjá má á vegurinn að halda áfram og tengja við Vesturlandsveg á Kjalarnesi.Vísir/SigurjónÓ Við Gufunes er miðað við að Sundabrú mæti landi á stuttri landfyllingu. Gert er ráð fyrir að Sundabraut tengist Sæbraut við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar. Hægt verði að aka undir Sundabrú við gatnamótin við Skútuvog og tengja þannig svæði beggja vegna. Hér má lesa niðurstöður skýrslu starfshópsins. Sigurður Ingi sagði á Sprengisandi á Bylgjunni á dögunum að hann vonaðist eftir aðkomu lífeyrissjóða við framkvæmdirnar við Sundabraut. Hann sagði hugmyndina um Sundabraut búna að vera í tómu basli í tíu til tuttugu ár, í bréfaskriftum milli ríkis og borgar. „Ég ákvað að taka það bara úr þeim farvegi og setjast niður með fólki og segja: Finnum leið. Finnum lausn.“ Að neðan má sjá tilkynningu stjórnarráðsins í heild sinni. Sundabrú er hagkvæmari kostur en jarðgöng fyrir legu Sundabrautar að mati starfshóps á vegum Vegagerðarinnar en Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu áttu einnig fulltrúa í hópnum. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fól starfshópnum að meta þessa tvo valkosti og tók við skýrslu hópsins fyrir helgi. Starfshópurinn telur vega þyngst að kostnaður við brúarleið væri lægri, brú henti betur fyrir alla ferðamáta og almenningssamgöngur og að ný Sundabraut á brú bæti samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins og til og frá borginni með því að dreifa umferð, minnka álag á öðrum stofnvegum og stytta ferðatíma. „Niðurstöður starfshópsins staðfesta sannfæringu mína um að Sundabraut bæti samgöngur, hvort tveggja fyrir íbúa höfuðborgarsvæðis og íbúa landsbyggðar. Það er sérstaklega ánægjulegt að Sundabrú muni geta eflt almenningssamgöngur og styðja við fjölbreytta ferðamáta. Með því að stytta ferðatíma og dreifa umferð bætum við lífsgæði fólks. Niðurstöður um að Sundabrú sé hagkvæmari kostur eru afgerandi og að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að taka næstu skref og hefja framkvæmdir við Sundabraut. Þetta er ekki spurning hvort af verkefninu verði heldur hvenær. Núna er góður tími að fara í opinberar framkvæmdir. Undirbúningur verksins, hönnun og verklegar framkvæmdir skapa mikilvæga atvinnu og auka hagvöxt í landinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Framkvæmdir geta hafist árið 2025 Starfshópurinn telur að framkvæmdir við Sundabraut geti hafist árið 2025 og lokið 2029-2030. Hópurinn telur að undirbúningur, rannsóknir, hönnun, mat á umhverfisáhrifum og vinna við breytingar á skipulagsáætlunum taki að lágmarki 4 ár. Þá megi áætla að framkvæmdatími við byggingu Sundabrúar og aðliggjandi vega verði um 4-5 ár. Kostnaður við þverun Kleppsvíkur með Sundabrú er metinn 44 milljarðar kr. en með jarðgöngum (Sundagöngum) 58 milljarðar kr. Kostnaður við kaflann frá Gufunesi á Kjalarnes er sá sami í báðum tilvikum, eða 25 milljarðar kr. Heildarkostnaður miðað við brú er því 69 ma. kr. en 83 ma. kr. ef jarðgöng yrðu fyrir valinu. Sundabraut er ein af sex samgönguframkvæmdum sem Alþingi hefur heimilað að verði unnin sem samvinnuverkefni hins opinbera og einkaaðila (PPP). Helstu niðurstöður – umferð, almenningssamgöngur og fjölbreyttir ferðamátar Starfshópurinn kynnir í skýrslunni margvísleg rök fyrir því að Sundabrú sé hagkvæmari vakostur en jarðgöng. Sundabrú hefur jákvæðari áhrif á umferð og ferðatíma en jarðgöng og bætir samgöngur í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins. Sundabrú getur dregið úr umferðarþunga á öðrum vegum, s.s. Höfðabakka um Gullinbrú og í Ártúnsbrekku. Báðir valkostir (Sundabrú og Sundagöng) hafa sömu áhrif til minnkunar á umferð um Vesturlandsveg í Mosfellsbæ. Sundabrú nýtist betur fyrir almenningssamgöngur og samkvæmt umferðarspám mun farþegum fjölga, ferðatími styttast og skiptingum fækka. Sundabrú gefur möguleika á nýrri tengingu fyrir göngu- og hjólaleiðir og er því skynsamlegri lausn fyrir fjölbreytta ferðamáta. Sundabrú bætir tengingu milli höfuðborgarsvæðis og Vesturlands og Norðurlands. Vegalengd frá Akranesi til Reykjavíkur mun til að mynda styttast um 5-8 km. Sundabrú bætir tengingu Grafarvogs við svæðið vestan Elliðaáa. Sundabrú getur aukið hagræði fyrir atvinnustarfsemi af ýmsu tagi og hægt er að koma til móts við áhrif á hafnastarfsemi. Starfshópurinn tilgreinir að jarðgöng myndu á hinn bóginn hafa minni sjónræn áhrif og að brúarframkvæmdir hefðu meiri áhrif á hafnastarfsemi á framkvæmdatíma. Tillögur hafi þó verið kynntar hagsmunaaðilum og að ekki hafi verið gerðar verulegar athugasemdir við þær. Nánar um Sundabrú Í skýrslunni er gerð tillaga um að Sundabrú verði 1.172 m löng með 14 höfum. Fjórar akreinar yrðu á brúnni og sérstök göngu- og hjólaleið á austurkanti brúarinnar. Um helmingur brúarinnar yrði yfir Kleppsvík en hinn helmingurinn á landi að vestanverðu. Brúin myndi rísa í 35 m hæð yfir hafflötinn með 30 m siglingahæð og 100 m breiðri siglingarennu. Með þessu er gert ráð fyrir að hægt verði að sigla undir Sundabrú til að nýta áfram hafnarbakka innan brúarinnar. Við Gufunes er miðað við að Sundabrú mæti landi á stuttri landfyllingu. Gert er ráð fyrir að Sundabraut tengist Sæbraut við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar. Hægt verði að aka undir Sundabrú við gatnamótin við Skútuvog og tengja þannig svæði beggja vegna. Ábendingar starfshóps Starfshópurinn vekur athygli á að kaflinn frá Gufunesi að Kjalarnesi væri nauðsynlegur hluti Sundabrautar til að ná fram hámarksávinningi. Á þeim kafla megi gera ráð fyrir vegi á yfirborði alla leið frá Gufunesi að Kjalarnesi með brúm á Leiruvogi og í Kollafirði. Starfshópurinn telur mögulegt að byggja Sundabraut frá Gufunesi að Kjalarnesi samhliða þverun Kleppsvíkur en nánari útfærslur á áfangaskiptingu þarf að meta á síðari stigum. Í tillögum sínum bendir starfshópurinn á að mikilvægt sé að skoða nánar líklegar breytingar á dreifingu umferðar og hvernig bregðast eigi við mögulegum neikvæðum áhrifum á íbúahverfi á áhrifasvæði Sundabrautar. Einnig þurfi að huga vel að innra gatnakerfi norðan Sæbrautar og tryggja nauðsynlegt flæði umferðar um Vatnagarða, Barkarvog og Skútuvog. Þá þurfi að gæta vel að hæð Sundabrúar til að núverandi starfsemi verði tryggð eins og kostur er. Nauðsynlegt væri að gera tímanlega ráðstafanir til að lágmarka röskun á starfsemi á framkvæmdatíma og svo til framtíðar, m.a. með gerð viðeigandi hafnarmannvirkja og nýrrar tengingar vöruflutninga til og frá farmsvæðum Sundahafnar. Hluti af fortíð og framtíð Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 er gengið út frá því að Sundabraut verði hluti af norður-suður meginstofnvegi um höfuðborgarsvæðið. Sundabraut hefur verið á aðalskipulagi Reykjavíkur frá 1975 en starfshópurinn bendir á að gera þurfi sérstaka breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem gerðar yrðu ýmist samhliða eða í kjölfarið á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Í starfshópnum sátu Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, en hann var formaður hópsins, Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis Vegagerðarinnar, Gísli Gíslason, fyrrverandi hafnarstjóri, tilnefndur af Faxaflóahöfnum, Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri, tilnefndur af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, fyrir hönd borgarinnar. Sundabraut Reykjavík Samgöngur Vegagerð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Vegagerðinni var á síðasta ári falið að leiða vinnu nýs starfshóps fulltrúa Reykjavíkurborgar, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og Faxaflóahafna um að endurmeta og skoða tvo kosti um legu Sundabrautar. Vinnan átti að byggja á starfi starfshóps sem skilaði tillögum um mögulega legu árið 2019. Sá starfshópur lagði til jarðgöng eða lágbrú. Nýi starfshópurinn tók þær tillögur til skoðunar og sömuleiðis aðrar útfærslur á brú. Séð í austurátt frá Holtavegi. Í beinu framhaldi af Holtavegi mun Sundabrú rísa.Vísir/Sigurjónó Niðurstaðan er Sundabrú, hábrú í 35 metra hæð yfir haffleti, sem að í tillögu starfshópsins yrði 1172 metrar á lengd. Lengsta brú á Íslandi er Borgarfjarðarbrúin sem er 520 metra löng. Sigurður Ingi lagði áherslu á það í upphafi fundar að hann væri að kynna niðurstöður síðasta starfshóps vegna Sundabrautar og að hann meinti það. Niðurstöður starfshópsins væru afgerandi og nú væri góður tími til að fara í framkvæmdir. Gert er ráð fyrir að Sundabrú rísi í beinu framhaldi af Holtavegi við Holtagarða. Þar sem um hábrú er að ræða ættu áhrif á höfnina sem sést á myndinni ekki að vera mikil þar sem bátarnir geta siglt undir brúna. Starfshópurinn telur vega þyngst að kostnaður við brúarleið væri lægri, brú henti betur fyrir alla ferðamáta og almenningssamgöngur og að ný Sundabraut á brú bæti samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins og til og frá borginni með því að dreifa umferð, minnka álag á öðrum stofnvegum og stytta ferðatíma. Nefndi ráðherra að heildarkostnaður við brú væri áætlaður um 69 milljarðar króna en 83 milljarðar króna í tilfelli jarðganga. Brú væri því arðsamari lausn. Brú bætti samgöngur í allri borginni, dreifði umferð betur, stytti ferðatíma allra og hentaði öllum ferðamátum. Þannig opnaði brúin á möguleika fyrir göngu- og hjólaleiðar. Í skýrslu starfshópsins er gerð tillaga um að Sundabrú verði 1.172 m löng með 14 höfum. Fjórar akreinar yrðu á brúnni og sérstök göngu- og hjólaleið á austurkanti brúarinnar. Um helmingur brúarinnar yrði yfir Kleppsvík en hinn helmingurinn á landi að vestanverðu. Brúin myndi rísa í 35 metra hæð yfir hafflötinn með 30 metra siglingahæð og 100 metra breiðri siglingarennu. Með þessu er gert ráð fyrir að hægt verði að sigla undir Sundabrú til að nýta áfram hafnarbakka innan brúarinnar. Sigurður Ingi kynnir brúna í dag. Eins og sjá má á vegurinn að halda áfram og tengja við Vesturlandsveg á Kjalarnesi.Vísir/SigurjónÓ Við Gufunes er miðað við að Sundabrú mæti landi á stuttri landfyllingu. Gert er ráð fyrir að Sundabraut tengist Sæbraut við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar. Hægt verði að aka undir Sundabrú við gatnamótin við Skútuvog og tengja þannig svæði beggja vegna. Hér má lesa niðurstöður skýrslu starfshópsins. Sigurður Ingi sagði á Sprengisandi á Bylgjunni á dögunum að hann vonaðist eftir aðkomu lífeyrissjóða við framkvæmdirnar við Sundabraut. Hann sagði hugmyndina um Sundabraut búna að vera í tómu basli í tíu til tuttugu ár, í bréfaskriftum milli ríkis og borgar. „Ég ákvað að taka það bara úr þeim farvegi og setjast niður með fólki og segja: Finnum leið. Finnum lausn.“ Að neðan má sjá tilkynningu stjórnarráðsins í heild sinni. Sundabrú er hagkvæmari kostur en jarðgöng fyrir legu Sundabrautar að mati starfshóps á vegum Vegagerðarinnar en Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu áttu einnig fulltrúa í hópnum. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fól starfshópnum að meta þessa tvo valkosti og tók við skýrslu hópsins fyrir helgi. Starfshópurinn telur vega þyngst að kostnaður við brúarleið væri lægri, brú henti betur fyrir alla ferðamáta og almenningssamgöngur og að ný Sundabraut á brú bæti samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins og til og frá borginni með því að dreifa umferð, minnka álag á öðrum stofnvegum og stytta ferðatíma. „Niðurstöður starfshópsins staðfesta sannfæringu mína um að Sundabraut bæti samgöngur, hvort tveggja fyrir íbúa höfuðborgarsvæðis og íbúa landsbyggðar. Það er sérstaklega ánægjulegt að Sundabrú muni geta eflt almenningssamgöngur og styðja við fjölbreytta ferðamáta. Með því að stytta ferðatíma og dreifa umferð bætum við lífsgæði fólks. Niðurstöður um að Sundabrú sé hagkvæmari kostur eru afgerandi og að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að taka næstu skref og hefja framkvæmdir við Sundabraut. Þetta er ekki spurning hvort af verkefninu verði heldur hvenær. Núna er góður tími að fara í opinberar framkvæmdir. Undirbúningur verksins, hönnun og verklegar framkvæmdir skapa mikilvæga atvinnu og auka hagvöxt í landinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Framkvæmdir geta hafist árið 2025 Starfshópurinn telur að framkvæmdir við Sundabraut geti hafist árið 2025 og lokið 2029-2030. Hópurinn telur að undirbúningur, rannsóknir, hönnun, mat á umhverfisáhrifum og vinna við breytingar á skipulagsáætlunum taki að lágmarki 4 ár. Þá megi áætla að framkvæmdatími við byggingu Sundabrúar og aðliggjandi vega verði um 4-5 ár. Kostnaður við þverun Kleppsvíkur með Sundabrú er metinn 44 milljarðar kr. en með jarðgöngum (Sundagöngum) 58 milljarðar kr. Kostnaður við kaflann frá Gufunesi á Kjalarnes er sá sami í báðum tilvikum, eða 25 milljarðar kr. Heildarkostnaður miðað við brú er því 69 ma. kr. en 83 ma. kr. ef jarðgöng yrðu fyrir valinu. Sundabraut er ein af sex samgönguframkvæmdum sem Alþingi hefur heimilað að verði unnin sem samvinnuverkefni hins opinbera og einkaaðila (PPP). Helstu niðurstöður – umferð, almenningssamgöngur og fjölbreyttir ferðamátar Starfshópurinn kynnir í skýrslunni margvísleg rök fyrir því að Sundabrú sé hagkvæmari vakostur en jarðgöng. Sundabrú hefur jákvæðari áhrif á umferð og ferðatíma en jarðgöng og bætir samgöngur í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins. Sundabrú getur dregið úr umferðarþunga á öðrum vegum, s.s. Höfðabakka um Gullinbrú og í Ártúnsbrekku. Báðir valkostir (Sundabrú og Sundagöng) hafa sömu áhrif til minnkunar á umferð um Vesturlandsveg í Mosfellsbæ. Sundabrú nýtist betur fyrir almenningssamgöngur og samkvæmt umferðarspám mun farþegum fjölga, ferðatími styttast og skiptingum fækka. Sundabrú gefur möguleika á nýrri tengingu fyrir göngu- og hjólaleiðir og er því skynsamlegri lausn fyrir fjölbreytta ferðamáta. Sundabrú bætir tengingu milli höfuðborgarsvæðis og Vesturlands og Norðurlands. Vegalengd frá Akranesi til Reykjavíkur mun til að mynda styttast um 5-8 km. Sundabrú bætir tengingu Grafarvogs við svæðið vestan Elliðaáa. Sundabrú getur aukið hagræði fyrir atvinnustarfsemi af ýmsu tagi og hægt er að koma til móts við áhrif á hafnastarfsemi. Starfshópurinn tilgreinir að jarðgöng myndu á hinn bóginn hafa minni sjónræn áhrif og að brúarframkvæmdir hefðu meiri áhrif á hafnastarfsemi á framkvæmdatíma. Tillögur hafi þó verið kynntar hagsmunaaðilum og að ekki hafi verið gerðar verulegar athugasemdir við þær. Nánar um Sundabrú Í skýrslunni er gerð tillaga um að Sundabrú verði 1.172 m löng með 14 höfum. Fjórar akreinar yrðu á brúnni og sérstök göngu- og hjólaleið á austurkanti brúarinnar. Um helmingur brúarinnar yrði yfir Kleppsvík en hinn helmingurinn á landi að vestanverðu. Brúin myndi rísa í 35 m hæð yfir hafflötinn með 30 m siglingahæð og 100 m breiðri siglingarennu. Með þessu er gert ráð fyrir að hægt verði að sigla undir Sundabrú til að nýta áfram hafnarbakka innan brúarinnar. Við Gufunes er miðað við að Sundabrú mæti landi á stuttri landfyllingu. Gert er ráð fyrir að Sundabraut tengist Sæbraut við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar. Hægt verði að aka undir Sundabrú við gatnamótin við Skútuvog og tengja þannig svæði beggja vegna. Ábendingar starfshóps Starfshópurinn vekur athygli á að kaflinn frá Gufunesi að Kjalarnesi væri nauðsynlegur hluti Sundabrautar til að ná fram hámarksávinningi. Á þeim kafla megi gera ráð fyrir vegi á yfirborði alla leið frá Gufunesi að Kjalarnesi með brúm á Leiruvogi og í Kollafirði. Starfshópurinn telur mögulegt að byggja Sundabraut frá Gufunesi að Kjalarnesi samhliða þverun Kleppsvíkur en nánari útfærslur á áfangaskiptingu þarf að meta á síðari stigum. Í tillögum sínum bendir starfshópurinn á að mikilvægt sé að skoða nánar líklegar breytingar á dreifingu umferðar og hvernig bregðast eigi við mögulegum neikvæðum áhrifum á íbúahverfi á áhrifasvæði Sundabrautar. Einnig þurfi að huga vel að innra gatnakerfi norðan Sæbrautar og tryggja nauðsynlegt flæði umferðar um Vatnagarða, Barkarvog og Skútuvog. Þá þurfi að gæta vel að hæð Sundabrúar til að núverandi starfsemi verði tryggð eins og kostur er. Nauðsynlegt væri að gera tímanlega ráðstafanir til að lágmarka röskun á starfsemi á framkvæmdatíma og svo til framtíðar, m.a. með gerð viðeigandi hafnarmannvirkja og nýrrar tengingar vöruflutninga til og frá farmsvæðum Sundahafnar. Hluti af fortíð og framtíð Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 er gengið út frá því að Sundabraut verði hluti af norður-suður meginstofnvegi um höfuðborgarsvæðið. Sundabraut hefur verið á aðalskipulagi Reykjavíkur frá 1975 en starfshópurinn bendir á að gera þurfi sérstaka breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem gerðar yrðu ýmist samhliða eða í kjölfarið á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Í starfshópnum sátu Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, en hann var formaður hópsins, Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis Vegagerðarinnar, Gísli Gíslason, fyrrverandi hafnarstjóri, tilnefndur af Faxaflóahöfnum, Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri, tilnefndur af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, fyrir hönd borgarinnar.
Sundabrú er hagkvæmari kostur en jarðgöng fyrir legu Sundabrautar að mati starfshóps á vegum Vegagerðarinnar en Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu áttu einnig fulltrúa í hópnum. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fól starfshópnum að meta þessa tvo valkosti og tók við skýrslu hópsins fyrir helgi. Starfshópurinn telur vega þyngst að kostnaður við brúarleið væri lægri, brú henti betur fyrir alla ferðamáta og almenningssamgöngur og að ný Sundabraut á brú bæti samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins og til og frá borginni með því að dreifa umferð, minnka álag á öðrum stofnvegum og stytta ferðatíma. „Niðurstöður starfshópsins staðfesta sannfæringu mína um að Sundabraut bæti samgöngur, hvort tveggja fyrir íbúa höfuðborgarsvæðis og íbúa landsbyggðar. Það er sérstaklega ánægjulegt að Sundabrú muni geta eflt almenningssamgöngur og styðja við fjölbreytta ferðamáta. Með því að stytta ferðatíma og dreifa umferð bætum við lífsgæði fólks. Niðurstöður um að Sundabrú sé hagkvæmari kostur eru afgerandi og að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að taka næstu skref og hefja framkvæmdir við Sundabraut. Þetta er ekki spurning hvort af verkefninu verði heldur hvenær. Núna er góður tími að fara í opinberar framkvæmdir. Undirbúningur verksins, hönnun og verklegar framkvæmdir skapa mikilvæga atvinnu og auka hagvöxt í landinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Framkvæmdir geta hafist árið 2025 Starfshópurinn telur að framkvæmdir við Sundabraut geti hafist árið 2025 og lokið 2029-2030. Hópurinn telur að undirbúningur, rannsóknir, hönnun, mat á umhverfisáhrifum og vinna við breytingar á skipulagsáætlunum taki að lágmarki 4 ár. Þá megi áætla að framkvæmdatími við byggingu Sundabrúar og aðliggjandi vega verði um 4-5 ár. Kostnaður við þverun Kleppsvíkur með Sundabrú er metinn 44 milljarðar kr. en með jarðgöngum (Sundagöngum) 58 milljarðar kr. Kostnaður við kaflann frá Gufunesi á Kjalarnes er sá sami í báðum tilvikum, eða 25 milljarðar kr. Heildarkostnaður miðað við brú er því 69 ma. kr. en 83 ma. kr. ef jarðgöng yrðu fyrir valinu. Sundabraut er ein af sex samgönguframkvæmdum sem Alþingi hefur heimilað að verði unnin sem samvinnuverkefni hins opinbera og einkaaðila (PPP). Helstu niðurstöður – umferð, almenningssamgöngur og fjölbreyttir ferðamátar Starfshópurinn kynnir í skýrslunni margvísleg rök fyrir því að Sundabrú sé hagkvæmari vakostur en jarðgöng. Sundabrú hefur jákvæðari áhrif á umferð og ferðatíma en jarðgöng og bætir samgöngur í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins. Sundabrú getur dregið úr umferðarþunga á öðrum vegum, s.s. Höfðabakka um Gullinbrú og í Ártúnsbrekku. Báðir valkostir (Sundabrú og Sundagöng) hafa sömu áhrif til minnkunar á umferð um Vesturlandsveg í Mosfellsbæ. Sundabrú nýtist betur fyrir almenningssamgöngur og samkvæmt umferðarspám mun farþegum fjölga, ferðatími styttast og skiptingum fækka. Sundabrú gefur möguleika á nýrri tengingu fyrir göngu- og hjólaleiðir og er því skynsamlegri lausn fyrir fjölbreytta ferðamáta. Sundabrú bætir tengingu milli höfuðborgarsvæðis og Vesturlands og Norðurlands. Vegalengd frá Akranesi til Reykjavíkur mun til að mynda styttast um 5-8 km. Sundabrú bætir tengingu Grafarvogs við svæðið vestan Elliðaáa. Sundabrú getur aukið hagræði fyrir atvinnustarfsemi af ýmsu tagi og hægt er að koma til móts við áhrif á hafnastarfsemi. Starfshópurinn tilgreinir að jarðgöng myndu á hinn bóginn hafa minni sjónræn áhrif og að brúarframkvæmdir hefðu meiri áhrif á hafnastarfsemi á framkvæmdatíma. Tillögur hafi þó verið kynntar hagsmunaaðilum og að ekki hafi verið gerðar verulegar athugasemdir við þær. Nánar um Sundabrú Í skýrslunni er gerð tillaga um að Sundabrú verði 1.172 m löng með 14 höfum. Fjórar akreinar yrðu á brúnni og sérstök göngu- og hjólaleið á austurkanti brúarinnar. Um helmingur brúarinnar yrði yfir Kleppsvík en hinn helmingurinn á landi að vestanverðu. Brúin myndi rísa í 35 m hæð yfir hafflötinn með 30 m siglingahæð og 100 m breiðri siglingarennu. Með þessu er gert ráð fyrir að hægt verði að sigla undir Sundabrú til að nýta áfram hafnarbakka innan brúarinnar. Við Gufunes er miðað við að Sundabrú mæti landi á stuttri landfyllingu. Gert er ráð fyrir að Sundabraut tengist Sæbraut við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar. Hægt verði að aka undir Sundabrú við gatnamótin við Skútuvog og tengja þannig svæði beggja vegna. Ábendingar starfshóps Starfshópurinn vekur athygli á að kaflinn frá Gufunesi að Kjalarnesi væri nauðsynlegur hluti Sundabrautar til að ná fram hámarksávinningi. Á þeim kafla megi gera ráð fyrir vegi á yfirborði alla leið frá Gufunesi að Kjalarnesi með brúm á Leiruvogi og í Kollafirði. Starfshópurinn telur mögulegt að byggja Sundabraut frá Gufunesi að Kjalarnesi samhliða þverun Kleppsvíkur en nánari útfærslur á áfangaskiptingu þarf að meta á síðari stigum. Í tillögum sínum bendir starfshópurinn á að mikilvægt sé að skoða nánar líklegar breytingar á dreifingu umferðar og hvernig bregðast eigi við mögulegum neikvæðum áhrifum á íbúahverfi á áhrifasvæði Sundabrautar. Einnig þurfi að huga vel að innra gatnakerfi norðan Sæbrautar og tryggja nauðsynlegt flæði umferðar um Vatnagarða, Barkarvog og Skútuvog. Þá þurfi að gæta vel að hæð Sundabrúar til að núverandi starfsemi verði tryggð eins og kostur er. Nauðsynlegt væri að gera tímanlega ráðstafanir til að lágmarka röskun á starfsemi á framkvæmdatíma og svo til framtíðar, m.a. með gerð viðeigandi hafnarmannvirkja og nýrrar tengingar vöruflutninga til og frá farmsvæðum Sundahafnar. Hluti af fortíð og framtíð Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 er gengið út frá því að Sundabraut verði hluti af norður-suður meginstofnvegi um höfuðborgarsvæðið. Sundabraut hefur verið á aðalskipulagi Reykjavíkur frá 1975 en starfshópurinn bendir á að gera þurfi sérstaka breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem gerðar yrðu ýmist samhliða eða í kjölfarið á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Í starfshópnum sátu Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, en hann var formaður hópsins, Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis Vegagerðarinnar, Gísli Gíslason, fyrrverandi hafnarstjóri, tilnefndur af Faxaflóahöfnum, Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri, tilnefndur af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, fyrir hönd borgarinnar.
Sundabraut Reykjavík Samgöngur Vegagerð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira