Í eitt skipti fyrir öll Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 4. febrúar 2021 14:00 Það er flestum ljóst sem sem skoðað hafa þróun fólksbíla af sæmilegri yfirvegun að rafmagnið er hægt og rólega að taka við sem orkugjafi. Nánast hver einasti bílaframleiðandi hefur gefið út fjárfestinga- og framtíðarsýn sem stefnir nánast öll í eina átt þ.e. að rafmagnið taki yfir á næstu árum og áratugum. Þúsundum milljarða er nú eytt, víða um heim, í fjárfestingar í þessum umbreytingum Flestir átta sig líka á því að þetta verða kærkomin orkuskipti fyrir íslenska þjóð með meira orkuöryggi, minni mengun, minni gjaldeyrisútgjöldum og hávaða. Þrátt fyrir þetta allt, má enn finna ótrúlega andstöðu hér á landi við rafvæðingu samgangna sem oft á tíðum byggir á furðulegum ranghugmyndum. Skoðum nokkrar klassískar fullyrðingar sem oft á tíðum poppa upp í umæðunni á ýmsum vettvangi. Mengandi rafhlöðuframleiðsla og urðun Því er endalaust haldið fram að rafbílar séu í raun óumhverfisvænni en bensín- og dísilbílar ef framleiðsla rafhlöðunnar og förgun hennar er tekin með í myndina. Þetta er einfaldlega rangt. Nútímaheimurinn er orðin svo skrýtinn að allstaðar er hægt að finna „heimildir“ fyrir nánast hvaða fullyrðingum sem er, ef einbeittur vilji er til staðar. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að í fyrsta lagi endast rafhlöður mun lengur en lengi var haldið fram og í raun duga þær líftíma bílsins. Það þarf því ekki að taka með í umhverfisútreikninga meint útskipti á rafhlöðum eins og lengi var haldið fram. Í öðru lagi geta rafhlöður átt endurlíf eftir bílinn. Það er sem sagt hægt að nýta rafhlöður sem mikilvægar orkugeymslur fyrir raforkukerfi framtíðar og þannig hjálpa til við að gera raforkukerfi þjóða grænni. Í þriðja lagi eru nú í smíðum, hjá stærstu bílaframleiðendum og fleirum, rafhlöðu-endurvinnslustöðvar sem geta endurnýtt yfir 90% af rafhlöðunni. Ég þekki engin dæmi um að einn einasti lítri af bensíni eða dísil, sem brennt hefur verið í gegnum tíðina, hafi verið endurunninn. Í eitt skipti fyrir öll þá verður ekki þörf á neinni förgun rafhlaðna. Það er örugglega hægt að finna raundæmi um að rafhlöðum hafi verið fargað en það er líka hægt að finna bjórdós út í skurði sem svo sannarlega er ekki sönnun fyrir því að dósaendurvinnslur séu ekki til. Í fjórða lagi er kolefnisspor við framleiðslu rafhlaðna sífellt að lækka. Í einni rannsókn sem gerð var árið 2017 var t.d. losun við eina kWst í rafhlöðu metin á 175 kg CO2. Árið 2019 var talan komin niður í 85 kg CO2 og hefur víst lækkað enn með fínstillingum í fjöldaframleiðslunni og mun áfram lækka til framtíðar. Bílaframleiðendur eru vel meðvitaðir um að rafbílakaupendur eru mjög kröfuharðir með umhverfisáhrif framleiðslunnar og gera kröfur um lágt kolefnisspor í framleiðslunni. Volkswagen hefur meira segja brugðið á það ráð að kolefnisjafna framleiðslu rafbíla svo neytandinn þurfi ekki að taka við neinni kolefniskuld þegar rafbíllinn er afhentur. Óumhverfisvænt rafmagn Því er einnig sífellt haldið á lofti að rafbílar séu ekki allstaðar umhverfisvænir vegna þess að rafmagn er víða framleitt með kolum. Ég man eftir símtali sem ég fékk frá manni sem sagðist hafa hætt snarlega við rafbílakaup þar sem hann hafði séð að í Póllandi væri lítill munur á heildar losun dísilbíls og rafbíls. Hann lagði snarlega á þegar ég spurði hann hvort hann ætlaði aðallega að keyra í Póllandi. Mér gafst því ekki tækifæri til að útskýra að bensín og dísill er ekki framleitt á bensínstöðvum. Það þarf að bora eftir olíu, flytja hana á olíuhreinsistöðvar til fullvinnslu, flytja hana svo í geymslur, sigla henni til Íslands og keyra hana svo út á stöðvarnar. Allt þetta ferli kallar á mikla auka losun sem leggst ofan á losun frá púströri bílsins. En hvað með orkuna á rafbíla? Í fyrsta lagi gleymist að rafbílar hafa enga losun mengandi efna. Þetta gildir því líka um heilsuspillandi mengun sem kemur úr púströrum bensín- og dísilbíla. Sem þýðir að ef rafbíll myndi einhverra hluta vegna losa jafnmikið af gróðurhúsalofttegundum og aðrir bílar, þá væri samt sem áður umhverfisávinningur í formi minni mengunar heilsuspillandi efna eins og NOx. Í öðru lagi þá eru raforkukerfi heimsins sífellt að verða hreinni. Tökum dæmi um tvo Breta sem keyptu annars vegar bensínbíl og hinsvegar rafbíl árið 2012. Losun CO2 vegna raforkuframleiðslu á Bretlandi var yfir 500 g á kWst árið 2012 en í dag er hún komin niður í 160 g á kWst. Gamli rafbíllinn keyrir því á raforku í dag sem er margfalt losunarminni en fyrir 8 árum. Það vill svo til að breski bensínbíllinn keyrir í dag á orku sem losar nákvæmlega jafnmikið og hún gerði 2012. Kóbaltnámurnar í Kongó Það hlakkaði í mörgum rafbílaandstæðingnum þegar óásættanlegar aðstæður kóbaltnámumanna í Kongó komu upp á yfirborðið og þeir voru fljótir að skella skuldinni á rafbíla. Það var vissulega jákvætt að þessi ófögnuður var afhjúpaður en það hefði mátt gerast fyrr enda höfðu þessar námur lengi skaffað kóbalt í farsíma, fartölvur og hleðslurafhlöður verkfæra, löngu áður en rafbílarnir tóku sinn toll. Enn merkilegra er að ein allra mesta notkun kóbalts er einmitt í olíuhreinsistöðvum þannig að kóbaltnotkun er viðvarandi í framleiðslu á einmitt bensíni og dísil. En það bætir ekki böl að benda á annað verra og því hafa rafbílarafhlöðuframleiðendur einmitt tekið á málum og nú er kóbaltið hreinlega á útleið úr rafhlöðum og kóbaltlausar rafhlöður farnar að streyma úr þó nokkrum verksmiðjum. Hinsvegar verður kóbaltnotkun því miður áfram viðvarandi á olíuhreinsistöðvum á meðan eftirspurn verður eftir bensín og dísil. Rafbílar leysa ekki allan vanda og í raun er mun hagkvæmara, umhverfisvænna og heilsusamlegra að nýta frekar fótleggi og hjólreiðar í samgöngum. En að halda því fram að rafbílar séu ekki umhverfisvænni en sambærilegir bensín- og dísilbílar er samt sem áður algerlega fáránleg fullyrðing. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Það er flestum ljóst sem sem skoðað hafa þróun fólksbíla af sæmilegri yfirvegun að rafmagnið er hægt og rólega að taka við sem orkugjafi. Nánast hver einasti bílaframleiðandi hefur gefið út fjárfestinga- og framtíðarsýn sem stefnir nánast öll í eina átt þ.e. að rafmagnið taki yfir á næstu árum og áratugum. Þúsundum milljarða er nú eytt, víða um heim, í fjárfestingar í þessum umbreytingum Flestir átta sig líka á því að þetta verða kærkomin orkuskipti fyrir íslenska þjóð með meira orkuöryggi, minni mengun, minni gjaldeyrisútgjöldum og hávaða. Þrátt fyrir þetta allt, má enn finna ótrúlega andstöðu hér á landi við rafvæðingu samgangna sem oft á tíðum byggir á furðulegum ranghugmyndum. Skoðum nokkrar klassískar fullyrðingar sem oft á tíðum poppa upp í umæðunni á ýmsum vettvangi. Mengandi rafhlöðuframleiðsla og urðun Því er endalaust haldið fram að rafbílar séu í raun óumhverfisvænni en bensín- og dísilbílar ef framleiðsla rafhlöðunnar og förgun hennar er tekin með í myndina. Þetta er einfaldlega rangt. Nútímaheimurinn er orðin svo skrýtinn að allstaðar er hægt að finna „heimildir“ fyrir nánast hvaða fullyrðingum sem er, ef einbeittur vilji er til staðar. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að í fyrsta lagi endast rafhlöður mun lengur en lengi var haldið fram og í raun duga þær líftíma bílsins. Það þarf því ekki að taka með í umhverfisútreikninga meint útskipti á rafhlöðum eins og lengi var haldið fram. Í öðru lagi geta rafhlöður átt endurlíf eftir bílinn. Það er sem sagt hægt að nýta rafhlöður sem mikilvægar orkugeymslur fyrir raforkukerfi framtíðar og þannig hjálpa til við að gera raforkukerfi þjóða grænni. Í þriðja lagi eru nú í smíðum, hjá stærstu bílaframleiðendum og fleirum, rafhlöðu-endurvinnslustöðvar sem geta endurnýtt yfir 90% af rafhlöðunni. Ég þekki engin dæmi um að einn einasti lítri af bensíni eða dísil, sem brennt hefur verið í gegnum tíðina, hafi verið endurunninn. Í eitt skipti fyrir öll þá verður ekki þörf á neinni förgun rafhlaðna. Það er örugglega hægt að finna raundæmi um að rafhlöðum hafi verið fargað en það er líka hægt að finna bjórdós út í skurði sem svo sannarlega er ekki sönnun fyrir því að dósaendurvinnslur séu ekki til. Í fjórða lagi er kolefnisspor við framleiðslu rafhlaðna sífellt að lækka. Í einni rannsókn sem gerð var árið 2017 var t.d. losun við eina kWst í rafhlöðu metin á 175 kg CO2. Árið 2019 var talan komin niður í 85 kg CO2 og hefur víst lækkað enn með fínstillingum í fjöldaframleiðslunni og mun áfram lækka til framtíðar. Bílaframleiðendur eru vel meðvitaðir um að rafbílakaupendur eru mjög kröfuharðir með umhverfisáhrif framleiðslunnar og gera kröfur um lágt kolefnisspor í framleiðslunni. Volkswagen hefur meira segja brugðið á það ráð að kolefnisjafna framleiðslu rafbíla svo neytandinn þurfi ekki að taka við neinni kolefniskuld þegar rafbíllinn er afhentur. Óumhverfisvænt rafmagn Því er einnig sífellt haldið á lofti að rafbílar séu ekki allstaðar umhverfisvænir vegna þess að rafmagn er víða framleitt með kolum. Ég man eftir símtali sem ég fékk frá manni sem sagðist hafa hætt snarlega við rafbílakaup þar sem hann hafði séð að í Póllandi væri lítill munur á heildar losun dísilbíls og rafbíls. Hann lagði snarlega á þegar ég spurði hann hvort hann ætlaði aðallega að keyra í Póllandi. Mér gafst því ekki tækifæri til að útskýra að bensín og dísill er ekki framleitt á bensínstöðvum. Það þarf að bora eftir olíu, flytja hana á olíuhreinsistöðvar til fullvinnslu, flytja hana svo í geymslur, sigla henni til Íslands og keyra hana svo út á stöðvarnar. Allt þetta ferli kallar á mikla auka losun sem leggst ofan á losun frá púströri bílsins. En hvað með orkuna á rafbíla? Í fyrsta lagi gleymist að rafbílar hafa enga losun mengandi efna. Þetta gildir því líka um heilsuspillandi mengun sem kemur úr púströrum bensín- og dísilbíla. Sem þýðir að ef rafbíll myndi einhverra hluta vegna losa jafnmikið af gróðurhúsalofttegundum og aðrir bílar, þá væri samt sem áður umhverfisávinningur í formi minni mengunar heilsuspillandi efna eins og NOx. Í öðru lagi þá eru raforkukerfi heimsins sífellt að verða hreinni. Tökum dæmi um tvo Breta sem keyptu annars vegar bensínbíl og hinsvegar rafbíl árið 2012. Losun CO2 vegna raforkuframleiðslu á Bretlandi var yfir 500 g á kWst árið 2012 en í dag er hún komin niður í 160 g á kWst. Gamli rafbíllinn keyrir því á raforku í dag sem er margfalt losunarminni en fyrir 8 árum. Það vill svo til að breski bensínbíllinn keyrir í dag á orku sem losar nákvæmlega jafnmikið og hún gerði 2012. Kóbaltnámurnar í Kongó Það hlakkaði í mörgum rafbílaandstæðingnum þegar óásættanlegar aðstæður kóbaltnámumanna í Kongó komu upp á yfirborðið og þeir voru fljótir að skella skuldinni á rafbíla. Það var vissulega jákvætt að þessi ófögnuður var afhjúpaður en það hefði mátt gerast fyrr enda höfðu þessar námur lengi skaffað kóbalt í farsíma, fartölvur og hleðslurafhlöður verkfæra, löngu áður en rafbílarnir tóku sinn toll. Enn merkilegra er að ein allra mesta notkun kóbalts er einmitt í olíuhreinsistöðvum þannig að kóbaltnotkun er viðvarandi í framleiðslu á einmitt bensíni og dísil. En það bætir ekki böl að benda á annað verra og því hafa rafbílarafhlöðuframleiðendur einmitt tekið á málum og nú er kóbaltið hreinlega á útleið úr rafhlöðum og kóbaltlausar rafhlöður farnar að streyma úr þó nokkrum verksmiðjum. Hinsvegar verður kóbaltnotkun því miður áfram viðvarandi á olíuhreinsistöðvum á meðan eftirspurn verður eftir bensín og dísil. Rafbílar leysa ekki allan vanda og í raun er mun hagkvæmara, umhverfisvænna og heilsusamlegra að nýta frekar fótleggi og hjólreiðar í samgöngum. En að halda því fram að rafbílar séu ekki umhverfisvænni en sambærilegir bensín- og dísilbílar er samt sem áður algerlega fáránleg fullyrðing. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun