Kæri Ragnar! Kæru kjósendur Hólmfríður Árnadóttir skrifar 6. febrúar 2021 21:45 Kæri Ragnar! Kæru kjósendur. Mig langar að svara grein þinni og vangaveltum enda mér málið skylt, bæði sem frambjóðandi og menntamanneskja. 1. Að mínu áliti er hlutverk menntakerfisins að mennta einstaklinga á sem fjölbreyttastan og bestan hátt. Horfa til fræða, þess sem vel gengur og síðast en ekki síst þeirra sem eiga að menntast, nemenda sjálfra. Þó sátt ríki um meginþætti menntakerfisins er mín skoðun sú að stórt framfaraskref þurfi að stíga i átt að sjálfbærni hvers skóla, jöfnuði nemenda, fjölbreyttra kennsluhátta og námsaðlögunar. Stokka má upp hlutverk nemenda og kennara og skipulag skólastarfs, já í raun er ég svo kræf að segja að við þurfum að endurskoða aðalnámskrár og menntakerfið allt með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfstæði, fjölbreytileika, sjálfbærni, skipulag og uppbyggingu kennsludagsins, val nemenda og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu tekin. 2. Menntamál eru mín köllun og þar er víðsýni og vilji til góðra verka lykilatriði, því er ég sammála. Ég segi að menntamálin séu stærsti málaflokkurinn, sá flóknasti og sá viðkvæmasti. Við erum þarna að vinna með fjöregg þjóðarinnar, allt frá börnum í leikskóla til nemenda fullorðinsfræðslunnar, í raun alla sem á einhvern hátt þiggja eða sækja sér menntun óháð skilgreiningum, lærdómssamfélagið okkar allra. Áskoranir eru margar og miklar en engin þeirra óyfirstíganleg ef við gerum þetta saman, nemendur, starfsfólk, forráðamenn og samfélagið allt. 3. Lykilorðið er samvinna því menntakerfið kemur okkur einmitt öllum við. Við þurfum að lyfta menntamálum upp á þann stall sem þau eiga skilið, án þess að þau séu yfir einhvern hafin eða málefni sem aðeins menntafólk má ræða. Við höfum öll eitthvað til menntamála að leggja og þau á að ræða alls staðar. Við eigum ógrynni frábærra kennara og annars starfsfólk skólakerfisins og ef einhver er viljugur til að deila reynslu og þekkingu þá er það þessi hópur fólks svo mikið veit ég eftir 20 ára starf í menntageiranum. Það þarf einnig að bjóða upp á mun fleiri og fjölbreyttari námsleiðir sem henta breiðum hópi nemenda og samfélaginu öllu og um leið gera öllum námsleiðum jafn hátt undir höfði. 4. Starfsþróun og aðlögunarhæfni eru einmitt það sem heimsfaraldurinn sýndi okkur að einkennir kennara þessa lands en einnig nýsköpun, samvinna og ígrundun. Nú býr starfsfólk skólanna yfir ógrynni nýrrar þekkingar og reynslu sem þarf að nýta við að efla og bæta menntakerfið. Það þarf að gerast meðan járnið er heitt. Skólafólk er einhuga, það tók stökkið fram á við, prófaði ótalmargt og nú er tími til endurmats og endurskipulagningar með þarfir nemenda að leiðarljósi! Í þeirri grósku sem yrði við endurskoðun á skólastarfi tel ég að fleiri muni koma til liðs við okkur skólafólk, áhugi á starfinu og virðing muni aukast og hver veit nema launin geri það einnig. Höfundur er menntunarfræðingur og frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Ragnar! Kæru kjósendur. Mig langar að svara grein þinni og vangaveltum enda mér málið skylt, bæði sem frambjóðandi og menntamanneskja. 1. Að mínu áliti er hlutverk menntakerfisins að mennta einstaklinga á sem fjölbreyttastan og bestan hátt. Horfa til fræða, þess sem vel gengur og síðast en ekki síst þeirra sem eiga að menntast, nemenda sjálfra. Þó sátt ríki um meginþætti menntakerfisins er mín skoðun sú að stórt framfaraskref þurfi að stíga i átt að sjálfbærni hvers skóla, jöfnuði nemenda, fjölbreyttra kennsluhátta og námsaðlögunar. Stokka má upp hlutverk nemenda og kennara og skipulag skólastarfs, já í raun er ég svo kræf að segja að við þurfum að endurskoða aðalnámskrár og menntakerfið allt með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfstæði, fjölbreytileika, sjálfbærni, skipulag og uppbyggingu kennsludagsins, val nemenda og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu tekin. 2. Menntamál eru mín köllun og þar er víðsýni og vilji til góðra verka lykilatriði, því er ég sammála. Ég segi að menntamálin séu stærsti málaflokkurinn, sá flóknasti og sá viðkvæmasti. Við erum þarna að vinna með fjöregg þjóðarinnar, allt frá börnum í leikskóla til nemenda fullorðinsfræðslunnar, í raun alla sem á einhvern hátt þiggja eða sækja sér menntun óháð skilgreiningum, lærdómssamfélagið okkar allra. Áskoranir eru margar og miklar en engin þeirra óyfirstíganleg ef við gerum þetta saman, nemendur, starfsfólk, forráðamenn og samfélagið allt. 3. Lykilorðið er samvinna því menntakerfið kemur okkur einmitt öllum við. Við þurfum að lyfta menntamálum upp á þann stall sem þau eiga skilið, án þess að þau séu yfir einhvern hafin eða málefni sem aðeins menntafólk má ræða. Við höfum öll eitthvað til menntamála að leggja og þau á að ræða alls staðar. Við eigum ógrynni frábærra kennara og annars starfsfólk skólakerfisins og ef einhver er viljugur til að deila reynslu og þekkingu þá er það þessi hópur fólks svo mikið veit ég eftir 20 ára starf í menntageiranum. Það þarf einnig að bjóða upp á mun fleiri og fjölbreyttari námsleiðir sem henta breiðum hópi nemenda og samfélaginu öllu og um leið gera öllum námsleiðum jafn hátt undir höfði. 4. Starfsþróun og aðlögunarhæfni eru einmitt það sem heimsfaraldurinn sýndi okkur að einkennir kennara þessa lands en einnig nýsköpun, samvinna og ígrundun. Nú býr starfsfólk skólanna yfir ógrynni nýrrar þekkingar og reynslu sem þarf að nýta við að efla og bæta menntakerfið. Það þarf að gerast meðan járnið er heitt. Skólafólk er einhuga, það tók stökkið fram á við, prófaði ótalmargt og nú er tími til endurmats og endurskipulagningar með þarfir nemenda að leiðarljósi! Í þeirri grósku sem yrði við endurskoðun á skólastarfi tel ég að fleiri muni koma til liðs við okkur skólafólk, áhugi á starfinu og virðing muni aukast og hver veit nema launin geri það einnig. Höfundur er menntunarfræðingur og frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun