„Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra“ Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. febrúar 2021 20:58 Már Gunnarsson og Lubbi. Lubbi er í þjálfun sem leiðsöguhundur. Vísir/Egill Átján manns bíða eftir því að fá blindrahunda en Blindrafélagið ræður einungis við það að úthluta tveimur slíkum hundum á ári. Hvorki ríki né sveitarfélög taka þátt í kostnaðinum. vegna blindrahunda. Biðin eftir blindrahundi getur verið mjög löng og ef engar breytingar verða gætu þeir sem aftastir eru á listanum þurft að bíða í níu ár. Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistarmaður, er á biðlistanum og segir að það fá blindrahund feli í sér mikið öryggi, því það sé margt sem blindir ráði ekki við. „Stafurinn er frábær. Ég byrjaði að labba með blindrastaf þegar ég var sex ára gamall og hann hefur virkilega reynst mér vel. Ég fer ekki út úr húsi án þess að hafa hann með mér,“ segir Már. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Már nokkra hluti sem gætu skaðað hann og þar sem stafurinn hjálpar ekki. Þar á meðal voru rafmagnsbílar og hlutir í höfuðhæð. Blindrahundar hjálpa þar til og vara fólk við. „Leiðsöguhundur er í rauninni eins og skuggi manns. Þegar búið er að þjálfa mann og hund rétt þá fylgir hundurinn manni eftir hvert sem maður fer. Hvort sem maður sé í sundi, fer til útlanda, í vinnuna eða hvað sem blindur notandi kýs að gera,“ segir Már. Hann segir ósanngjarnt að blindir þurfi að bíða eins lengi og raunin er og að blindir séu óánægðir með að ríkið komi ekki þar að. „Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra en annars er það bara Blindrafélagið sem hefur þurft að safna fyrir þessu,“ segir Már. Hann segist einnig vita til þess að Lyonsfélög hafi komið að fjáröflun í tengslum við blindrahunda. Már segir fullþjálfaðan hund kosta fjórar til sex milljónir króna. „Við erum átján að bíða og það er mjög óþægilegt að vita ekki til þess hvort maður sé að fara úthlutað í ár, á næsta ári, eftir tvö ár eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til virkilegrar endurskoðunar.“ Þegar e g var 6 a ra var me r kynnt fyrir hvi tastafnum og notkun hans. Að nota svona prik er ekki bara að ganga um og...Posted by Már Gunnarsson on Tuesday, 9 February 2021 Dýr Félagsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Biðin eftir blindrahundi getur verið mjög löng og ef engar breytingar verða gætu þeir sem aftastir eru á listanum þurft að bíða í níu ár. Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistarmaður, er á biðlistanum og segir að það fá blindrahund feli í sér mikið öryggi, því það sé margt sem blindir ráði ekki við. „Stafurinn er frábær. Ég byrjaði að labba með blindrastaf þegar ég var sex ára gamall og hann hefur virkilega reynst mér vel. Ég fer ekki út úr húsi án þess að hafa hann með mér,“ segir Már. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Már nokkra hluti sem gætu skaðað hann og þar sem stafurinn hjálpar ekki. Þar á meðal voru rafmagnsbílar og hlutir í höfuðhæð. Blindrahundar hjálpa þar til og vara fólk við. „Leiðsöguhundur er í rauninni eins og skuggi manns. Þegar búið er að þjálfa mann og hund rétt þá fylgir hundurinn manni eftir hvert sem maður fer. Hvort sem maður sé í sundi, fer til útlanda, í vinnuna eða hvað sem blindur notandi kýs að gera,“ segir Már. Hann segir ósanngjarnt að blindir þurfi að bíða eins lengi og raunin er og að blindir séu óánægðir með að ríkið komi ekki þar að. „Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra en annars er það bara Blindrafélagið sem hefur þurft að safna fyrir þessu,“ segir Már. Hann segist einnig vita til þess að Lyonsfélög hafi komið að fjáröflun í tengslum við blindrahunda. Már segir fullþjálfaðan hund kosta fjórar til sex milljónir króna. „Við erum átján að bíða og það er mjög óþægilegt að vita ekki til þess hvort maður sé að fara úthlutað í ár, á næsta ári, eftir tvö ár eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til virkilegrar endurskoðunar.“ Þegar e g var 6 a ra var me r kynnt fyrir hvi tastafnum og notkun hans. Að nota svona prik er ekki bara að ganga um og...Posted by Már Gunnarsson on Tuesday, 9 February 2021
Dýr Félagsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira