Stærri fyrirtæki þurfa að styðja betur við nýsköpun Fida Abu Libdeh skrifar 11. febrúar 2021 08:01 Ég hef verið að vinna með mörgum metnaðarfullum konum undanfarna mánuði, m.a. þátttakendum í nýsköpunarhraðli Háskóla Íslands, AWE, sem haldinn er í samvinnu við bandaríska sendiráðið. Þær eiga margt sameiginlegt, meðal annars að vilja breyta okkar samfélagi til hins betra. Þær hafa hugvit og þrautseigju til að framkvæma og fylgja eftir sínum draumum. Það sem helst vakti athygli mína er hversu erfitt og flókið það er að eiga samtal við og fá stuðning frá stærri fyrirtækjum. Þau virðast vera mjög fjarlæg frumkvöðlum og ekki gera sér grein fyrir því að nýsköpun innan fyrirtækja er mjög mikilvæg og hún þarf ekki endilega að koma innan frá. Það virðist almennt vera erfitt fyrir þessar flottu konur og frumkvöðla, sem eru með frábærar hugmyndir, að fá stærri fyrirtæki til að funda, eiga samtal eða jafnvel að skrifa undir viljayfirlýsingu um að verkefnið sé áhugavert og að þau séu tilbúin að skoða nánara samstarf. Slíkar viljayfirlýsingar frá stærri fyrirtækjum eru mjög mikilvægar fyrir frumkvöðla og hjálpa þeim mikið með að fá styrki og fjármagna verkefnin sín. Ég hef áhyggjur af þessari breytingu í okkar samfélagi. Ég var alltaf að monta mig af því að við á Íslandi hefðum forskot þar sem svona „hierarchy“ er nánast ekki til staðar hér. Þegar við stofnuðum GeoSilica þá gátum við pantað fundi með forstjórum ýmissa fyrirtækja og viðmótið var til fyrirmyndar. Við fundum ekkert áþreifanlega fyrir því að við værum minni aðilar heldur fengum við hvatningu og meðbyr til að halda áfram með okkar hugmynd. Nýlega var ég viðstödd þegar nýsköpunarráðherrann okkar kynnti nýsköpunarstefnu Íslands. Ég tek undir hennar orð um að nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn. Ríkistjórnin hefur lagt mikla áherslu á að hvetja til nýsköpunar og þá sérstaklega fyrir stærri fyrirtæki, meðal annars með því að hækka endurgreiðslu vegna rannsókna og þróunar í 35% og skattaafslátt vegna fjárfestingar í nýsköpun í 75%. Ég velti því fyrir mér hvort þessi fyrirtæki hafi ekki áhuga á að hvetja til nýsköpunar og bæta samfélagið og hvort fyrirtæki, sem ekki hafa áhuga á eða hvetja til nýsköpunar, eigi þá slíkan stuðning skilið. Ég hvet fyrirtæki og stofnanir til að bæta níunda heimsmarkmiðinu við sína stefnu og taka vel á móti frumkvöðlum og rétta þeim hjálparhönd til að stuðla að uppbyggingu og hlúa að nýsköpun. Þrátt fyrir efnahagsástandið í heiminum, sem rekja má til COVID-19, er svarið ekki að draga úr nýsköpun heldur hefur hún aldrei verið jafn nauðsynleg. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Fida Abu Libdeh Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið að vinna með mörgum metnaðarfullum konum undanfarna mánuði, m.a. þátttakendum í nýsköpunarhraðli Háskóla Íslands, AWE, sem haldinn er í samvinnu við bandaríska sendiráðið. Þær eiga margt sameiginlegt, meðal annars að vilja breyta okkar samfélagi til hins betra. Þær hafa hugvit og þrautseigju til að framkvæma og fylgja eftir sínum draumum. Það sem helst vakti athygli mína er hversu erfitt og flókið það er að eiga samtal við og fá stuðning frá stærri fyrirtækjum. Þau virðast vera mjög fjarlæg frumkvöðlum og ekki gera sér grein fyrir því að nýsköpun innan fyrirtækja er mjög mikilvæg og hún þarf ekki endilega að koma innan frá. Það virðist almennt vera erfitt fyrir þessar flottu konur og frumkvöðla, sem eru með frábærar hugmyndir, að fá stærri fyrirtæki til að funda, eiga samtal eða jafnvel að skrifa undir viljayfirlýsingu um að verkefnið sé áhugavert og að þau séu tilbúin að skoða nánara samstarf. Slíkar viljayfirlýsingar frá stærri fyrirtækjum eru mjög mikilvægar fyrir frumkvöðla og hjálpa þeim mikið með að fá styrki og fjármagna verkefnin sín. Ég hef áhyggjur af þessari breytingu í okkar samfélagi. Ég var alltaf að monta mig af því að við á Íslandi hefðum forskot þar sem svona „hierarchy“ er nánast ekki til staðar hér. Þegar við stofnuðum GeoSilica þá gátum við pantað fundi með forstjórum ýmissa fyrirtækja og viðmótið var til fyrirmyndar. Við fundum ekkert áþreifanlega fyrir því að við værum minni aðilar heldur fengum við hvatningu og meðbyr til að halda áfram með okkar hugmynd. Nýlega var ég viðstödd þegar nýsköpunarráðherrann okkar kynnti nýsköpunarstefnu Íslands. Ég tek undir hennar orð um að nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn. Ríkistjórnin hefur lagt mikla áherslu á að hvetja til nýsköpunar og þá sérstaklega fyrir stærri fyrirtæki, meðal annars með því að hækka endurgreiðslu vegna rannsókna og þróunar í 35% og skattaafslátt vegna fjárfestingar í nýsköpun í 75%. Ég velti því fyrir mér hvort þessi fyrirtæki hafi ekki áhuga á að hvetja til nýsköpunar og bæta samfélagið og hvort fyrirtæki, sem ekki hafa áhuga á eða hvetja til nýsköpunar, eigi þá slíkan stuðning skilið. Ég hvet fyrirtæki og stofnanir til að bæta níunda heimsmarkmiðinu við sína stefnu og taka vel á móti frumkvöðlum og rétta þeim hjálparhönd til að stuðla að uppbyggingu og hlúa að nýsköpun. Þrátt fyrir efnahagsástandið í heiminum, sem rekja má til COVID-19, er svarið ekki að draga úr nýsköpun heldur hefur hún aldrei verið jafn nauðsynleg. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun