Hótel íslensku stelpnanna hengdi upp áritaða íslenska landsliðstreyju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 12:01 Hér má sjá íslensku landsliðstreyjuna komna upp á vegg. KKÍ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er nýkomið heim eftir FIFA búbblu í Slóveníu þar sem liðið spilaði tvo leiki í undankeppni. Íslenska liðið tapaði 59-95 á móti Grikklandi og 59-96 á móti heimastúlkum í Slóveníu sem unnu riðilinn. Körfuknattleikssambandið segir frá því á miðlum sínum að hótelið sem hýsti íslenska liðið hafi lagt fram sérstaka beiðni hjá íslenska hópnum. „Slóvenar bera mjög mikla virðingu fyrir Íslandi og íslenskum körfubolta og fann hópurinn okkar það mjög sterkt í síðustu viku,“ segir í frétt á fésbókarsíðu KKÍ. „Eigandi hótelsins óskaði eftir því að fá landsliðstreyju frá okkur áritaða til að setja upp á heiðursvegg hótelsins. Þegar við gáfum honum treyjuna á síðasta kvöldið okkar í Slóveníu var hann ekki lengi að bregðast við og treyjan sett upp á nokkrum mínútum. Allar líkur á því að þetta sé í fyrsta sinn sem árituð treyja landsliðanna okkar er sett upp á heiðursvegg á hóteli erlendis,“ segir ennfremur í fréttinni. Þrettán leikmenn voru í íslenska hópnum í þessari ferð til Slóveníu. Tólf leikmenn voru á skýrslu og ein var síðan til vara ef eitthvað kæmi upp. Leikmennirnir sem skrifuðu á treyjuna eru Anna Ingunn Svansdóttir, Ásta Júlía Grímsdóttir, Bríet Sif Hinriksdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Isabella Ósk Sigurðardóttir, Lovísa Björt Henningsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Það kom einnig fram í fréttinni hjá KKÍ að forráðamenn íslenska og slóvenska körfukuknattleikssambandanna hafi sammælst um að efla enn frekar samstarf landanna og skoða ýmsa möguleika á samstarfi þegar hægist um í heimsfaraldri COVID 19. Slóvenar eru sterk körfuboltaþjóð og hafa á að skipa einu besta landsliði kvenna í Evrópu í dag og landslið karla urðu...Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on Miðvikudagur, 10. febrúar 2021 Körfubolti Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Íslenska liðið tapaði 59-95 á móti Grikklandi og 59-96 á móti heimastúlkum í Slóveníu sem unnu riðilinn. Körfuknattleikssambandið segir frá því á miðlum sínum að hótelið sem hýsti íslenska liðið hafi lagt fram sérstaka beiðni hjá íslenska hópnum. „Slóvenar bera mjög mikla virðingu fyrir Íslandi og íslenskum körfubolta og fann hópurinn okkar það mjög sterkt í síðustu viku,“ segir í frétt á fésbókarsíðu KKÍ. „Eigandi hótelsins óskaði eftir því að fá landsliðstreyju frá okkur áritaða til að setja upp á heiðursvegg hótelsins. Þegar við gáfum honum treyjuna á síðasta kvöldið okkar í Slóveníu var hann ekki lengi að bregðast við og treyjan sett upp á nokkrum mínútum. Allar líkur á því að þetta sé í fyrsta sinn sem árituð treyja landsliðanna okkar er sett upp á heiðursvegg á hóteli erlendis,“ segir ennfremur í fréttinni. Þrettán leikmenn voru í íslenska hópnum í þessari ferð til Slóveníu. Tólf leikmenn voru á skýrslu og ein var síðan til vara ef eitthvað kæmi upp. Leikmennirnir sem skrifuðu á treyjuna eru Anna Ingunn Svansdóttir, Ásta Júlía Grímsdóttir, Bríet Sif Hinriksdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Isabella Ósk Sigurðardóttir, Lovísa Björt Henningsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Það kom einnig fram í fréttinni hjá KKÍ að forráðamenn íslenska og slóvenska körfukuknattleikssambandanna hafi sammælst um að efla enn frekar samstarf landanna og skoða ýmsa möguleika á samstarfi þegar hægist um í heimsfaraldri COVID 19. Slóvenar eru sterk körfuboltaþjóð og hafa á að skipa einu besta landsliði kvenna í Evrópu í dag og landslið karla urðu...Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on Miðvikudagur, 10. febrúar 2021
Körfubolti Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira