La Liga, spænska úrvalsdeildin í knattspyrnu, er rúmlega hálfnuð og situr Atlético Madrid á toppi deildarinnar, nokkuð þægilega meira að segja. Það virðist mikið þurfa að gerast til að félagið verði ekki Spánarmeistari í sumar. Eitthvað sem hefur aðeins gerst einu sinni á þessari öld. Lærisveinar Diego Simeone urðu síðast meistarar tímabilið 2013-14 ásamt því að fara í úrslit Meistaradeildar Evrópu sama tímabil. Árið eftir komst Atlético Madrid einnig í úrslit Meistaradeildarinnar en síðan þá hefur liðið ekki verið nálægt því að landa öðrum hvorum af þessum risa titlum, þangað til nú. Velgengni liðsins það sem af er tímabili er annars vegar breyttu leikkerfi Simeone að þakka og hins vegar innkomu framherjans Luis Suárez. Meira um það hér að neðan. Árangur Atlético undanfarin ár 2020: Enduðu í þriðja sæti með 70 stig, eins og Sevilla sem endaði í fjórða sæti. Real Madrid varð meistari með 87 stig. Duttu út gegn RB Leipzig í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 2019: Enduðu í öðru sæti með 76 stig en Barcelona varð meistari með 87 stig. Duttu út gegn Juventus [Lesist Cristiano Ronaldo] í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 2018: Enduðu í öðru sæti með 79 stig á meðan Barcelona varð meistari með 93 stig. Duttu út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Vert er að taka fram að Simeone stýrði liðinu til sigurs í Evrópudeildinni tímabilið 2017-18 og árið 2018 vann liðið Ofurbikar Evrópu. Í dag er Atlético Madrid á toppi deildarinnar með 51 stig eftir 20 leiki. Þar á eftir kemur Real Madrid með 46 stig en lærisveinar Zinedine Zidane hafa leikið 22 leiki. Lionel Messi og félagar í Barcelona eru svo í þriðja sæti með 43 stig en þeir hafa leikið 21 leik. Þá er félagið komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem Chelsea bíður. Ef stigastöfnun Atlético til þessa á tímabilinu er yfirfærð á heilt tímabil þá ætti liðið að enda með 96 eða 97 stig. Hvort það gerist verður að koma í ljós. Unstoppable? Luis Suárez has now scored 16 goals in his first 21 games for Atlético in all competitions #UCL pic.twitter.com/fRAfOdNGMn— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 9, 2021 Fjölbreyttari taktík en sama góða vörnin Breytt leikkerfi Atlético hefur haft sitt að segja til þessa á leiktíðinni. Samkvæmt tölfræðisíðunni Who Scored hefur Simeone stillt upp í sitt hefðbundna 4-4-2 leikkerfi alls tíu sinnum á leiktíðinni, sjö sinnum í La Liga og þrisvar í Meistaradeild Evrópu. Í einum leik hefur Simeone stillt upp í einkar hefðbundið 4-2-3-1 en í hinum fimmtán leikjunum hefur hann spilað með þrjá miðverði þó svo að leikkerfið sjálft sé breytilegt. Um að ræða fimm leiki í 3-1-4-2, fimm leiki í 3-5-2, þrjá leiki í 3-4-2-1 og svo einn leik í 3-4-1-2 og 5-3-2 leikkerfi. Að fara í þriggja, eða fimm manna, vörn er venjulega gert til að þétta varnarleikinn en þetta virðist hafa haft öfug áhrif hjá Atlético, svona þannig séð. Hið nýja 3-5-2 leikkerfi hjálpar hinum 34 ára gamla Suárez, bæði hvað varðar varnarvinnu og færasköpun. Hann getur þar með nýtt alla sína orku betur í kringum teig andstæðinga liðsins. Describe this man with one word... If you can, that is #AúpaAtleti | @oblakjan pic.twitter.com/hW3ROZzc6O— Atlético de Madrid (@atletienglish) February 6, 2021 Liðið er með langbestu vörn spænsku deildarinnar og hefur aðeins fengið á sig tólf mörk í leikjunum tuttugu. Sóknarleikur liðsins hefur einnig blómstrað þar sem liðið hefur skorað 42 mörk til þessa, aðeins Börsungar hafa skorað fleiri eða 44 talsins. Meistaradeildin er aðeins önnur saga en Atlético komst í 16-liða úrslit með neikvæða markatölu, liðið skoraði sjö mörk en fékk á sig átta. Þar spilar 0-4 tap gegn Bayern München í fyrstu umferð stóran þátt. Simeone stillti upp í 4-4-2 leikkerfi í þeim leik en í 1-1 jafntefli liðanna á Wanda Metropolitano-vellinum í Madríd stillti þjálfarinn geðþekki liði sínu upp í 3-5-2 leikkerfi. Simeone spakur að vanda.EPA-EFE/PETER POWELL Úrúgvæinn í hefndarhug Eins og áður sagði hefur Luis Suárez smollið eins og flís við rass í liði Atlético, eftir að hann komst í almennilegt form það er. Framherjinn var reglulega tekinn af velli þegar tuttugu mínútur lifðu leikja í upphafi tímabils en það ku vera töluverður munur á æfingaálagi Atlético annars vegar og Barcelona hins vegar. Það sem hefur einnig hjálpað Suarez – fyrir utan eflaust hversu reiður hann er að Barcelona hafi látið hann fara – er Suður-Amerískt ívaf Madrídar-liðsins. Landar hans Lucas Torreira og Jose María Giménez eru þarna. Þá er þjálfarateymið nær allt frá Argentínu. Giménez hefur svo stigið verulega upp og stýrir vörn liðsins eins og hershöfðingi. „Þegar framherji er á skriði verður maður að njóta þess og nýta það. Það verður erfitt að halda þessu áfram allt tímabilið en ég mun gera mitt besta í að hjálpa liðinu,“ sagði Suárez í sjónvarpsviðtali nýverið. Luis Suárez is the winner of @futbolmahou's #JugadorCincoEstrellas January award. #AúpaAtleti | @LuisSuarez9 pic.twitter.com/HAKRmMqudi— Atlético de Madrid (@atletienglish) February 12, 2021 Það er erfitt að ímynda sér Suárez svona heitan það sem eftir lifir tímabils en það væri fásinna að veðja gegn manni sem hefur skorað 160 mörk í aðeins 208 leikjum í La Liga ásamt því að leggja upp önnur 80 mörk. Gerir aðra leikmenn betri Það virðist sem innkoma framherjans frá Úrúgvæ hafi einnig kveikt í João Félix, portúgalska undrabarninu sem gekk í raðir Atlético sumarið 2019. Hann átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en hefur fundið sig betur í ár. Portúgalinn og Úrúgvæinn ná einkar vel saman virðist vera.Burak Akbulut/Getty Images Að loknum 18 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni þá er Félix með sex mörk og fimm stoðsendingar. Þá skoraði hann þrjú mörk í Meistaradeildinni, til að mynda markið í 1-1 jafnteflinu gegn Bayern. Kieran Trippier hefur einnig fundið sig vel í stöðu hægri bakvarðar eða vængbakvarðar. Er hann að banka duglega á dyrnar hjá Gareth Southgate og má vel færa rök fyrir því að hann væri besti kosturinn í stöðuna hjá enska landsliðinu eins og staðan er í dag. Hann er þó í leikbanni sem stendur vegna brota á veðmálareglum leikmanna í kringum félagaskipti sín frá Tottenham Hotspur til Atlético. Belginn Yannick Carrasco hefur einnig spilað vel og hefur verið nýttur vel vinstra megin á vellinum þar sem hann flakkar á milli stöðu bakvarðar, vængbakvarðar og vængmanns. Það er ljóst að Simeone er hrifinn af leikmönnum sem geta leyst fleiri en eina stöðu og það vel. Marcos Llorente er með sjö mörk og sjö stoðsendingar í alls 26 leikjum í bæði deild og Meistaradeild. Hefur hann flakkað töluvert á milli leikstaða, oftast er hann í stöðu miðjumanns en hann hefur einnig leikið í holunni bakvið framherja liðsins, sem framherji og einnig sem hægri kantmaður. Að lokum má ekki gleyma hinum ótrúlega Jan Oblak. Slóveninn er með betri markvörðum Evrópu og státar af einhverri ótrúlegustu tölfræði síðari ára. Í 283 leikjum fyrir félagið hefur hann aðeins fengið á sig 188 mörk. Um tíma hafði hann haldið oftar hreinu í La Liga heldur en hann hafði fengið á sig af mörkum. Since 2014/15, Jan Oblak has kept more clean sheets than goals conceded..- 72 Clean Sheets- 71 Goals ConcededWow. pic.twitter.com/jl3ATkK2cN— Footy Accumulators (@FootyAccums) October 2, 2018 Atlético Madrid heimsækir Granada í La Liga í dag. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 12.50. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn
Eitthvað sem hefur aðeins gerst einu sinni á þessari öld. Lærisveinar Diego Simeone urðu síðast meistarar tímabilið 2013-14 ásamt því að fara í úrslit Meistaradeildar Evrópu sama tímabil. Árið eftir komst Atlético Madrid einnig í úrslit Meistaradeildarinnar en síðan þá hefur liðið ekki verið nálægt því að landa öðrum hvorum af þessum risa titlum, þangað til nú. Velgengni liðsins það sem af er tímabili er annars vegar breyttu leikkerfi Simeone að þakka og hins vegar innkomu framherjans Luis Suárez. Meira um það hér að neðan. Árangur Atlético undanfarin ár 2020: Enduðu í þriðja sæti með 70 stig, eins og Sevilla sem endaði í fjórða sæti. Real Madrid varð meistari með 87 stig. Duttu út gegn RB Leipzig í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 2019: Enduðu í öðru sæti með 76 stig en Barcelona varð meistari með 87 stig. Duttu út gegn Juventus [Lesist Cristiano Ronaldo] í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 2018: Enduðu í öðru sæti með 79 stig á meðan Barcelona varð meistari með 93 stig. Duttu út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Vert er að taka fram að Simeone stýrði liðinu til sigurs í Evrópudeildinni tímabilið 2017-18 og árið 2018 vann liðið Ofurbikar Evrópu. Í dag er Atlético Madrid á toppi deildarinnar með 51 stig eftir 20 leiki. Þar á eftir kemur Real Madrid með 46 stig en lærisveinar Zinedine Zidane hafa leikið 22 leiki. Lionel Messi og félagar í Barcelona eru svo í þriðja sæti með 43 stig en þeir hafa leikið 21 leik. Þá er félagið komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem Chelsea bíður. Ef stigastöfnun Atlético til þessa á tímabilinu er yfirfærð á heilt tímabil þá ætti liðið að enda með 96 eða 97 stig. Hvort það gerist verður að koma í ljós. Unstoppable? Luis Suárez has now scored 16 goals in his first 21 games for Atlético in all competitions #UCL pic.twitter.com/fRAfOdNGMn— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 9, 2021 Fjölbreyttari taktík en sama góða vörnin Breytt leikkerfi Atlético hefur haft sitt að segja til þessa á leiktíðinni. Samkvæmt tölfræðisíðunni Who Scored hefur Simeone stillt upp í sitt hefðbundna 4-4-2 leikkerfi alls tíu sinnum á leiktíðinni, sjö sinnum í La Liga og þrisvar í Meistaradeild Evrópu. Í einum leik hefur Simeone stillt upp í einkar hefðbundið 4-2-3-1 en í hinum fimmtán leikjunum hefur hann spilað með þrjá miðverði þó svo að leikkerfið sjálft sé breytilegt. Um að ræða fimm leiki í 3-1-4-2, fimm leiki í 3-5-2, þrjá leiki í 3-4-2-1 og svo einn leik í 3-4-1-2 og 5-3-2 leikkerfi. Að fara í þriggja, eða fimm manna, vörn er venjulega gert til að þétta varnarleikinn en þetta virðist hafa haft öfug áhrif hjá Atlético, svona þannig séð. Hið nýja 3-5-2 leikkerfi hjálpar hinum 34 ára gamla Suárez, bæði hvað varðar varnarvinnu og færasköpun. Hann getur þar með nýtt alla sína orku betur í kringum teig andstæðinga liðsins. Describe this man with one word... If you can, that is #AúpaAtleti | @oblakjan pic.twitter.com/hW3ROZzc6O— Atlético de Madrid (@atletienglish) February 6, 2021 Liðið er með langbestu vörn spænsku deildarinnar og hefur aðeins fengið á sig tólf mörk í leikjunum tuttugu. Sóknarleikur liðsins hefur einnig blómstrað þar sem liðið hefur skorað 42 mörk til þessa, aðeins Börsungar hafa skorað fleiri eða 44 talsins. Meistaradeildin er aðeins önnur saga en Atlético komst í 16-liða úrslit með neikvæða markatölu, liðið skoraði sjö mörk en fékk á sig átta. Þar spilar 0-4 tap gegn Bayern München í fyrstu umferð stóran þátt. Simeone stillti upp í 4-4-2 leikkerfi í þeim leik en í 1-1 jafntefli liðanna á Wanda Metropolitano-vellinum í Madríd stillti þjálfarinn geðþekki liði sínu upp í 3-5-2 leikkerfi. Simeone spakur að vanda.EPA-EFE/PETER POWELL Úrúgvæinn í hefndarhug Eins og áður sagði hefur Luis Suárez smollið eins og flís við rass í liði Atlético, eftir að hann komst í almennilegt form það er. Framherjinn var reglulega tekinn af velli þegar tuttugu mínútur lifðu leikja í upphafi tímabils en það ku vera töluverður munur á æfingaálagi Atlético annars vegar og Barcelona hins vegar. Það sem hefur einnig hjálpað Suarez – fyrir utan eflaust hversu reiður hann er að Barcelona hafi látið hann fara – er Suður-Amerískt ívaf Madrídar-liðsins. Landar hans Lucas Torreira og Jose María Giménez eru þarna. Þá er þjálfarateymið nær allt frá Argentínu. Giménez hefur svo stigið verulega upp og stýrir vörn liðsins eins og hershöfðingi. „Þegar framherji er á skriði verður maður að njóta þess og nýta það. Það verður erfitt að halda þessu áfram allt tímabilið en ég mun gera mitt besta í að hjálpa liðinu,“ sagði Suárez í sjónvarpsviðtali nýverið. Luis Suárez is the winner of @futbolmahou's #JugadorCincoEstrellas January award. #AúpaAtleti | @LuisSuarez9 pic.twitter.com/HAKRmMqudi— Atlético de Madrid (@atletienglish) February 12, 2021 Það er erfitt að ímynda sér Suárez svona heitan það sem eftir lifir tímabils en það væri fásinna að veðja gegn manni sem hefur skorað 160 mörk í aðeins 208 leikjum í La Liga ásamt því að leggja upp önnur 80 mörk. Gerir aðra leikmenn betri Það virðist sem innkoma framherjans frá Úrúgvæ hafi einnig kveikt í João Félix, portúgalska undrabarninu sem gekk í raðir Atlético sumarið 2019. Hann átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en hefur fundið sig betur í ár. Portúgalinn og Úrúgvæinn ná einkar vel saman virðist vera.Burak Akbulut/Getty Images Að loknum 18 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni þá er Félix með sex mörk og fimm stoðsendingar. Þá skoraði hann þrjú mörk í Meistaradeildinni, til að mynda markið í 1-1 jafnteflinu gegn Bayern. Kieran Trippier hefur einnig fundið sig vel í stöðu hægri bakvarðar eða vængbakvarðar. Er hann að banka duglega á dyrnar hjá Gareth Southgate og má vel færa rök fyrir því að hann væri besti kosturinn í stöðuna hjá enska landsliðinu eins og staðan er í dag. Hann er þó í leikbanni sem stendur vegna brota á veðmálareglum leikmanna í kringum félagaskipti sín frá Tottenham Hotspur til Atlético. Belginn Yannick Carrasco hefur einnig spilað vel og hefur verið nýttur vel vinstra megin á vellinum þar sem hann flakkar á milli stöðu bakvarðar, vængbakvarðar og vængmanns. Það er ljóst að Simeone er hrifinn af leikmönnum sem geta leyst fleiri en eina stöðu og það vel. Marcos Llorente er með sjö mörk og sjö stoðsendingar í alls 26 leikjum í bæði deild og Meistaradeild. Hefur hann flakkað töluvert á milli leikstaða, oftast er hann í stöðu miðjumanns en hann hefur einnig leikið í holunni bakvið framherja liðsins, sem framherji og einnig sem hægri kantmaður. Að lokum má ekki gleyma hinum ótrúlega Jan Oblak. Slóveninn er með betri markvörðum Evrópu og státar af einhverri ótrúlegustu tölfræði síðari ára. Í 283 leikjum fyrir félagið hefur hann aðeins fengið á sig 188 mörk. Um tíma hafði hann haldið oftar hreinu í La Liga heldur en hann hafði fengið á sig af mörkum. Since 2014/15, Jan Oblak has kept more clean sheets than goals conceded..- 72 Clean Sheets- 71 Goals ConcededWow. pic.twitter.com/jl3ATkK2cN— Footy Accumulators (@FootyAccums) October 2, 2018 Atlético Madrid heimsækir Granada í La Liga í dag. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 12.50. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.