„Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2021 11:01 Brynjar Karl Sigurðsson hefur þjálfað stelpnahópinn sem er til umfjöllunar í Hækkum rána síðan 2015. Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. Brynjar Karl var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Þar ræddi hann meðal annars um gagnrýni Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði, á Hækkum rána og þjálfunaraðferðir hans. Brynjar Karl ræddi líka aðdraganda þess að hann fór að þjálfa stelpuhópinn sem er til umfjöllunar í Hækkum rána. Áður en hann byrjaði að þjálfa þær hafði hann aldrei þjálfað stelpur áður. „Ég byrja að þjálfa liðið 2015. Það var í fyrsta sinn sem ég þjálfa stelpulið. Ég var hættur afskiptum af þjálfun og það voru liðin um fjögur ár frá því ég hafði verið að þjálfa. Ég var ekkert mjög heillaður af þessu umhverfi sem stelpurnar bjuggu við og var heldur ekki hrifinn af því hvernig menn tókust á við áskoranir sem við er að glíma í stelpuboltanum,“ sagði Brynjar Karl. „Ég var mjög fljótur að sjá að það sem er öðruvísi við að undirbúa stelpurnar en strákana sem ég hafði þjálfað í 27 ár var að það þarf að undirbúa þær fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra þegar þær eru orðnar eldri og komnar í meistaraflokk. Við erum að sjá alls konar hluti þar sem hallar á stelpur.“ Stelpurnar sem Brynjar Karl þjálfar hafa vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir því að mega spila við stráka á Íslandsmóti. Stelpurnar hafi spilað við stráka á mótum á vegum félaganna og það hafi gert þeim gott. Strákarnir voru kennararnir „Það sem ég sá var að bætingarnar voru svakalegar, ekki bara í körfubolta. Ég hef ákveðna skoðun á því hvernig líkamstjáningin á að vera og menn eiga bera sig því mér finnst það vera myndbirting á því hvert viðhorfið er. Þær „downloaduðu“ gæjunum og strákarnir í raun og veru kenndu þeim þetta. Þeir voru kennararnir,“ sagði Brynjar Karl. Hann segist hafa verið hikandi við að byrja að þjálfa stelpur þangað til hann tók stökkið. „Fyrst við erum allir að skrifta er ég gömul karlremba í grunninn, fullur af fordómum og vildi aldrei koma nálægt stelpuboltanum því ég treysti mér ekki í það. Það var eitthvað við stelpuboltann sem ég var hræddur. Og sú hræðsla var á rökum reist. Ég er bara aðeins þroskaðari og með breiðara bak en ég var þá,“ sagði Brynjar Karl. Hann segir að mikill munur sé á umhverfinu og væntingum til stráka og stelpna og furðar sig á að þessu hafi ekki verið veitt meiri athygli. „Það eru gerðar miklu minni kröfur. Þær fá miklu meira hrós fyrir að gera minna. Það er oftar hlaupið inn á völlinn ef þær fara að gráta. Mig langaði að fá meira „aggression“ og sjálfstraust,“ sagði Brynjar Karl. Byrjaði í blótbindindi Meðal þess sem hefur vakið athygli við þjálfunaraðferðir hans er hvernig hann talar við stelpurnar. Hann er hvass og oft orðljótur en segir að það sé allt útpælt. „Ég er eins og sjóræningi í kjaftinum þegar ég er að þjálfa fullorðna fólkið. En fyrstu tvö árin sem ég þjálfaði þær fór ég í blótbindindi og hakaði við á hverjum degi, blótaði ekki í dag, og stóð mig alveg ótrúlega vel,“ sagði Brynjar Karl. „Þegar þær urðu aðeins eldri átta ég mig á því að það eru ákveðnir hlutir í umhverfinu sem þú þarft að breyta til að ná ákveðninni ákefð fram. Ég valdi orðin sem ég notaði. Þetta er allt undir stjórn. Ég nota góðu íslensku orðin eins og andskotans og helvítis og drullast. Ég gaf mér þessi orð. Ég hef lesið heilmikið í blótsfræðum. Það er mjög áhugavert.“ Stelpunum finnst þetta æðislegt Brynjar Karl segir að stelpurnar geti tekið gagnrýni án þess að verða litlar í sér. „Það er rosalegur aðdragandi að þessu. Og það sem fólk trúir ekki og fattar ekki er hvað ég er pældur í þessu. Fólk gefur mér það að ég sé bara einhver gæi sem mæti í gallabuxunum eftir vinnu og hendi mér í að þjálfa dóttur mína,“ sagði Brynjar Karl sem segist búa til aðstæður á æfingum, flughermi eins og hann kallar það, sem hægt sé að heimfæra á þeirra daglega líf og gera stelpurnar betur í stakk búnar til dæmis til að takast á við mótlæti. „Stelpunum finnst þetta æðislegt og líður rosalega vel í þessu. Svo eru rosalega margir hlutir sem ég tók eftir. Það voru mjög margir sem komu til mín, sérstaklega mæðurnar, og sögðu að þetta væri langdramaminnsti stúlknahópur sem ég hef séð.“ Hlusta má á allt viðtalið við Brynjar Karl í Harmageddon í spilaranum hér fyrir ofan. Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Brynjar Karl var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Þar ræddi hann meðal annars um gagnrýni Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði, á Hækkum rána og þjálfunaraðferðir hans. Brynjar Karl ræddi líka aðdraganda þess að hann fór að þjálfa stelpuhópinn sem er til umfjöllunar í Hækkum rána. Áður en hann byrjaði að þjálfa þær hafði hann aldrei þjálfað stelpur áður. „Ég byrja að þjálfa liðið 2015. Það var í fyrsta sinn sem ég þjálfa stelpulið. Ég var hættur afskiptum af þjálfun og það voru liðin um fjögur ár frá því ég hafði verið að þjálfa. Ég var ekkert mjög heillaður af þessu umhverfi sem stelpurnar bjuggu við og var heldur ekki hrifinn af því hvernig menn tókust á við áskoranir sem við er að glíma í stelpuboltanum,“ sagði Brynjar Karl. „Ég var mjög fljótur að sjá að það sem er öðruvísi við að undirbúa stelpurnar en strákana sem ég hafði þjálfað í 27 ár var að það þarf að undirbúa þær fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra þegar þær eru orðnar eldri og komnar í meistaraflokk. Við erum að sjá alls konar hluti þar sem hallar á stelpur.“ Stelpurnar sem Brynjar Karl þjálfar hafa vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir því að mega spila við stráka á Íslandsmóti. Stelpurnar hafi spilað við stráka á mótum á vegum félaganna og það hafi gert þeim gott. Strákarnir voru kennararnir „Það sem ég sá var að bætingarnar voru svakalegar, ekki bara í körfubolta. Ég hef ákveðna skoðun á því hvernig líkamstjáningin á að vera og menn eiga bera sig því mér finnst það vera myndbirting á því hvert viðhorfið er. Þær „downloaduðu“ gæjunum og strákarnir í raun og veru kenndu þeim þetta. Þeir voru kennararnir,“ sagði Brynjar Karl. Hann segist hafa verið hikandi við að byrja að þjálfa stelpur þangað til hann tók stökkið. „Fyrst við erum allir að skrifta er ég gömul karlremba í grunninn, fullur af fordómum og vildi aldrei koma nálægt stelpuboltanum því ég treysti mér ekki í það. Það var eitthvað við stelpuboltann sem ég var hræddur. Og sú hræðsla var á rökum reist. Ég er bara aðeins þroskaðari og með breiðara bak en ég var þá,“ sagði Brynjar Karl. Hann segir að mikill munur sé á umhverfinu og væntingum til stráka og stelpna og furðar sig á að þessu hafi ekki verið veitt meiri athygli. „Það eru gerðar miklu minni kröfur. Þær fá miklu meira hrós fyrir að gera minna. Það er oftar hlaupið inn á völlinn ef þær fara að gráta. Mig langaði að fá meira „aggression“ og sjálfstraust,“ sagði Brynjar Karl. Byrjaði í blótbindindi Meðal þess sem hefur vakið athygli við þjálfunaraðferðir hans er hvernig hann talar við stelpurnar. Hann er hvass og oft orðljótur en segir að það sé allt útpælt. „Ég er eins og sjóræningi í kjaftinum þegar ég er að þjálfa fullorðna fólkið. En fyrstu tvö árin sem ég þjálfaði þær fór ég í blótbindindi og hakaði við á hverjum degi, blótaði ekki í dag, og stóð mig alveg ótrúlega vel,“ sagði Brynjar Karl. „Þegar þær urðu aðeins eldri átta ég mig á því að það eru ákveðnir hlutir í umhverfinu sem þú þarft að breyta til að ná ákveðninni ákefð fram. Ég valdi orðin sem ég notaði. Þetta er allt undir stjórn. Ég nota góðu íslensku orðin eins og andskotans og helvítis og drullast. Ég gaf mér þessi orð. Ég hef lesið heilmikið í blótsfræðum. Það er mjög áhugavert.“ Stelpunum finnst þetta æðislegt Brynjar Karl segir að stelpurnar geti tekið gagnrýni án þess að verða litlar í sér. „Það er rosalegur aðdragandi að þessu. Og það sem fólk trúir ekki og fattar ekki er hvað ég er pældur í þessu. Fólk gefur mér það að ég sé bara einhver gæi sem mæti í gallabuxunum eftir vinnu og hendi mér í að þjálfa dóttur mína,“ sagði Brynjar Karl sem segist búa til aðstæður á æfingum, flughermi eins og hann kallar það, sem hægt sé að heimfæra á þeirra daglega líf og gera stelpurnar betur í stakk búnar til dæmis til að takast á við mótlæti. „Stelpunum finnst þetta æðislegt og líður rosalega vel í þessu. Svo eru rosalega margir hlutir sem ég tók eftir. Það voru mjög margir sem komu til mín, sérstaklega mæðurnar, og sögðu að þetta væri langdramaminnsti stúlknahópur sem ég hef séð.“ Hlusta má á allt viðtalið við Brynjar Karl í Harmageddon í spilaranum hér fyrir ofan.
Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira