Innlent

Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnar Þór og Helga Guðrún tókust á um áherslur í forystu VR í beinni útsendingu á Vísi.
Ragnar Þór og Helga Guðrún tókust á um áherslur í forystu VR í beinni útsendingu á Vísi. vísir/vilhelm

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag.  Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum.

Ragnar Þór hefur verið formaður VR frá árinu 2017 þegar hann hafði betur en Ólafía B. Rafnsdóttur þáverandi formaður með 63 prósentum atkvæða á móti 37 prósentum atkvæða Ólafíu. Helga Guðrún hefur áður boðið fram til embættis formanns en beið lægri hlut gegn Stefáni Einari Stefánssyni í formannskjöri 2011.

Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar stýrir Pallborðinu sem hefst í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi og Facebook-síðu Vísis. Lesendum Vísis býðst að senda inn spurningar fyrir formannsefnin á [email protected] og sömuleiðis í ummælum við útsendinguna á Facebook-síðu Vísis.

Pallborðið verður reglulega á dagskrá Vísis og tíðar eftir því sem nær dregur alþingiskosningum.

Uppfært: Þættinum er lokið og má horfa á hann hér að neðan.

Klippa: Pallborðið - Helga Guðrún Jónasdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×